Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1930, Side 8

Bjarmi - 01.10.1930, Side 8
16« BJARMI Urigur prestur skrifav 16. juní þ. 'i.: — »Ef ekki kemst á fríkirkja hjer i framtíð- inni, þá virðist mjer heppilegust lausn meira frjálsræði safnaðanna og meira starffrelsi og starfsmöguleikar fyrir prest- ana. Vald og starfsemi safnaðanna og af- staða þeirra til prestanna ætti að lögum að vera líkara þvi, sem nú er í fríkirkju. Svo að þeir aðilar starfi saman, sem eru samstarfshæfastir. Og mjer finst nauðsyn- legt að starfandi í landinu sjeu þrír bisk- upár, sem sjeu kosnir af ölium landslýð, eigi eftir hjeraðatakmörkum, heldur með hlutfallskosningu, þannig, að stærstu trú- málaflokkarnir hafi sina kjörnu og laun- uðu fulltrúa og foringja. Og biskupar sjeu eigi kosnir æfilangt, heldur til ákveðins tíma, í nokkurri líkingu við ráðherra. Jeg er þeirrar skoðunar, að slikt fyrirkomulag, einkum hin almenn kosning, mundi styrkja kristnina að miklum mun í landinu«. Sanngirni. Þjóðverji, dr. Wengraf, er sjálfur kveðst trúleysingi, komst nýlega svo að orði um árásir trúleysingja þar syðra á kristindóm: »011 útbreiðslustarfsemi trúleysisins virðist mjer glæpsamleg. Ekki svo að skilja að jeg óski þess að borgaraleg lög leggi hana í einelti, fjarri fer ]>ví. En mjer viröist hún ósiðferðileg og fyrirlit- leg. Mæli jeg svo, ekki af trúarákafa, — hann er mjer fjarri —•, heldur blátt áfram af því, að jeg hefi sannfærst um á langri æfi minni, að trúrækinn maður er farsælli en ótrúrækinn, þótt ytri kjör sjeu svipuð. Margoft hefi jeg, kærulaus og efasjúkur og sviftur allri jákveðinni trú, öfundað aðra þá, sem djúpsett trúrækni veitti ör- ugt athvarf i öllum stormum lifsins. Skammarlegt er það að kippa sálarlegri fótfestu frá því fólki. Jeg er andstæður allri trúskiftastarf- semi, og þó er mjer skiljanlegt að sá, sem er alveg sannfærður um að eiga sáluhjálp- lega trú, reyni að fá aðra menn til að eignast hana. En útbreiðslustarf trúleysis skil jeg ekki. Enginn hefir heimild til að svifta annan mann athvarfi hans, jafnvel þótt það kunni að vera hrörlegur kofi, þegar maður er ekki viss um að geta boð- ið betra og fegurra húsnæði. Að tæla menn frá arfgengu heimili sálar þeirra og láta þá svo ráfa leiðsagnarvana um villugjarnt víðlendi ágiskana og heimspekilegra spurn- ingarmerkja, það er óhafandi ofstæki (»Fanatismus«) eða óverjandi ljettúð. Nýstárlegt. »frjálslyitdi«. Tíminn fluttl nýlega niðkvæði eftir Sigurð Einarsson um kaupmann í Reykjavík, sem framar- lega stendur i ýmsum safnaðamálum. Honum er fundið þar til foráttu að hann sje »heilagur« maður, »sál hans frelsuð frá synd og dauða«, en jafnframt »snuðar hann og græðir«, »lýgur og skrumar« o. s. frv. Frá fyrirsögninni á þessum kveðskap er svo gengið, að allir Reykvíkingar vita við hvern er átt, þótt viðkomandi geti líklega ekki lögsótt höfundinn fyrir ill- mæli, því að ekki er föðurnafn kaup- mannsins nefnt; þá hefir djörfung brostið. Sumir halda að þessi höfundur sje sra Sig- urður Einarsson frá Flatey, en ótrúlegt er að prestur semji slíkan óþverra, þótt hann þættist skulda eitthvað kaupmanninum t. d. fyrir starf hans að ákveðnum krist- indómi. Ekki mun níðkvæði þetta sann- færa marga um ágæti trúarstefnu Sigurð- ar Einarssonar. Presta og .sóknaruefndai'undurinn verður 15,- 17. þ. m. i hátíðasal Elliheimilisins í Rvík, eins og áður hefir verið auglýst. Lesendurnir eru beðnir að minnast þess að þangað eru velkomnir, auk presta og sóknarnefnda, 2 fulltrúar frá öllum kirkju- legum fjelögum, svo sem K. F. U. M., trú- boðsfjelögum og kvenfjelögum, er styðja kirkju sína. Vcggalmanök með biblíumyndum og ritningarorðum á norsku hefir Bjarmi til sölu á 1 kr. 50 aura. Þau eru víða orðin vinsæl, en upplagið er lítið, svo að ráðlegt er að panta þau sem fyrst. Burðargjald er 7 aurar. Sagan »Prestssetrið í Harsen« er nú sjerprentuð og kostar aðeins 75 aura. En jafnframt er byrjuð löng skáldsaga í blað- inu eftir Guðrúhu Lárusdóttur. Er mjer kunnugt um að mörgum lesendum er það kærkomið, enda þótt hún taki nokkurt rúm I blaðinu frá öðrum greinum. Sögur konunnar minnar hafa verið mjög vinsæl- ar og eru allar uppseldar fyrir löngu, nema fáein eintök af »Brúðargjöfinni«. títgefandi: S. Á. Gíslason. Prentsm. Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.