Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1930, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.10.1930, Blaðsíða 2
1?0 BJARMÍ um sjer til handa eignarlýð, kost- gæfinn til góóra verka« (Tit. 2, 14). (5. bænin í Faðir-vor). Enginn maður getur lifað svo vel, að hann verði fyrir það Guði þókn- anlegur, eins og postulinn segir: »Þeir rjettlætast án verðskuldunar, af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú« (Róm. 3, 24). En maðurinn á að þiggja hjálp Guðs, sem kemur til hans að fyrra bragði og býður honum náð sína, og gjöra jafnframt alt, sem í hans valdi stendur, til að þóknast Guði: »Vinnið að sáluhjálp yðar með ugg og ótta; —- því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og fram- kvæma, sjer til velþóknunar« (Fil. 2, 12—13). Fyrir þessa hjálp Guðs fer mann- inum fram í því, sem er gott, og hann verður betri maður. Þaó, að hann helgar Guói þannig líf sitt og þiggur náð hans, er nefnt helgun. Þetta er ekki auðvelt fyrir mann- inn, því að Guó getur ekki hjálpað honum, nema hann vilji sjálfur af- neita því sem ilt er. Þess vegna sagói Jesús: »Vilji einhver fylgja mjer, þá afneiti hann sjálfum sjer og taki upp kross sihn og fylg'i mjer« (Matt. 16, 24). — Orðið »kross« táknar hjer alt það, sem kristinn maður verður að þola fyrir það, aó hann fylgir Jesú og þjónar honum, eins og ofsóknir, háð og það, sem menn legg'ja á sig eða neita sér um, til þess að geta betur gjört vilja hans. — Og hann segir líka: »Þröngt er hliðið og' mjór vegurinn, er ligg- ur til lífsins« (Matt. 7, 14). (Matt. 10, 37—39). Þess vegna þurfum við stöðugt að gæta að okkur, vara okkur á freist- ingum og hafa hugann á því alla æfi, að þjóna Guði, eins og Jesús áminnir um í dæmisögunni um meyj- arnar 10 (Matt. 25, 1—13). (Matt. 24, 45—51). Ef við erum einlæg við Guð, þá gefur hann okkur sigur yfir öllu illu og gjörir okkur að sælum mönnum, eins og postulinn segir: »Jeg full- treysti því, að hann, sem byrjaói í yður g'óða verkið, muni fullkomna það alt til dags Jesú Krists« (Fil. 1, 6). Þegar maður finnur til þess, að Guð hefir fyrirgefið honum syndir hans, þá fyllist sál hans innilegri gleói yfir gæsku Guós og innilegu þakklæti fyrir náð hans, og hann sýnir Guði þakklæti sitt með því, að gjöra sjer far um að þóknast honum sem' best. Þessi þakkláta gleði yfir guðlegri náð, kemur fram í sögunni af Zakkusi (Lúk. 19, 1—10) og ber- syndugu konunni (Lúk. 7, 36—50). Til þín, ó Jesú minn, lát þú mig langa. (Sálmab. 263). Sálmab. 258, 1—3«. Fórnarstörf kvenna. Eftir Giiðrúnu Lárusdóttur. Frh. Dagbók frú Rebekku sýnir greini- lega óþægindin sem þau hjónin áttu í höggi við. Allra fyrstu kynni þeirra af ibú- um Austur-Afríku, voru alt annað en skemtileg. Er þau voru komin í bústaðinn, sem þau ætluðu að dvelja í, fyltist húsið tafarlaust af forvitnum gestum, sem ekki Ijetu sjer nægja að hafa hönd á öllum sköpuðum hlutum og hnýsast ofan í hirslur hjónanna, heldur heimtuðu þeir að þau hjónin gæfu þeim þaó, sem þeim leist best á, og það varð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.