Bjarmi - 01.08.1932, Blaðsíða 10
122
BJARMI
Vestan um haf.
Kirkjufjelag lúteskra landa vorra vest-
an hafs hjelt 48. ársþing sitt í Winnipeg
16. til 21. júní. Söfnuðir þess eru 54. en
safnaðarfólk 8393 samtals (árið áður 8390)
þar af 5960 fermdir og 2433 ófermdir.
Altarisgestir árið 1931 voru 2422 (á,rið áð-
ur 2345). Guðsþjónustur 948. Prestar
kirkjufjelagsins eru taldir 16, en sumir
þeirra, t. d. kristniboðinn, sr. Steingrímur
faðir hans, Marteinn Rumólfsson, skólastj.,
og Pjctur Hjálmsson o. fl. hafa enga fasta
söfnuði. Sunnudagaskólar voru 36 (áður
34), að þeim starfa um 250 manns, og
eru sóttir af um 2500 börnum. Ungmenna-
fjelög safnaðanna eru 11 og meðlimir
þeirra 735. Eignir safnaðanna eru taldar
242816 dollarar, en fje notað í safnaðar-
þarfir á árinu 30905 dollarar (var árið
áður 32811 dollarar).
Elliheimilið Betel á Gimli, sem kirkju-
fjelagið sjer um, er alskipað, vistmenn
eru 55, konur 32 og karlar 23.
Jóns Bjarnasonar skóli, sem nú er 19
ára gamall, hefir gengið vel, þrátt fyrir
alla kreppu, er aðsókn mikil og fjármál
hans sæmileg. Tekjuhalli ársins einir 600
dollarar.
Lögberg segir svo frá kirkjuþinginu
m. a.:
»Þingið var sett með hátíðlegri guðs-
þjónustu í Fyrstu lúthersku kirkju á
fimtudagskvöldið sem leið, 16. júní. Dr.
Björn B. Jónsson stýrði guðsþjónustunni;
sr. Haraldur Sigmar prjedikaði, en for-
seti kirkjufjelagsins, sr. K. K. Olafson,
setti þingið.« — Svo voru starfsfundir
níestu daga.
»Á sunnudaginn fóru fram tvær guðs-
þjónustur í kirkjunni og voru báðar fjöl-
sóttar og hátíðlegar. Fyrri guðsþjónustan,
kl. 11 f. h., fór fram á ensku, eins og vana-
lega í Fyrstu lúthersku kirkju. Heima-
presturinn, dr. Björn B. Jónsson, stýrði
guðsþjónustunni, en sr. E. H. Fáfnis prje-
dikaði. Kveldguðsþjónustan fór fram á ís-
lensku. Henni stýrði sr. N. S. Thorlaks-
son, en sr. K. K. Olafson steig í stólinn.
Við þá guðsþjónustu fór fram prestsvígsla,
sem framkvæmd var af forseta með aðstoð
ellefu annara presta. Sá, sem vígður var,
er Jóhann Friöriksson, sem í vor útskrif-
aðist af lútherskum prestaskóla í Seattle,
Wash. Sr. Jóhann Bjarnson las æfisögu
hins unga manns og sömuleiðis köllunar-
brjef til hans frá kirkjufjelaginu, þar
hann er kallaður til fjögra mánaða starfs,
sem heimatrúboðsprestur. IJefir hann tek-
iö þeirri köllun. Sr. Jóhann Friðriksson er
efnilegur, ungur maður og má mikils góðs
af honum vænta.
Á laugardagskvöldið var hinn vanalegi
trúmálafundur þingsins haldinn. Flutti sr.
Jóhann Friðriksson þar aðal ræðuna, en
nokkrir aðrir tóku til máls.
Á mánudagskvöldið flutti trúboðinn, sr.
S. O. Thorlaksson, erindi um heiðingjatrú-
boð. ■— Þinginu var slitið á þriðjudag.
En kirkjuþingið hefir ekki verið ein-
tómar guðsþjónustur og starfsfundir.
Fyrsti lútherski söfnuður hefir reynt að
gera kirkjuþingsfólkinu komuna til Winni-
peg eins þægilega og ánægjulega, eins og
kostur hefir verið á. Á föstudagskvöldið
hjeldu söngflokkar safnaðarins samsöng í
kirkjunni. Tókst hann ágætlega og var
öllum hinum mörgu, sem þar voru við-
staddir, til mikillar ánægju. Á laugardags-
kvöldið veittu kvenfjelög safnaðarins
kirkjuþingsfólkinu mjög rausnarlega mál-
tíð í samkomusal kirkjunnar. Og á sunnu-
dagskvöldið eftir messu, buðu þau dr. og
Mrs. Björn B. Jónsson öllum kirkjuþings-
mönnum og gestum heim til sín. Var það
samkvæmi fjölment mjög og einstaklega
ánægjulegt í alla staði.
Sr. Kristinn K. Olafson og sr. Jóhann
Bjarnason voru endurkosnir forseti og
skrifari, en hr. S. O. Bjerring fjehirðir.
Þingið sóttu 63 fulltrúar, þar af voru 12
prestar.