Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1932, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.08.1932, Blaðsíða 1
Baráttan um börnin. Niðurl. Fáfræði og trúgirni halda, að vantrúin sje frjálslynd, og láta narra sig til að kalla þá »frjálslynda«, sem fáu eða engu trúa um Drottinn himnanna og opinberun hans. En sanneikurinn er sá, að vantrúin gagn- vart Guði er oftast nær ófrjálslyndari, en hver meðal ofsatrúarprjedikari, og þar að auki miklui hjátrúarfyllri. Og hjá komm- únistum er trúarhatrið undirrót hins á- kafasta ófrjálslyndis, sem sagan þekkir. Pað er nærri því spaugilegt, að sjá kommúnistablaðið íslenska klappa fyrir kennurum, sem segja, að hvorki stjórnar- völd nje einstaklingar hafi rjett til að hluitast til um persónulegar skoðanir þeirra í trúmálum. Þeir hefðu fengið laglega of- anígjöf, bæði kennararaþingið og »klapp- endur« þess, ef þeir hefðu verið í Rúss- landi, fyrir annað eins. Lunacharsky, fyrv. uppeldismálaráð- herra, aðvaraði trúhneigða kennara, sem hann taldi þá vera uim 30—40% af kenn- arastjett Rússlands, á þessa leið: »Trúaður kennari í soviet-skóla er fráleit sjálfsmót- sögn, og uppeldismáladeildinni er skylt. að nota hvert tækifæri til að koma þeim kenn- urum frá og setja aðra, andvíga trúar- brögðunum, í þeirra stað.«:i:) *) Hjer þýtt úr bókinni: The Challenge of Nú kostar það Síben'u-útlegð eða líflát að kenna börnum kristindóm, víða í Rúss- andi. Jeg gat þess í fyrri hluta þessarar grein- ar, að það væri meira en von, að kristna foreldra hrylti við, að trúa kommúnist- iskum kennurum fyrir börnum sínum, því að þar færi saman trúarhatur og ókristi- legir siðit. Menn trúa því varla í fyrstu, hvað allt siöferðislegt viðhorf er ólíkt hjá kommún- istum og öðru fólki. — En hjer er sýnis- horn þess, hvernig þeir breyta boðorðun- um.**): Pú skalt ekki halda hvíldardaginn heilagan. Til ]>ess aö fá því framgengt, er 6. hver dagur »hvíldardagur«, og hvíldardagur mismunandi við ólfka vinnu, svo að »fjölskyldan« verði ekki sam- ferða í kirkju, ef einhver skyldi vera með þann »óþarfa«. »Heiðra skalt þú föður þinn og móður«. — Nei, fjarri því. Vjer segjum æskulýðnum að heiðra þá l'eður eina, sem fylgja öreigastefnunni og vinna kappsamlega að hagsmunamálum henn- Russia, by Sherwood Eddy, (stúdentaleiðtogann mikla), London 1931, bls 175. Eftirfarandi kafli er þýddur úr þýskri bök, »Die Vernichtung Gottes«, eftir Leopold Pohl, 5. útg., Berlin 1931, bls 28 og 29. En hún tekur þessar umsagnir úr kommúnistaritunum: »Die junge Garde«, »Das Leben des Komsomol«, Sammlungen von Aufsátzen ... og Lenin und die Jugend, alt gefið út af ríkisforlaginu 1 Moskva 1927.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.