Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1930, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.09.1930, Blaðsíða 6
150 BJARMI til þess uni 10 miljónum króna, enda er kirkjan nú lang-veglegasta kirkja NorDurlanda, og jjótt víðar væri leitað. Þrjú síðustu árin Ijet ríkissjóður nærri hálfa miljón króna á ári til kirkjunn- ar, og þegar byggingarmeistararnir sögðu að það væri ekki nóg til að ljúka við aðalhluta kirkjunnar fyrir 900 ára afmælið, voru samskot haíin uin alt land og gefin um miljón kr. Norskar konur gáfu af þeirri upphæð um 180 þús. kr. til að prýða stærsta gluggann, norskir Ameríkumenn gáfu krossaltari veglegt, einn þeirra gaf kirkjuorgel, eitt af stærstu kirkju- orgelum heims o. s. frv. — Annars bárust kirkjunni margar veglegar gjafir um hátíðina; var ein þeirra frá Fær- eyjum, málmlíking af dómkirkjunni í Kirkjubæ. 29. júií var aðalhátíðin á Stiklastöð- um. Segja blöðin, að þar hafi verið 30 til 40 þúsund viðstaddir. Aðal- ræðumenn þar voru 3 norskir biskupar, Hákon konungur og Iladsund ráðherra. Kaþólsk kirkja á sjerstaka kapellu á Stiklastöðum, og hjeldu kaþólskir Norðinenn og erlendir pílagrímar sjer- stakar guðsþjóuustur bæði þar og í Prándheimi; höfðu þeir páfabrjef með- ferðis og vildu einir eiga Ólaf helga. Næstu 5 daga voru svo 3 til 4 guðsþjónustur eða kirkjuleg erindi og kirkjusamsöngvar í dómkirkjunni. Næst síðasti dagurinn var sjerstaklega tileinkaður leikmannastarfsemi innan kirkjunnar. Steig þá Ilaldór bóndi Bjerkeseth í stólinn og flutti ræðu, er blöðin segja að ekki hafi staðið að baki ræðanna, sem biskupar höfðu flutt aðra daga hátíðarinnar. Annars flytja allar þær ræður frá hátíðahöldunum, sem Bjarina hafa bor- ist í Prándheimsblöðunum, mjög á- kveðinn kristindóm, en engur ágisk- anir um »nýmóðins« trúarbrögð. Ávörpin og ræður Norðinanna vest- an um haf voru í besta lagi, en þar eiga norskir söfnuðir um 3000 kirkjur, er 1200 prestar þjóna. Jafnframt öllurn þessum kirkjusam- komum var og kirkjusöguleg sýning um þessar mundir í Prándheimi, þar sem allskonar kristilegur fjelagsskap- ur í Noregi sýndi myndir og skýrslur um störf sín fyr og síðar. Samhliða kirkjuhátíðinni voru flutt- ar 29. júlí veglegar guðsþjónustur í öllum aðalkirkjum Norðmanna um land alt, og kirkjulegir samsöngvar að kvöldi mjög víða. Hovedverker av den kristne littera- tur fra kirkefedrene til nutiden heitir ritsafn mikið, sein Lutherstiftelsen er að gefa út og ýmsir ritfærustu menn norsku kirkjunnar vinna að. Pað verð- ur í 14 binduin. Kostar hvert í vönd- uðu bandi (um (230 bls.) aðeins 3 kr. 85 aura norskar, burðargjald til Is- lands er 70 aurar fyrir hverja bók. Bindin heita svo: 1. Fra Oldkirken. 2. Middelalderens fromhetsliv. 3. Marthin Luther. 4. Reformations árhundret i Norden. 5. Johan Arndt: Sanne kristendom. 6. Chr. Scriver: Sjelesskatt. 7. J. Bunyan: Pilegrims vandring. 8. Fra Pietismens tid. 9. H. N. Iíauge og Haugiauerne. 10. Fra engelsk og aiuerikansk krist- enliv. 11. Fra det udflyttede Norge. 12. Fra dansk kirke og kristenliv. 13. Fra svensk kirke og kristenliv. 14. Yidnesbyrd fra kristenlivet i Norge i det 19. árhundre. 6.—12. bindi eru þegar útkomin, en hin eiga að koma með 6 vikna millibili. Er óhætt að mæla ineð þessu ritsafni við alla rróðleiksfúsa kristin- dómsvini, er lcsa norsku.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.