Bjarmi - 15.01.1929, Blaðsíða 4
r
16
B J A R M 1
baki við Kristi, sannar það ekkert
um aðiar þjóðir. Fáir myndu telja
það greindarmerki, að dæma um
kirkjumál allra ídendinga vestan hafs
i og austan eftir því einu hvernig trú-
arhag Grímseyinga kann að vera farið,
og væri það þó ekki eins fjarri lagi
og hilt.
Annars er meir en lítið tvísýnt
hvort vantrúin hefir nokkra ástæðu
til að láta mikið. Fað er ekki alveg
víst, að þjóðin sje jafn trúlítil og
vantrúin lætur. — í því sambandi
má minnast á atburð frá liðnu ári,
sem ýmsum verður minnistæður:
Þegar togarinn »Jón forseti« strand-
aði á Stafnnesrifi 27. febr. í fyrra og
skipverjar hjengu á rám og reiða
margar stundir uns þeir ýmist sukku
í sæ eða björguðust í land, þá raul-
uöu þeir sálma milli þess, sem hol-
skeflurnar fóru yíir skipið. Þeir
sungu t. d.:
A hendur fel þú honum, . . .
Ó, þá náð að eiga Jesúm, . . . og
. . . Pegar geysar slormur striður
þá stendur hjá oss friðarengill blíður
og þegar ljósið dagsins dvin,
oss drottins birta kringum skín.
Það heíði ekki þótt bera vott um
trúleysi, ef sá atburður hefði gerst
með öðrum þjóðum, og þí hefði
ómur þess söngs borist með blöðum
stóiþjóðanna viða um heim. —
Gott er þess að minnast, að þús-
undir sungu jólasálma í kirkjum vor-
um við nýliðnar jólaguðsþjónustur,
en áhrifameira finst mjer að heyra
um, að mennirnir, sem dauðinn blasir
við, skuli syngja slíka sálma.
Ekki er það annað, sem harm-
þrungnum ástvinum nýlátinna manna,
er Ijúfara að heyra, en það, sem
bendir til, að þeir haíi kvatt í Jesú
nafni og ahallað þreyttu hötði í
Drottins skaut« í hinsta blund. —
En hitt er satt, að oss, sem eftir
lifuro, er ekki nóg að heyra um
sigurför gleðiboðskaparins einhvers-
staðar úli i löndum eða meðal ná-
granna vorra, ef sigurfarar hans verð-
ur ekki vart í lífi sjálfra vor.
Áhætta hirðuleysisins um að opna
hjarta sitt og heimili verður þeim
mun meiri, því bjartar, sem Ijósið
skín frá bæðum, — og þá ekki síst,
er vjer hugsum um, að alt er það
lánsfje, sem oss er veitl, árið liðna
engu síður en annað, — og enginn
kemst fram bjá reikningsskilum að
lokum. — —
Það er verið að leysa innsiglin af
framtíðarbók nýja ársins, og við vit-
um fátt af þvi, sem þar er skráð. —
Ekki er það ólíklegt, að marga vor
á meðal hendi ýmislegt óvænt; svo
hefir það gengið að undanförnu. —
Talaðu við sjúklingana hjer í bænum
— þeir skifta hundruðum — og voru
langflestir jafn frfskir og vjer, sem
hjer erum, um síðustu áramót. —
Ógróin ieiði skiíta hundruðum hjer
i kirkjugarðinum, talaðu við þá, sem
hafa verið að hlynna að þeim í veð-
uiblíðunni liðin jól, og þúmuntbrátt
komast að raun um, að þeir bjugg-
ust fæstir við því í fyrra, að þeir
æltu nokkurt eiindi í kirkjugarðinn
með jólatrje um þessi jól.
Sorg og gleði, beilsa og heilsuleysi,
líf og dauði skiftast á. Það er svo
alvanalegt, að við tökum ekki eftir
því, er aðrir eiga hlut að máli; en
sá veit best sem reynir, að erfitt er
að verða fyrir þeim umskiftum óvið-
búinn.
Nei, við vilum fátt hvað í fram-
tíðarbókinni stendur, en hitt vitum
við. að hún er í höndum hans, sem
leiddur var forðum »sem lamb til
slatrunar«, er í höndum frelsarans,
sem bað fyrir okkur, að oss væri
lánað liðið ár, lánuð einnig þessi
náðarstund við áramólin til að flýja