Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1932, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.05.1932, Qupperneq 8
72 BJARMI heldur að segja eins og- minn skilningur ræður við minningarnar. Jeg gleymi því ekki, aö þess- ari embættisstarfsemi klerkanna má finna marg- ar afsakanir, máske fyrst prestaskólann og gjalc'- mátann til prestanna. F>að var raunar engin furða þó að prestarnir þyrftu að ganga um gólf. sjer til hita í helgidagablaejunni. Heimshyggjan sveikst ekki um að kemba, spinna vefa og þæfa til skjóls allar aðrar stundir. Jeg man undur vel eftir húsvitjun prestanna. Margir halda að þæi hafi verið kák eitt, og þær voru það, heiði setið við það eitt, sem prestinum ávanst meöan hann stóð við. En þýðingarmikið gildi fengu þær af tveiin ástæðum, að börnin vissu það og voru stöðugt niint á það, að presturinn kæmi bráðum að spyrja þau, og það hjelt þeim að verkinu, einkum metnaðartilfinningin, að reyn- ast ekki meira flón en hann þessi eða hún Jiessi. En allra mest gildi höfðu hósvitjanirn- ar upp úr því, að afinn eða amman, móðirin eða faðirinn, með öðrum orðum kærleikurinn til barnanna, var ávalt heyrandi í holti nær, þó honum væri ekki af prestinum boðið til sam- vinnu, og það var skilningur og dómgreind elsk- andi ástvina barnanna, sem aldrei í framtíð- inni uppgafst á að minna á og segja til og útskýra. Nó er jeg komin að þýðingarmiklu ^triði, sem allra síst má hlaupa athugalaust fram hjá, en það utanaðbókarlærdómur barnanna, á mínum æskuárum, og skal jeg strax taka það frain, að það er eina afturförin, sem jeg er sannfærðu. um að hafi átt sór stað á trúmálastarfsemi alþýðunnar, hvað lagst hefir niður að læra und- irstöðuatriði trúarinnar utan bókar. Það hefir löngum hrygt mig, hvað ekki einungis ungir prestar, heldur jafnvel gamlir, hafa haldið þeirri skoðun fram, að utanbókarlærdómur sje óþarfur, alt sé innifalið í því, aðvekja skilninginn, lesa meö barninu Petta hefi jeg reynt bæöi á sjálf- um mjer og öðrum, að er öldungis röng stað- hæfing. Barninu og unglingnum er ekki vaxinn sá skilningur, sem útheimtist til þess að skilja þýðingarmikið trúaratriði, fremur en ]iví er vax- iö afl til að lyfta þyngsta bagga á klakk. En barnið hefir hins vegar lært utan að og kann ]>að lengi, sem það lærði ungt, og þrítugur, fertugur, sextugur, er maðurinn að skilja sjer til fullkomlegs gagns, það sem hann lærði ungur utanbókar...... .... Pað er hverjum manni holt að þroskasl andlega viö yfirvegun æskunámsins, eiga sjálfir óhreyfða undirstöðusteinana, og geta bygt ofan á þá eftir því sem skilningurinn leyfir, og verða aldrei sekur um það að fylgjast með af hræsni.« Hvaðanæva. Krá 1»vskalandi. Síðran ríki og kirkja skildu, eflir ófriöinn mikla, hafa slaöið þar miklar deil- ur um kristindómskenslu skólanna. Vilja sum ]iýsku ríkin ý'mist útiloka eða takmarka hana mjög í öllum ríkisskólum. Hinsvegar hafa trú- aðir áhugamenn komiö á fót öflugum, kristileg- um foreldrafjelögum um alt landið, til að vernda kristindómskenslu barna, og kristileg kennara- fjelög stutt þau. f byrjun aprfl s. 1. hjeldu ])essi foreldrafjelög 10. ársþing sitt, í Potsdam, og sóttu það 500 fulltrúar undirdeildanna. Forseti þingsins, dr. Conzen, sagöi í inngangs- ræðu sinni: »Fjelagsskapur vor er stofnaður til b a r á t t u, hefir staðið 1 b a r á t t u og sjer ekki fram undan annað en b a r á t t u. - Bar- áttan er gegn öllum tilraunum til að gjöra skóla vora trúlausa. Kristnir foreldrar eiga heimtingu á ]>ví að skólarnir, sem þeir eru látn- ir styrkja, gjöri ekki börnin þeirra að guð- leysingjum.« Annar maður, dr. Schöffe, frá Hamborg, sagði m. a.: »Pjóð vor er nú á örlagaþrungnum tfma- mótum. Þjóðrækni og fagnaðarerindi eru mörg- um ókunn orðin og þjóðarglötun þar við dyr. En nú eru að verða straumhvörf. Fólkiö spyr um öruggar undirstöður, og þá má framtíðar skólinn ekki bregðast. Fagnaðarerindið og þjóð- ræknin verða að vera undirslööur hans. Besta endurbót skólans er að »evangelisera« skólann.« Krlstllega starfscinin, sem undanfarið hefir naft samkomur á Njálsgötu X í Rvík, hefir tek- ið sjer nafnið: Ileiinatrúlioð leikinanna, og er flutt í Vatnsslíg 3, í stóran og vistlegan sal á annari hæö. Ármann Eyjólfsson, skósmiður, veitir þessum samkomum forstöðu, eins og verið hefir. Eru þær þrjú' kvöld í viku og aðsókn að þeim hefir aukist stórum við árásir, sem gjörðar hafa verið gegn þeim í ræðu og riti undanfarið. einkum af Gunnari Benediktssyni. En hávaða- samt er þar stundum, þegar kommúnistar eru geslkomandi. Gömul og ný reynsla um öll kristin lönd sannar, að þá er alt sjálfboðastarf að trúmálum heillavænlegast, þegar prestar og leikmenn starfa saman I bróðerni. Vilji prest- arnir einir ráða öllu, draga leikmenn sig alveg I hlje, til tjóns öllu starfinu, en sneyði trúaðir leikmenn sig alveg hjá prestunum, verða úr starfi þeirra þröngsýnn sjerkredduflokkur fyr en varir, sem kirkju Krists er Iftill styrkur að. Útgefandi: S. Á. Gislason. Prentsmiðja Jóns Helffasonar.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.