Bjarmi - 15.10.1932, Page 6
158
BJARMI
irnar, verður það ofan á, að sú prjedikun
er sumstaðar mest eftirsótt, sem ekki er
trúarlegs eðlis — mest virði talin, ef hún
seílist inn á önnur svið mannlífsins, svo
sem vísindi, skáldskap, fjelagsmál eða
heimsspeki.« .... »Um leið og kristnar
guðsþjónustur eru hvorki lofgjörðar nje
bænarsamkomur,, heldur aðeins samkom-
Ur til fræðslu og skemtunar, verður ekki
sjeð, að kirkjan hafi neitt sjerhlutverk í
lífi þjóðarinnar.«
Á hinn bóginn skrifar einn yngstu prest-
anna, sr. Jón Auðuns í Hafnarfirði:
»Bæði þar (í biskupakirkjunni ensku)
og með hákirkjusinnunum þýsku, og raun-
ar allstaðai- þar sem »litúrgisk« alvara er
mest, l'er sívaxandi lotning fyrir sakra-
mentunum, lotning og trúarleg alvara,
sem, a. m. k. á Þýskalandi, birtist sem
afturkast gegn því hirðuleysi, sem alda-
mótaguðfræðin (hjer nefnd í elli sinni ný-
guðfræði) hlaut samkvæmt eðli sínui að
sýna sakramentum. kirkjunnar« (Bls. 147).
»Framtíðar guðsþjónusta ísl. kirkjumn-
ar á að verða trúarlegt listaverk bygt ut-
an um meginhugtök kristninnar: synd og
náð; hún á að verða ljóðaljóð um fyrir-
gefandi kærleika Guðs; úr djúpi sektar-
meðvitundar og syndajátningar, í gegn um
hina sígildu bæn einfaídleikans: »Drottinn,
miskunna þú oss!«, á hún að leiða söfnuð-
inn til að lofsyng'ja Kærleikann.« (Bls.
155).
Enda þótt Bjarmi sje ekki eins mikill
helgisiðavinur og sr. J. A., er hann inni-
lega samþykkur þessum ummælum hans.
Hefðu prestar vorir alment boöað greini-
lega synd og náð, bæði í ræðum sínum,
ritum og helgisiðum, mundi naumast svo
hafa farið, sem sr. Kn. A. talar um hjer
að framan.
Eftir aldamótin kváðust sumir »ki,rkju-
vinir« vilja hefja veg hennar með því,
að gjöra hana að fræðslustofnun um alls-
konar trúarleg og heimspekileg nýmæli —
en það gátu aðrir gjört eins vel og »kirkj-
an« — og nú eru »vinirnir« farnir að reka
sig á afleiðingarnar.
------■•><» <«-----
Fr.'i Lohses Forlag, Köbenhavn:
Dogjuernc og dct inotlerne Mcniieskc heitir
erindi eftir Fuglsang-Damgaard, dr. theól. (24
bls., verö 50 aur.). Höfundurinn er ungur og
einkar efnilegur hðskólakennari í Höfn og er-
indiö ágætt; þótt byrjun þess snú.ist uni dönsk
málefni, þá er meginmálið »um trúarsetningar
og nútímamanninn« svo alment, að ritiö ætti skil-
iö aö komast á íslensku.
I’aa Sjgoseiigen, hugvekjur fyrir sjúklinga út
af Jobsbók, meö myndum. Höfundur, H. 1. F. C.
Matthiesen, góökunnur prestur danskur.
Daabshriitlrene, saga frá fyrstu tfmum kristn-
innar á Norðurlöndum, eftir Axel Moe, 172 bls.,
v. í b. 2,50 kr.
Iloii hciiimcllghedsfuldc .liingle, eflir lt. J.
MeGregor, 152 bls., v. i b. 2,50 kr.
Fjekk sú bók fyrstu verðlaun, sem besta
drengjabók, hjá >.United Council for Missionary
Education« í London.
l’ræstens Drenge, eftir Annie Berglund, 172
bls., v. i b. 2,50 kr.
Allar þessar þrjár sögur eru ætlaðar ungling-
um, eru þær með mörgum myndum og ódýrar.
Frá Lutherstiftelsen, Oslo:
11nn er lier, eftir Ch. M. Sheldon, 112 bls.,
v. 4,50 kr.
40 ár eru síðan dr. Sheldon skrifaði söguna:
í fótspor hans«, hefir hún síöan komiö út á
25 tungumálum i 50 löndum og eintakafjöldinn
um 20 milljónir alls. Sýnir það dável, hvort 20.
aldar menn lesa ekki kristilegar bækur, eins
og sumir halda. Pessi bók Sheldons er í sama
anda og sniði, en er þó eiginlega aö vissu leyti
margar smásögur um heimsóknir Krists til ýmsra
manna. Prestur, sem er að gefast upp við
prestsstörfin, frægur skurölæknir, rithöfundur,
2 stúdentar, þingmaður, kenslukona, óþolinmóð
húsmóðir, háskólakennari í heimspeki, efnalítill
bóndi, flotaforingi, verkakona, atvinnuleysingi,
allt þetta fólk fær óvæntan gest, sem talar
viö þaö og breytir við það, »eins og ]iað væri
Jesús sjálfur,« finst þvl sjálfu á eftir.
Álitamál er, hvort rjett sje að leggja Kristi
orð í munn um nútfma málefni. — En eins og
fyrri bókin vakti margan til að íhuga: »Hvað
mundi Kristur gjöra í mlnum sporum?«, þá ætti
Framh. á bls. 160.