Bjarmi - 01.09.1932, Side 12
134
BJARMI
Þessa þrjá sálma Masidhams, sem þýdd-
ir hafa verið, ,mætti kalla:
1. »Jesús, hinn leitandi ,hirðir.«
2. »Jesús, hinn eini frelsari mannanna.«
3. Jesús, hinn óbrigðuli vinur.«
Hjer fer á eftir þýðing á sálmunum í
óbundnu máli. Fyrsti sálmurinn er ortur
út af orðunum: »Því að mannssonurinn
er kominn til að leita að hinu týnda og
frelsa það.« (Lúk. 19, 10.):
ó, Kristur, konungur vor, þú komst til vor
tii að elska oss og frelsa og hjálp að færa.
Um náðarnafn þitt viljum vjer syngja.
ó, Drottinn, dýrð sje ])jer!
ó, guðdómlegi frelsari, vjer vorum týndir
og I mestri fyrirlitningu hafðir af öllum,
þú komst að bjarga oss, himneski gestvinur.
6, Drottinn, dýrð sje þjer!
Yndisleg eru heimilin, þar sem við dveljum nú,
inndæl fæðan, sem þú gefur oss á hverjum degi,
inndælast er ])ó, að fá ávalt að heyra röddina þína.
ó, Drottinn, dýrð sje þjer!
V'jer leituðum þín ekki, ástrlki Drottinn,
þú leilaðir að oss, sem alla aðra hrylti við,
leiddir oss úr villu með orði þínu.
ó, Drottinn, dýrð sje þjer!
Enn ertu að kalla menn með orði þínu,
til þess að þeir megi fagna fullu frelsi ])ínu,
6, að þeir vildu allir kjósa viturlega!
ó, Drottinn, dýrð sje þjer!
Masidham biður, að allir megi að fótum þjer
finna hjálpræðið yndislega '
og að allir megi hittast á himni að lokum.
ö, Drottinn, dýrð sje þjer!
Annar sálmurinn er ortur út af orðun-
um: »Og ekki er hjálpræðið í neinum öðr-
um, því að eigi er heldur annað nafn und-
ir himninum, er menn kunna að nefna,
er oss sje ætlað fyrir hólpnum að verða.«
(Post. 4, 12.):'
Hver getur frelsað, sem fornar sagnir segja frá?
Hver er sá syndari, er geti frelsað?
Getur Ram það hinn vitri eða Lakshman hinn
hrausti
eða Raban, sem stal hinni yndisfögru Sita?
Jesús einn er frelsari mannanna,
Jesús einn getur frelsað.
Brahma og Dishtu og Síva hinn voldugi
hver af þeim getur frelsað?
Getum vjer nokkurn tíma trúað á þá
þar sem enginn þeirra lagði lífið t sölurnar fyrir
oss?
Jesús einn er frelsari mannanna,
Jesús einn getur frelsað.
Jesús yfirgaf hið himneska hásæti sitt
og dvaldi hjer á jörðu meðal manna,
varð í öllu lífi sxnu lil að friðþægja fyrir syndir
manna,
og lagöi sjálfan sig I sölurnar til að veita ]>eim
frið.
Jesús einn er frelsari mannanna,
Jesús einn getur frelsað.
Ilann þoldi á grimdarfullum krossi
kvöl, sorg og dauöa fyrir þig.
Mikið var það, sem hinn ástríki Drottinn missti,
en meira var þíið miklu, sem syndarinn öðlaðist!
Jesús einn er frelsari mannanna,
Jesús einn getur frelsað.
Þriðji sálmurinn er ortur út af orðun-
um: »Vinur tollheimtumanna og syndara.«
(Matt. 11, 19.):
Pegar jeg var týndur I myrkrinu
og vissi eigi, hvert jeg skyldi snúa mjer,
sjúkur af hryllilegri veiki,
])á grilti jeg ljósið þitt.
ó, kæri Jesús, vinur lífs mtns,
vinur lífs mfns, stattu hjá mjer!
Pegar jeg kom inn í ljósið þitt,
þá öðlaðist jeg styrk og frið.
Þú veittir mjer sæla lausn
frá hinum ógurlegu herskörum myrkranna.
ó, kæri Jesús, o. s. frv.
Pegar hinn dökki vængur dauðans skyggir á mig'
og jarðneskir vinir geta enga björg mjer veitt,
enginn getur á þeirri stundu
ráðist á skjólið, sem þúí veitii- mjer.
ó, kæri Jesús, o. s. frv.
ó, sál mín, vertu hyggin og höndla
þú hinn frelsandi og særða Drottin.
ó, Masidham, gakk þú fram með honum,
ti! að vaða móðu dauðans!
ó, kæri Jesús, vinur lífs míns,
vinur iífs mfns, stattu hjá mjer!
A. Donald Miller í »The Iiídia/n
W itness«.
Bjarni -Jónsson, lcennari, þfjddi.