Bjarmi - 01.03.1934, Qupperneq 4
34
BJARMI
mörgum til falls og að snöru. Lífshreyfing
sú, sem boðun orðsins vekur og játning
trúarinnar á Jesúm Krist, frelsara vorn,
verður til að færa þá fjær Kristi, sem sjálf-
rjettlátir eru, færir þá nær mannglötun-
inni, af því að þeir vilja ekki trúa, að Jesús
einn sé vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Pessi alvarlega afstaða mannanna við
Krist og fagnaðarerindi hans, er fyrir trú-
aða menn, eins og sverð, sorgarsverð, nísti
hjarta þeirra.
Móðir Jesú fann þenna ægilega sársauka,
er hún stóð undir krossi sonar síns og
heyrði háðglósur hinna »rjettlátu« Farísea
dynja yfir hann, þar sem hann hékk í óum-
ræðilega sárri pínu. Þá var sem kjallara-
hleranum væri lyft upp og hugsunum
margra hjartna væri slept út og leidd
í ljós djúp ósvífni og hatur gegn Guði,
sem enginn hafði áður minnsta grun um.
Það voru trúhneigðu mennirnir, sem á
þeim degi sneru út sinni innri hlið.
Þeir eru margir, sem helst vilja frið-
samlegan og þjóðlegan kristindóm, sem
ekki skorar á menn til baráttu eða and-
mæla gegn sjer; þeir vilja hafa kristin-
dóm sem hjálpar fólkinu til að koma auga
á hið góða hjá mönnunum; sje nú lögð öll
alúð við þess manngæði, þá geti menn orð-
ið góðir og vandaðir kristnir menn og kon-
ur. — Ó, hve þá verður gaman að lifa,
segja menn. En — ekki er minnst einu
orði á, að rýma þurfi burtu hinu illa úr
fari manna. Þeir telja víst, að það hverfi
sjálfkrafa. Enginn á að segja til syndanna.
Og svo sefur vantrúin vært með allan
sinn fjandskap gegn Guði og fyrirlitningu
á Kristi, alveg eins og spámaðurinn Jónas
forðum í neðsta rúminu í skipinu.
ITvernig er það nú með mig og með þig,
kæri vinur, sem orð mín heyrir. 1 okkur
báðum hefir búið þetta hættulegasta og
versta. Erum við þá búnir að sjá það og
varpa frá oss vantrúnni á son Guðs og
höfum vjer í þess stað, fyrir áhrif heilags
anda, tekið barnið heilaga í fang sem vora
einu huggun, hið eina hjálpræði vort og
allra lýða, eins og Símeon gerði forðum?
Höfum vjer sem köllum oss trúaða,
orðið þess varir, að það er vantrú vor,
sem veldur því, að vjer erum svo skammt
á veg komnir. Er oss orðið Ijóst þetta
orð Jesú, sem hann talaði til Mörtu:
»Ef þú trúir, muntu sjá dýrð Guðs.«
Guð styrki vora veiku, bai-nslegu trú með
anda sínum, svo vjer hneykslumst aldrei
á Kristi, heldur trúum æ meira og inni-
legar á hann; hann sætir aldrei neinum
andmælum af vinum sínum, af því þeir
hafa reynt, hver hann er.
Pú ert allt, seni þarf jeg, Kristur,
þig ef fæ jeg, allt jeg hlýt;
jeg' er stríðum stormi hristur,
stenst þó, ef þíns liðs jeg nýt.
Auman þjón ei yfirgefðu,
örmum náðar fast mig vefðu,
leið mig svo t lífshöfn inn
loks í dauða, Jesú minn. g /,
Eilíf útskúfun.*)
Eftir ungan námsmann,
Niðurlag.
Þannig er þá þessari kenning ekki fylgt
af vanhugsuðu máli heldur þvert á 'móti.
Hver er sá, er leiki sér að að kasta fram
slíkri kenning, fyrir mannssálir sem eiga
í örvæntingarfullri baráttu, ;in þess að
hann trúi henni sjálfur? Yei þeim manni
er slíkt gerir því hann kallar yfir sjálf-
an sig sama dóm. Ég veit af mörgum sem
trúa, en ég segi ekki að þeir skilji kenn-
inguna til fullnustu en það gera afneitarar
hennar ekki heldur. Að því dýpsta í kenn-
ingunni megnar aldrei nokkur maður að
komast hve mikil »nánari umhugsun« sem
er við höfð. Hún er, eins og svo margt ann-
að í kristindóminum, leyndardómur sem
ekki opinberast fyr en »Kristur vort líf
te
*) f síðastu tbl. stóð; Eilíf glötun, en átti að
standa: Eilíf útskúfun.