Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1930, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.07.1930, Blaðsíða 4
116 BJARMI að slíta eftir rúma klukkustund, klukk- an f)á orðin yfir 7, og eftir kvöld- verð var boð hjá biskupi. Þær hefðu purft miklu lengri tíma, par sem hjer var í rauninni til umræðu hvort pjóð- kirkja íslands ætti að halda áfram að geta talist kristin kirkja eða ekki. — En tíminn var allur farinn í skýrslu- lestur og skraf um ytri umbúning, sem að litlu haldi kemur, ef inni- haldið er rotið, enda harla óvíst að ping og stjórn greiði göt.u kirkjumála- frumvarpanna, nema samkomulag ná- ist um stórkostlega prestafækkun jafn- Idiða, og er ólíklegt að »kirkjuvinir« vilji kaupa aðrar umbætur pví verði. Fjölmargir prestar voru í Rvík um pessar mundir, pótt floiri kæmu síðar, og komu peir flestir einhverja stund á sýnódus. ----—•><*><•--- Spurningar Strauma. í opnu brjefi til presta í 6. tölubl. Strauina 1929 er 41 spurning uin ýms atriöi, er snerta trúmálin. Af spurn- ingunum verður eigi sjeð, hvaða skoð- un spyrjendurnir sjálfir hafa á peim trúaratriðum, sem spurningarnar fela í sjer, og skal pví engum getum um pað Ieiða. Allir hljóta að játa, að pegar ura er að ræða trúarástandið í landinu, skiftir pað langmestu, hvar kenni- mennirnir sjálfir standa í peim efnum. Peir eru sjerfróðir í pessum greinum og leiðtogar lýðsins. Peir eru fræðar- ar safnaðanna, allrar alpýðu; peir hafa á hendi hiröisstarfið og eiga samkvæmt stöðu sinni að vaka yfir andlegri velferð sóknarbarna sinna, yngri og eldri. Með petta fyrir auguin vil jeg und- irritaður í bróðerni og einlægni, en í fylstu álvöru, mælast til pess, að spyrjendurnir sjálfir — útgefendur Strauma —• svari fyrir sitt leyti öll- uin peim spurningum, sem hjer er um að ræða, svo skýrt og ákveðið, að eigi orki tvímadis uin skoðun peirra í pessum efnum, og að svör peirra verði birt í blaðinu *Straumar« á sín- um tíma. Að svo mæltu sný jeg mjer að spurningunum sjálfum, og tek pær allar eftir peirri röð, sem pær eru fram settar í Straumum. Trúið pjer: 1. Að Guð sje til? Svar: Já. Alt, sem lifir og hrærist á jörðunni, ber vott um almætti og vísdóm skaparans, og vitnar úm að Guð sje alstaðar nálægur, alt. í öllu. Og pessi fullvissa veitir sál mannsins óumræðilegan fögnuð og knýr hann til lotningar og tilbeiðslu. 2. Að Guð sje einn í prem pcrsón- um ? Svar: Já. Jeg trúi orðum Jesú sjálfs, lærisveina hans og postula. 3. Að Guð sje almáttugur? Svar: Já. Hvar skyldi vera sá mað- ur, sem Guð hefði gefið fult vit og skynsemi, að hann eigi sjái almættis- kraft Guðs í öllu í ríki náttúrunnar? Og koma ekki ótalmargir peir atburð- ir fyrir í lííi mannanna, að vjer preif- uin á almætti Guðs? Og ætti ekki |)essi fullvissa að knýja manninn til pess að beygja sig í lotningu fyrir honum, sem öllu gefur líf og tilveru og sjerhvað annað? 4. Að sambandinu milli Guðs og manna sje best lýst með orðinu fadir ? Svar: Sá innileiki, elska og traust, sem er á milli- barns og föður, er ímynd pess satnbands, sem á að vera milli Guðs og manna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.