Bjarmi - 01.03.1934, Page 6
36
BJARMI
situr á svikráðum við það hið sanna líf.
Þeir sem hafna útskúfunarkenningunni.
virðast ganga út frá því, að þeir sem trúa
henni, hugsi sjer Guð sem einhverja offors-
reiða persónu, sem í einskonar »hefnigirni«
yfir syndinni varpi syndaranum í glötun.
Nei, kenning kristindómsins byggist á því
að baráttan milli Guðs og þess illa knýr
manninn til að taka afstöðu hvoru megin
hann vill vera bæði þessa heims og annars.
Þetta er kenning sú sem kristindómur
inn kenndi og kennir, og getur alls ekki
samrýmst skoðunum þeirra sem loka aug
unum fyrir því að til sé eilíf afleiðing af
vali manna gagnvart eilífa lífinu.
Um það, sem þeir, er kallaðir eru »gáfna-
menn« og »víðsýnishetjur« þjóðarinnar.
segja, að aldrei takist að sannfæra Islena-
inga um þetta atriði, má segja að þessir
menn kalla yfir sig og inniloka sig í vers
það, sem Stefán píslarvottur sagði í Posl:.
7, 51: Þjer harðsvíraðir og óumskornir á
hjörtum og e.vrum þjer standið ávalt gegn
heilögum anda, þjer eins og feður yðar.
Sigurður Ingjaldsson
frá Balaskar&i, fæddur 10. apríl árið 1845,
andaðist vestur á Gimli annan jóladag s. 1. Hann
fluttist vestur um haf með konu sinni, Margrjeti
Kristjánsdóttur árið 1887, og bjuggu þau að Gimli
uns hún andaðist 1908. Eftir það var Sigurður
oftast einbúi (»baslari«), i litlu húsi á Gimli,
en átti þó fjölda vina fjœr og nær meðal landa
sinna.
f einbýlinu tók hann að fást við ritstörf og
ritaði æfisögu sína í 3 bindum og »Gísla þátt
Brandsonar«. Eru tvö fyrri bindi æfisögunnar og
Gísla þáttur Brandsonar full af ýmsum fróðleik
um ferðalög og daglegt líf alþýðumanna seinni
hluta sfðustu aldar,
Sra Jóhann Bjarnason á Gimli segir meðal ann-
ars svo um Sigurð heitinn í minningarorðum
í tögberg 18. jan. s. 1.:
»Aðaltilefiiið að hann skrifar æfisöguna er að
bera persónulegt vitni um kraft og blessun kristi-
legrar trúar og sigurafl bænarinnar í Jesú nafni.
An þessa mikla tilefnis taldi hann sig naum-
ast geta rjettlætt þann tilkostnað, er æfisagan
hafði í för með sjer«.
»Sigurður lá enga banalegu. Hafði verið ofur-
lítið lasinn á annan í jólum. Hafði lagt sig fyrir
f rúmi sfnu að kvöldi og var andaður þegar að
var komið«.
Með Sigurði Ingjaldssyni burtkölluðum er horf-
inn sá maður er margreynt hafði ágæti og kraft
kristilegrar trúar, og lifði hvern dag í blessunar-
rfku samfjelagi við Krist, frelsara mannanna og
sóttist stöðugt eftir ljósi og leiðslu Heilags Anda.
Fann hann þar alla huggun og blessun er manns-
andinn jafnan þráir.«
Undirritaður, sem átti brjefaskifti við Sigurð
heitinn undanfarin 20 ár, getur borið vitni um
að þessi ummæli sóknarprests hans eru alveg
sönn. *
S. Á. Gíslnson.
-----
Alfaðirinn andans strauma
útsendir í tóman geym
og með ljössins fossa flauma
fyllir okkar sjónarheim
er vera skal vor vagga og skóli
uns vjer til Drottins hverfum heim.
Ilnlldór Bjnriiai'son
frá Prestshólum.
Gjafir til kristnilioðs: 25 kr. frá I. Bd. til
Hallgrímskirkju 5 kr. sama; Bjarma 5 kr. sama.
Leiðrjetting. Móðurætt Hildar sál. Bóásdótlur.
er ekki rjett rakin í jan.bl. Bjarma þ. á. Sigur-
björg móðir Hildar var bróðurdóttir frú Krist-
rúnar Jónsd., frá Grenjaðarstað, konu sra Hall-
gríms pröfasts á Kolfreyjustað.
Ársþing Kristiilboðsfjeliigannn veröur 9.- -11.
júnf í vor. Fjelög innan Sambandsins mega senda
1 fulltrúa fyrir hverja 10 meðlimi, þó ekkert
fjelag fleiri en 5. Styrktarfjelög, sem árlega
senda gjafir í Sambandssjóð, mega senda 2 full-
trúa hvert. Prestar eða aðrir kristniboðsvinir,
sem búa nærri þjóðvegi milli Akureyrar og
Reykjavíkur ættu að láta Sambandsstjórnina
vita, ef þeir óska að fulltrúar að sunnan flytji
erindi í kirkju þeirra á norður- eða suðurleið.
Blaðsíðutalið 1 febrúarblaðinu var rangt, átti
að byi'ja á 15 bls. og enda á 30 bls,