Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1934, Side 1

Bjarmi - 01.12.1934, Side 1
Á jólunum. »Jeg hefi þó skipað konung minn á Zíon, fjallið helga«. Jeg vil kunn- gjöra það, sem ákveðið er: Drottinn sagði við mig: »Þú ert sonur rninn, jeg gat þig í dag. Bið þú mig, þá skal jeg gefa þjer heiðingjana að erfð og endimörk jarðar að óðali«. Sálm. 2, 6—8. Þó, — jeg hefi þó sett konung minn á Zíon. Þetta þó, er inngangur jólaboðskap- arins. Það minnir oss á: Þótt mannkynið sitji í myrkri og synd, og hrokafull van- trú gjöri gys að skapara himins og jarðar, þá hefir Drottinn allsherjar samt ekki snú- ið baki að þessu mannkyni. Blindni og hat- ur leggja helfjötra á mennina, þó eru hugs- anir Drottins friðarhugsanir. Myrkur hvíl- ir yfir djúpinu, djúpi þjáninga, tára og blóðs, sem vjer nefnum mannkynssögu, þó svífur andi Drottins yfir djúpinu. Drottinn segir: Verði ljós! Og þá verður alda- hvörf. Aldahvörf? Já, eins og blaði sje flett í bók aldanna. 1 opnunni voru skráðir dómar Guðs og syndir vorar, reiði Guðs og dauði vor, en Drottinn flettir blaði; og á nýrri blaðsíðu er aðeins eitt orð skráð. Orð sem hylur alla dóma og alla reiði, alla synd og allan dauða, — orðið: miskunn. Atburðurinn er ofar vorum skilningi. Mannlegt hyggjuvit mælir ekki ómælis- djúp ráðsályktana hins eilífa Guðs. En þó er þetta óskiljanlega orðið, sem kynslóðirn- ar styðjast við og lifa af, þær, sem kjósa fremur líf en dauða, fremur ljós en myrk- ur. — Biblían útskýrir ekki það, sem Guð einn skilur; hún táknar aldarhvörfin með einu orði, eða öllu heldur það, sem aldahvörf- um veldur, og orðið er »sonurinn«. Son- urinn, ímynd hins ósýnilega Guðs, er stig- inn frá hásæti dýrðar sinnar til djúpra dala jarðar. »Hann kemur ekki í konungs- valdi stríðu«. Sem umkomulaus farand- prjedikari dvelur hann nokkur ár hjá fá- mennri þjóð, fær fámennan lærisveinahóp, og deyr á kvalakrossi með óbótamönnum, en verður þó /eiðtogi og lífgjafi allra, sem ljósið þrá um eilífar aldir. A særða og sjúka leggur hann hönd og læknar þá, þeir sjá vinarhönd góðs manns, en þeim reynist hún Guðs hönd, full náðar og kraftar. Og þá verða jól, jól gleði og friðar. Þrátt fyrir allt og allt, er ekki vonlaust um mannkynið. Mennirnir þjáðu og- þreyttu, syndugu og' særðu, geta hlotið hjálpræði, frelsi úr viðjum myrkra. — Sonurinn er kominn, frelsarinn er fæddur á jörðu, og vjer getum öll orðið börn Guðs, systkini Jesú Krists, — ef vjer viljum, — viljum þyg'gja hjálp hans.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.