Bjarmi - 01.05.1932, Blaðsíða 3
BJARMI
67
En er hann nýlega las 1 not'sku blaði,
að sra Grimnes hefði dáið í febrúar í vet-
ur, 82 ára gamall, langar hann til að leggja
ofurlítið lauf á leiði hans, með því að
birta á íslensku það sem Wislöff prestur,
framkvæmdarstjóri heimatrúboðs Norð-
manna ritar um hann í »Fattig og rik«.
Mann skrifar:
»Bestu prestsskaparár sr. Grimnes voru
í Álasundi (um 1890). Hann kom þangað,
er öflug trúarvakning fór um þá borg og
alla Sunnmæri. Það var á starfsdögum
Páls Gerhards Sand:!:). Gamli, alvöru-
þrungni boðskapurinn um iðrun og aftur-
hvarf, frá dögum Gísla Johnsonar, próf-
essors, hafði bundið samviskur margra,
er leituðu, þunglyndir, en fundu ekki gleði
og frelsi fagnaðarerindisins. Pá kom prje-
dikunarmáti Róseníusar frá Svíþjóð og
lietti þunglyndinu, hjájpaði lögmálsþjón-
um til frelsis Guðs barna. Grimnes varð
sjálfur gagntekinn af þessari nýju fyll-
ingu og prjedikun hans bar þess vitni.
Hefir fáum prestum auðnast að njóta. svo
ávaxtaríkra preststarfa, í andlegum hrær-
ingum, sem honum þessi ár í Álasundi.
Kirkjan jafnan troðfull og sífeld vakn-
ing. Jafnframt var hann öruggur vin-
u.r ieikmannastarfsins. Hefir varla nokk-
ur prestur hlotið jafn alment traust trú-
aðra leikmanna vestan fjalls í Noregi,
sem hann. Þegar hann fluttist til Björg-
vin, var hann sjálfkjörinn formaður vest-
læga heimatrúboðsins, og var það lengi.
Þaðan fluttist hann til Skedsmo, sunnan-
lands. Heilsu hans fór hnignandi, en djúpi
og skýri evangeliski boðskapurinn var ó-
breyttur. Jeg heimsótti hann þar oft, einn-
ig eftir að hann var orðinn heilsulaus upp-
gjafaprestur, en kveðjur hans og hlý hand-
tök voru jafnt, sem fyrri, gott veganesti.
Nú er hann kominn heim.«
Hann var seinni hluta síöustu aldar meðal
kunnustu leikprjedikara Norðmanna. Af einu riti
hans, »Politik og Kristendom«, seldusl 60000
eint.
Endurminningar
heitir löngu grein í Heimskringlu eftir Frið-
rik Guðmundsson, sem bjó um hríð í Norður-
Þingeyjarsýslu, en fluttist vestur um haf fyrir
aldamót. Einn kaflinn rœðir um prestana, sem
höf. þekti, og er hjer birtur nokkur hluti hans,
til ihugunar unga fólkinu, en enginn dómur á
hann lagður. líitsij. Ujnrjua.
»Jeg þarf lítið eitt að minnast á embættis-
strafsemi prestanna yfir höfuð, til samanburð-
ar við það sem nú er algengast. Fyrir minn skiln-
ing og mlna lífsreynslu,, get jeg ekki veriö
])vi samþykkur að trúarlífi manna fari stöð-
ugt hnignandi. Gamlir menn þykja hafa trúar-
hnignuninni öfluga sönnun i því, hve kirkjan
var margfalt betur sótt á þeirra uppvaxtarárum.
IJetta segja þeir alveg satt. Jeg var orðinn fer-
tugur, þegar kirkjurnar fóru óðum að tæmast.
En þegar á að gera sjer grein fyrir sönnu trúar-
lífi, þá er nauðsynlegt að vita, hvað alþýðan
var að sækja I kirkjurnar, og þá kemur til að
minnast þess, sem prestarnir höfðu á boðstól-
um. Fyrst af öllu ætla jeg þó að kannast við
það, að ,jeg met það mikils, sem er að gjör-
ast innbyrðis með hverjum einstökum manni,
þegar hann er komihn samhliða öðrum I kirkj-
una. Pannig getur heyrnarlaus maður haft gagn
af að sækja kirkju, af því sætið I kirkjunni,
og myndir viðburðanna flytja hans eigin skiln-
ing upp í næstu tröppu. Það var alt að því und-
antekningarlaus regla, að prestarnir skrifuðu sín-
ar ræður, og jeg bíeti því hiklaust við, að eftir
að þeir höfðu verið prestar I tvö til þrjú ár,
þá reyndu margir þeirra ekki mikið á sig við
ræðusmíði. A leið frá kirkju heyrðist það löng-
um: vPetta var sama ræðan og hann hafði þenna
dag í fyrra.« Ræðan var kannske góð, og menn
sögðu, að gðð vísa væri ekki of oft kveðin, Ekki
nema fáir af öllum söfnuðinum veittu þessu
eftirtekt. En hvaðan koma lífæðar hinnar and-
legu framþróunar, ef presturinn er 25 til 40
ár á sama stað, og oftast með sömu tvær þrjár
ræðurnar, sama sunnudag á árinu? Önnur regla
var þaö, sem, samkvæmt minni eftirtekt, tak-
markaði prestana sem kennimenn. Peir álitu
eins og skylt, að legjgja út af guðspjalli eða
pistli dagsins, svo að ekki var til neins að flýja
í aðra kirkju, til að heyra annað efni útlistað.
Pað var þvi eingöngu aflsmunur á sama kaðl-
inurn. Jeg hefi aldrei verið prestahatari, heldur
hafa þeir þvert á móti flestallir verið mlnir
uppáhaldsmenn. Jeg er því ekki að niðra þeim,