Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.01.1929, Page 7

Bjarmi - 15.01.1929, Page 7
B J A R M I Í9 körlum og' börnum. Aðrir eru atvinnulausir eða þeir fá ljelegn borgun fyrir vinnu sína; fjöldi fólks er húsnæðislaus, heimilislausir menn og konur, sem enginn skeytir i'in. Látum vjer oss svo, er vjer íhug- um alla þessa eymd, all þetta rang- læti, nægja með að ségja: Mjer þyk- ir fyrir þvi að ástandið er svona ilt, en það er víst ekki liægt að gjöra neilt við því? Ef vjer álítum að þetla ástand sje samkvæmt Guðs vilja, þá viljum vjer vafalaust láta það haldast óbreytt, en ef vjer sannfærumst um hið gagnstæða, sjáum vjer að það er þvert á móti því sem Guð ætlast til, þá hljótum vjer að hefjast handa og beita kröftum til bóta fyrir undir- okaða bræður vora og systur. Það á meðai annars að vera verkefni fundarins i Búdapest að ræða ýtarlegar mál þetta, er svo mjög varðar heill og hamingju fjöldans, cf vænta mætti að nokkur bót yrði á þvi ráðin. Og vjer höldum því hiklaust fram, að málinu verði þá fyrst komið i viðunanlegt hort', er einstaklingurinn finnur til ábyrgð- ar gagnVart bróður sínum og systur, og' — leitar fyrst Guðs ríkis og hans rjettlætis; þegar kristnir einstakl- ingar. kosta kapps um að breyta samkvæmt Guðs vilja. „Sjerhver liti ekki einungis til síns gagns, heldur og annara“. Þegar andi krist- indómsins gagnsýrir þjóðlif, lög- gjafarvald og stjórn þjóðanna. Og það er hlutverlc K. F. U. K. að flýta fyrir því, að svo megi verða“. — Fróðlegt var að hlýða á mál inanna um þessi efni. Augljóst var hve stórfeldar breytingar höfðu far- ið fram á öllum sviðum. Gætir þessa víða. — Fyrir fáeinum árum undi unga stúlkan sjer við handavinnu sína á rólegu heimili, hvort heldur sem það var í sveit eða borg. Hann- yrðir sinar seldi hún góðu verði og lagði þar með sinn skerf til heimil- isþarfa og þæginda. Nú er öldin önnur. Heimilisiðnaðurinn er horf- inn úr sögunni, en verksmiðjuiðn- aðurinn tekinn við. Unga stúlkan, sem þá sat við sauma sína og undi vel hag sínum heima, leitai' sjer nú atvinnú að heiman. Verksmiðjan hefir gleypt handavinnuna hennar og verksmiðjan gleypir einnig við henni sjálfri. Unga stúlkan togast ofan í hringiðuna, verður nokkurs- konar hluti eða brot af skröltandi vjelahjólum, sem smámsaman merja sundur síðustu leifarnar af endur- minningu um fagurt og hreint æsku- líf. Sumstaðar hvíldarlaust strit í hita og hávaða frá ld. 6—6. Kaupgjaldið víða skorið mjög við nögl vinnu- veitenda, afleiðing þess þröngur kostur, ... eymdalíf í vanþekking og, því miður, oft Hf í siðspilling stórborgarskugganna. K. F. U. K. leitast við að koma hjer til hjálpar, og vera, eins og ein af fulltrúum fjelagsins tók til orða á fundinum í Búdapest, „rödd, sem varar við hættum vegarins, auga, sem gætir þeirra er fara villir vegar, hönd, sem ávalt bendir á kross- inn“. Ganga má að því vísu að í jafn- fjölmennum hóp, sem var kominn saman á K. F. U. K. fundinum í Búdapest, hafi verið konur með ó- líkar skoðanir á ýmsum atriðum er voru til umræðu, en eigi varð á- greinings vart, umræðurnar fóru fram með hógværð og stillilega; ef til vill þykir það furðulegt þegar þess er gætt að hjer voru mættir fulltrúar frá þjóðunum, sem fyrir fáum árum bárust á banaspjótum

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.