Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1934, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.03.1934, Qupperneq 8
38 BJARMI K. F. U. M. íi ísaíirrti hélt 1. árs afmæli sitt t, jan. síðastl. Uað var stofnað með 19 fermingar- drengjum; nú eru meðlimir rúmir 60 á aldrinum 12 til 17 ára. Fundurinn var haldinn í kirkjunni. Töluðu þar framkvæmdarstjóri, formaður og nokkrir aðrir úr stjórninni. Fundurinn fór vel fram, ekki hægt að sjá eða heyra annað en þar væru fullorðnir menn, og ánægjulegt var þegar allir drengirnir fóru upp að altarinu, krupu þar í bæn þakkandi konungi sínum og leiðtoga fyrir handleiðslu hans á liðnu ári. Eftir fundinn var kaffidrykkja 1 einu samkomuhúsi bæjarins. Par var sungið og ræður fluttar. Það virtist vera mik- ill trúaráhugi hjá þessum ungu vinum, þeir virð- ast keppa að því að lifa þannig að allir geti sjeð hverjum þeir þjóna. Sjera Sigurgeir pró- fastur er framkvæmdarstjóri og leiðbeinandi, en stjórn skipa eldri drengirnir. Það er bæði aðal- stjórn og varastjórn og yfirleitt er starfið látið lenda sem mest á félögunum eftir þroska þeirra. Góð gjöf var fjelaginu gefin á afmælinu, það var biblía; nokkur heillaskeyti fjekk það og jeg var gestur fjelagsins á þessum fundi og vil nota tækifærið til þess að þakka bæði stjórninni og fjelögunum fyrir þá gleðirlku stund, sem þeir veittu mjer. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði en það sem mest stendur fyrir framförum er húsnæðis- leysið, — verður að lifa á bónbjörgum með það. En mikill áhugi er fyrir því að koma upp húsi sjóður dálltill er til og svo ætla drengirnir sjálf- ir að fara að grafa fyrir grunni með vorinu, svo vonandi verður ekki langt þar til þeir hafa kom- ið sjer upp húsi. Trúna virðist ekki vanta á að það verði hægt, með Guðs hjálp. Það er gleði- legt, á þessum tímum, þegar fermingarbörn koma til prestsins síns og biðja hann að hjálpa sjer til að mynda fjelagsskap, sem hafi það markmið að lifa fyrir Jesú og málefni hans. Það gerðú þessir drengir, og hvernig fjelagið hefur blómgast sýnir að þeim hafi verið alvara. Jeg vildi óska þess að þessir ungu vinir yrðu mörgum drengjum til fyrirmyndar, vildi óska að tala unglinganna, sem af hjarta vilja ])jóna frelsaranum, marg- faldaðist. Nú er útlit fyrir að það verði að gera út um það 1 alvöru, hver á að vera leiðtogi vor, nú er mikið gert til þess að rífa alla guðstrú úr hjörtum fólks; nú nálgast sá tími er flokkarnir skiftast. Jesú blessi alla þá sem játa trú sína. Vinir hans þurfa engu að kvíða, hann tekur þá í sína vernd. K. F. U. M. á að vera herlið hans, sem fylgir honum trúlega, og vinnur að því að leiðbeina fólki til hans. Eilífur Guð hjálpi öllum, sem vilja reyna að lifa Jesú og vinna eftir boði hans. Guð blessi þessa drengi og hjálpi þeim til að vera trúir liðsmenn, veiti þeim kraft til að standa stöðugir í trúnni á Jesú. Guðjón Sigurðsson, vjelstjóri. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.