Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1932, Síða 3

Bjarmi - 15.10.1932, Síða 3
BJARMI 155 Pá segir dócentinn, að jeg hafi hallað niáli, með því að taka ekki nema einn kafla úr bókinni, og kemur aftur með lík- inguna af trjenu í því sambandi. Jeg næri nú í sjálfu sjer fús til þess að taka fleiri kafla úr H. til birtingar, en hefi, því miður, hvorki tíma nje blaðrúm til þess, enda tel jeg þess enga þörf. En að því er líkinguna snertir, þá verð jeg nú að segja það, að mjer finst hún ekki sannfærandi. Því að það vita allir, að enda þótt rótin sje ekki allt trjeð, þá má nokk- uð af henni ráða, hvernig trjeð verður. IJpp af illgresisrót getur alls ekki sprott- ið vínviður. Ekki veit jeg, hvar jeg sagði það í grein minni, að »öll orð Gamla testamentisins sjeu runnin frá sama þroskasfcigi trúarinn- ar.« Pað er algjört Bessa-leyfi, sem dóc. tekur sjer, að leggja mjer þau orð í munn eða eigna mjer þá skoðun. Og að taka sjer Bessa-leyfi, hefir aldrei þótt vísindalegt. Ekki er mjer held.ur ljóst, við hvað dócentinn á, er hann talar um það, að hann hafi enga kenslubók fundið, sem hjeldi því fram, að englar hefðui »í raun og veru« komið niður stigann, sem Jakob dreymdi í Betel. Hver skyldi hafa háldið því fram? Önnur atriði greinarinnar læt jeg liggja á milli hluta. Jeg vona, að lesendum »Bjarma« sje nú orðið það ljóst, að þaö er fylsta ástæða til að vera á verði gegn allri þeirri villu, sem kend er í guðfræðideild Háskólans. I góðu tómi væri ástæða til að athuga það nánar. Pað er sannmæli, sem afneitunarguð- fræðingur einn sagði fyrir nokkrum árum: »Háskólinn skilur okkuir eftir í kviksyndi. Pað er aðeins um tvent fyrir okkur að gera. Annaðlivort að snúa aftur til sama lands.. Eða, að reyna að komast yfir um. Jeg vel síðari kostinn.« Hann varð op- inber guðsafneitari. — ----—«•>€><•*--- Trúmálafundur. Sunnudaginn 14. ágúst 1932 var, að til- hlutun Prestafjelagsdeildarinnar »Guð- brandsdeild«, hald.inn trúmálafundur að Miklabæ í Skagafirði. Hófst hann með guðsþjónustugjörð og prjedikaði sr. Gunnar Arnason, frá Skútu- stöðum. Texti I. Kor. 15, 1—11. Allir prest- arnir voru til altaris, og voru það þessir: Vígslubiskup sr. Hálfdán Guðjónsson, Sauðárkróki, prófastur sr. Björn Stefáns- son, Auðkúlu, sr. Lárus Arnórsson, Mikla- bæ, sr. Tryggvi Kvaran, Mælifelli, sr. Hall- grímur Thorlacius, Glaumbæ, sr. Arnór Árnason,, Hvammi, sr. Guðbrandur Björns- son, Viðvík, sr. Helgi Konráðsson, Hösk- uldsstöðum, sr. Porsteinn Gíslason, Stein- nesi, sr. Pálmi Þóroddsson, Hofsós, sr. Gunnar Árnason, frá Skútustöðum, Æsu- stöðum. Eftir guðsþjónustuna var 10 mínútna hljp. Pá hófst umræðufundur. Fundarstjóri var tilnefndur vígslubiskup sr. Hálfdán Guðjónsson, en fundarritari sr. Gunnar Árnason, frá Skútustöðum. Fyrst var sunginn sálmurinn: Lýs milda ljós. Þá var tekið fyrir fyrsta málið á dag- skrá: Kristileg uppfrœðing œskulýðsins. Hjelt fyrst vígslubiskup sr. Hálfdán Guðjónsson inngangserindi, er nefndist: Foreldrar, kennarar og börn. Strax á eftir hjelt sr. Ilelgi Konráðsson annað erindi, er nefndist: Kirkjan og börnin. Þá hófust umræður. Til máls tóku: Sr. Pálmi Þóróddsson, sr. Gunnar Árnason, sr. Lárus Arnórsson, frú Ingibjörg Jóhanns- dóttir, kennari, sr. Þorsteinn Gíslason, sr. Guðbrandur Björnsson, sr. Arnór Árnason, sr. llelgi Konráðsson, sr. Tryggvi H. Kvar- an, Magnús Gíslason, Vöglum,, Gísli Gott- skálksson, kennari, Margrjet Rögnvalds- dóttir, sr. Hálfdán Guðjónsson, vígslu- biskup., Hnigu allar raddir í þá átt, að

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.