Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.07.1931, Qupperneq 2

Bjarmi - 15.07.1931, Qupperneq 2
106 BJARMI prestur, en stundum kennari eða skólastjóri við skólann í Winnipeg, sem kendur er við Jón Bjarnason, - en nam sjálfur eftir vígsluna hebresku og kirkjulega forn- fræði við Manitoba háskóla. Um trúmálahag sinn sagði hann við vígslu sína (sjá Sameiningu 1909, bls. 82): »Á barnsaldri hafði jeg barnslega trú og traust á Guði, og þakka jeg það næst Gúði móður minni, sem ekkert tækifæri Ijet ónotað til að glæða hjá mjer trú og traust á freisara mannanna. Fæ jeg henni það aldrei fuilþakkað. — En að því undan- skildu fjekk jeg í æsku mjög litla trúar- lega uppfræðslu, nema hvað jeg lærði ein 2 eða 3 »kver« utanbókar, og er vafamál hvort mjer var það á þeim tíma til gúðs eða ills«. — »Hálfheiðinn« frá fermingu og fram yfir tvítugt segist hann hafa verið, en sr. Jónas Sigurðsson hafi orðið fyrstur til að vekja efa um efasemdirnar eða rjett- mæti þeirra. — Rofaði síðan smám saman til í myrkum efasemdum. — Segir sr. Iljörtur svo frá: »Þegar jeg kvaddi móð- ur mína á hvítasunnudag 1907, og hún hjelt heim til Drottins, gat jeg fyrir Guðs náð sagt henni það, að þangað til jeg kæmi vildi jeg vera trúaður maður, þótt framtíðarstarf mitt væri þá að nokkru leyti óákveðið«: — »Hann er mælskasti og lærðasti prest- urinn okkar«, sögðu landar um hann, og einhver bætti því við, að það væri »vara- samt« í annríki að hlusta á hann, því að hann gæti haldið 2ja stunda ræóu án þess nokkrum leiddist. Sjálfum fanst honum samt aó hann kæmi alt of litlu til vegar' fyrir ríki Guðs og sagði af sjer prestsskap 1922 fyrir þær sakir og gjörðist skólastjóri Jóns Bjarnasonar skóla (sbr. Bjarmi 1922, bls. 174). Seinna tók hann þó aftur við prestsskap og kvongaóist ágætri konu, Jónínu Björnsdóttur Jónssonar við Kirkju- brú, er nú lifir eftir með ungum syni þeirra. Sra Hjörtur Leó þjónaði oftast ísl. söfnuðunum við Manitobavatn og hafa bæói þeir og alt Kirkjufjelagið nú mjög um sárt að binda. Banameinió var krabba- mein, og andlátió bar að 5. maí s.l. Harris og lærisveinar lians. Eftir sr. Sigurjón Árnctson. Frh. Harris feróaóist um á Fílabeinsströnd- inni og hjelt samkomur undir berum himni. Á samkomum ljet hann syngja mik- ið og biðj'a. Hann baó jafnan alla tilheyr- endur sína að krjúpa niður og loka aug- unum, meðan þeir töluðu við Guó. Hann lagði áherslu á, að Guð heyrói þegar börn- in hans töluðu við hann. Sjálfur baö hann heitt á samkomunum. Hann prjedikaði vanlega stutt, 10—15 mínútur. Meðan hann prjedikaði hjelt hann á biblíunni í hend- inni. Ilann gekk við staf úr bambusreyr. Hann hafði látið festa þverspýtu á efri enda hans, svo aó hann var krosslagaöur. Þegar hann talaði, stilti hann stafnum fyr- ir framan sig, og notaði hann til að skýra hvernig Jesús hefói dáiö. Aðalinnihald ræðu hans var altaf hið sama. Guð er einn. Einn er frelsari vor, Jesús Kristur. Vernd- argripir og goðamyndir koma að engu gagni. Kastið burt verndargripum og goðamyndum og þjónið hinum eina sanna Guði, ella mun eldurinn af himni falla yfir ykkur. Hann flutti þennan boóskap með myndugleik og krafti helgrar sannfæring- ar. Undir samkomulok baó hann þá að gefa sig fram, sem væru reióubúnir að gjörast kristnir. Þá skírói hann. Skírnarathöfnin fór fram á þann hátt, aó hann ljet skírn- þega krjúpa nióur og taka báðum höndum um krossstafinn. Því næst lagði hann biblí-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.