Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1930, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.1930, Blaðsíða 6
118 BJARMI fullkomnari en aðrar bækur. »Ó, f>jer heimskir og tregir til að trúa pví, sem spámennirnir hafa sagt«, mælti Jesús við lærisveina sína. Öðru sinni sagði hann: »Pau orð, sem jeg hefl talað til yðar, eru andi og líf«. 13. Að Nýjatestamentið sje og muni jafnan vera æðsta opinberun Guðs til mannanna? Svar: Pessari spurningu svara jeg hiklaust játandi. 1 pví er boðað fagn- aðarerindið, sem á að kunngjörast öllum lýð, — ölium pjóðum heimsins, samkvæmt skýlausri skipun Jesú sjálfs. »Því pað er eilíft líf, að peir pekki pig, einn sannan Guð, og pann, sem pú sendir, Jesúm Krist«.--------»r>ví svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf í dauðann sinn eingetinn son« o. s. frv. — í>Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð munu ekki undir lok líða«, sagði Jesús. 14. Að Jesús hafi verið fæddur af Maríu mey án mannlegs föður? Svar: Já. Vjer trúum boðskap eng- ilsins til Maríu. Trúum pví vissulega, að Guði sje enginn hlutur ómáttugur. 15. Að Jesú hafi verið freistað eins og annara manna, meðan hann dvaldist á jörðunni? Já. Vjer kristnir menn trúum pví, sem guðspjallamennirnir og postul- arnir hafa sagt. 16. Að Jesús hafi að eins haft pá eiginleika meðan hann var á jörð- unni, sem til eru í öllum mönn- um, og enginn eðlismnur liafi ver- ið á honum og öðrum jnönnum? Svar: Jesús hafði alla samskonar hæfileika sem aðrir menn, en auk pess hafði hann sjerstaka hæfileika, sem engir aðrir menn hafa haft. Hann hafði kraftaverkagáfu, spádómsgáfu o. fl. umfrarn aðra, og siðferðishrein- leik á rniklu hærra stigi en aðrir. Hann hafði jafnfrarnt gudlegt edli, sem enginn annar af konu fæddur hefir haft. Eðlismunur lrans og allra annara manna, sem í heiminum hafa lifað, er pví ósegjanlega tnikill. 17. Að Jesús hafi lifað algerlega án syndar á jörðunni? Svar: Já. Hann drýgði ekki synd, og eigi voru svik fundin hjá honurn. »I4ver yðar getur sannað upp á mig synd«, mælti hann. Enginn nema hann gat sagt petta urn sjálfan sig. Frh. B. E. t Dr. Valdimar Briem. i. I’ar sem jöklar, elfur, eldar, Ódauðleikans kynda bál; — Dýrðarúthaf æðri heima Ómar hljótt í mannsins sál: Anda Guðs og eih'fðanna Endurrómar skáldsins mál. Bróðir vorra bestu skálda, — Braga arfinn helsti nú; Ástvin Drottins ástarljúfi Auðgar hjörtu von og trú; Hver mun gleðja’ oss helgum tónum, Hver skal syngja, er ílytur pú? — Pögn í landi — þjóð mun syrgja, — — I’jóðar Baldur — grátum vér. — l’ögn í kirkjum — þína sálma Pögul sorgin fram ei ber. — Pögn í sálum þúsundanna Pegar himnar fagna þér! Jónas A. Sigurdsson. II. Illjóðnar yfir íslandsbygðum, enginn syngja heyrist iengur, þögnuð liarpan helga, dýra, höggvinn sundur besti strengur. Iljartans skáldið harma lýðir. — Hver mun slíka sálma yrkja? — Guðinnblásna, góða svaninn grætur sáran Islandskirkja. Nú syngur Drottni dýrðarsöngva Drottins skáld í himinsölum. — Lifa munu’ um langan aldur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.