Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1935, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.01.1935, Qupperneq 3
Við áramótin. Gleðilegt ár, óskar Bjarmi öllum les- endum sínuro. Guð gefi yður öllum nýja náð hvern nýjan dag, þerri tár grátenda, græði mein veikra, lækni kvíðafulla, helgi gleði gæfubarna, leiðbeini villtum og styrki trúaða. — Vera má að blaðið berist fyrir augu ein- hverra, sem hugsa nú: Góð orð, en tóm orð! ^>Reynslan sannar, að þrátt fyrir allar »frómar nýársóskir«, kemur hvert nýtt ár roeð erfiðleika og sorgir til ótal manna. Og flestir hafa nóg’ með sig í sorg og g'leði.« — En hvað segja trúaðir vinir Bjarma? Finnst þeim það allur sannleikurinn í þessu máli? Það er gömul saga og ný, að mjög skiftir í tvö horn um hugsanir margra manna og framkomu við áramót. Sumir varpa sjer í faðm taumlausrar ljett- úðar, engu líkai a en þeir væru að gjöra sjerstakar ráðstafanir til að svæfa hverja alvarlega hugsun um fallvaltleik jarðlífs- ins og ábyrgð gjörða sinna. Aðrir setjast hjá þunglyndinu og hlusta varla á annað en raunatölur kvíðans. Hvorirtveggju eru á villigötum, — og ekki eins fjarri hverjir öðrum, sem virðist, fljótt á litið. Lestir eru nágrannar ljettúðar, og þung’lyndi og ör- vænting eru roargoft rökrjett afleiðing þeirra. Heilbrigð börn Guðs eru hvorki ljettúðug nje þunglynd. Pau kannast við alvöru og þekkja raunir sínar og annara, en þau vita, að náðarsól Drottins er yfir skýjum jarðlífsins, og að »faðir vor stendur, við stýrið« á veika bátnum þeirra. »En útlitið er svo skuggalegt,« segja margir. Þjóðin fárnenn og hlaðin skuldum, já, hlaðin öðrum hættulegri »skuldum« en þeim, sero erlendir menn geta kallað eftir. Hún er þjáð af flokkadráttum, hatri og deilum og allskonar spillingu. Nautnasýki vex, fjársvikum fjölgar, lauslætið myrðir börn og leggur heimili í rústir, og guðleys- ið hlær kuldahlátur og safnar skarni til að varpa að þeim, sem þora að kalla synd- ina synd og skítinn skít. Því roiður er það meir en satt, og alveg sjálfsagt, að allir trúaðir menn gjöri sjer ljóst, að þeir mega búast við vaxandi á- rásum úr herbúðum lasta og guðleysis. Bjarmi telur sjer það sóma, að harla oft er þeim árásum sjerstaklega stefnt að hon- uro eða þeim, sem næstir standa blaðinu. Sýnir það, að guðleysinu ej- ekki sama um blaðið, en það ætti að vera hvatning öllu trúuðu fólki, að standa þjett um blaðið, — og láta það aldrei ásannast, að kæru- leysi eða fyrirhyggjuleysi þeirra, sem í raun og veru unna stefnu blaðsins, hafi

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.