Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1932, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1932, Blaðsíða 11
B J ARMI 43 kenningu bræðralags meðal manna, sem nauðsynlegt skilyrði skjótrar framþróunar. UM ENDURGJALD. I dauðanum leysast í sundur jarðneski líkaminn og hinn andlegi (»astral double«). Lífsorkan hverfur aftur til allsherjar- lífsins. Ástríðu-eðlið, klætt ljósvakahjúpi, heldur áfram að vera til um lengri eða skemri tíma, eftir því, að hve miklu leyti það hefir lotið hinu æðra eðli, — en hverf- ur svo að lokum. Andinn hverfur inn í hvíldina, en það er vitundar-áistand utan hins jarðneska líkama, þar sem vitsmunaveran er óháð jarðneskum takmörkunum. Dvalartími andans í þessu ástandi fer eftir því, hve háu þroskastigi hann hefir náð hjer á jörðu, og endar með því, að hann hverfur til jarðvistar-vitundar á ný. Þegar jarðvistum er lokið — en þær vara alls um sjötíu milljónir ára ■— er and- inn laus úr hinu lægra vitundar-ástandi. Framh. ItosUi 11 konn skril'nr vestur í Sask., Can., }>. 2. janúar síðastl.: »Jólablað Bjarma kom til mín á aðfangadag' jóla, var |>að mjer sannarlega kærkomin jólagjöf, sem jeg þakka innilega. Bjarmi var »presturinn minn« um hátíðirnar. Jeg hefi sáralítið gagn af að hlýða á enskar messur (um aðrar ekki að gjöia hjer í þessari stóru borg). Samt fer jeg stöku sinnum í kirkju. Jeg er þá i Guðs húsi, heyri mikinn og fagran sálmasöng og hefi þar tækifæri til að láta mitt litla offur, eins og fá- tæka ekkjan forðum. Mjer voru gefnir 2 dalir á jólunum og læt jeg þá hjer í umslagið; get jeg ekki gert betra við þá en borga jólablaðið, sem mjer þótti svo ánægjulegt að fá, rjett í jólabyrjun. Hjer eru mjög »harðir timar«, atvinnuleysi og bjargarskortur og horfui ískyggilegar. Fólki er fækkað í skrifstofum, kaup lækkað og skattar hækkaðir. Börn og gamalmenni og heilar fjöl- skyldur hrúgast á stjórnarframfæri og margir einhleypir allslausir. Varla svo bágt á gamla Is- landi«. Rödd úr sveitinni. Úr brjefi til Bjarma: .....Þú vinnur þarft verk. Bjarmi sæll. Trúin er grund- völlur allrar menningar. Þjóðirnar eru villi- þjóðir, þangað til þær öðlast trúna. Ekk- ert, framar kristinni trú, getur komið fólk- inu í skilning uin það, hvað sjeu aðalatriði •og hvað aukaatriði lífsins og hvað sje sönn menning. Trúin ræktar siðferði og bræðraþel. Hver, sem stingur hendinni í sinn eigin barm, hlýtur að finna sannleik orðanna: »Alt sem þjer viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þjer og þeim gera«. Heilar þjóðir hafa liðið undir lok, vegna siðleysis, af því að þær vantaði trúna á Krist. Trúin veitir langt sjónarmið, frið og jafnvæg'i í hugsun. Hún aftrar æsku- manninum frá því, að skoða sjálfan sig sem mikilmenni, en það verður honum jafnan mest í veg'i fyrir því, að hann geti orðið menningu þjóðar sinnar að liði og' náð sigrum í lífinu, er sjeu einhvers virði. Deilur um höfuðatriði kristinnar kenn- ingar, eru mjer óskiljanlegar. Þær eiga upptök sín í skannnsýni manna og of miklu sjálfsáliti. Kristinn maður er best hæfur til starfs og sama gildir um þjóðfjelag. Það er gleðilegt að verða þess var, að vakningaralda virðist nú fara yfir heim- inn til eflingar kristninni. Verður hennar líka vart hjer á landi, svo sem sjá má í Bjarma og Prestafjelagsritinu. Guð blessi alla viðleitni manna í rjetta átt. Jeg er ekki í efa um, að messurnar, sem útvarp- að er frá Reykjavík, glæða trúna. Eink- um þar eð prestarnir í Rvík legg-ja sig fram um að flytja vel Guðs orð. Brjef dags. 15. febr. kom frá ölafi kristni- boða, er blaðið var fullsett. Vinnufriður og góð- ur árangur á stöðvum hans.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.