Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1935, Síða 8

Bjarmi - 01.01.1935, Síða 8
6 BJARMI bylurinn og þeytti þeim brott, svo ekkert sjest eftir, 300 skólahús fjellu alveg', auk hinna sem skemmdust, 1000 bryggjur og brýr ónýttust, 9000 skip og bátar sukku í sjó eða ráku á land. Talið er að um 3000 manns hafi misst lífið, og var meiri hluti þeirra skólabörn. 8000 manns meiddust. Um 400 manns er saknað, sem menn vita ekki hvort eru lifandi eða dánir. Eigna- tjónið skiftir mörgum milljónum dollara, en ekki fulltalið, þegar þetta er ritað. Jafnskjótt og við gátum, fórum við af stað til að vitja um 2 safnaðarmeðlimi vora, er bjuggu í þeim hluta Ósaka, sem harðast varð úti. Enginn fær lýst öðru vísi en með hundruðum kvikmynda þeim ógn- um, sem við sáum úr bifreiðinni þær 26 mílur enskar, sem við fórum. Loks fund- um við Sabúnó San og aldraða móður hans, sem bæði höfðu bjargast með nauðum í jarðskjálftanum mikla í Yókohama árið 1923. Kona hans og dóttir þeirra litla var með þeim, og öll máttu þau heita ómeidd, en átakanleg var saga þeirra. Sabúró San, sem við skírðum fyrir 4 árum, hefir legið rúmfastur nokkra mán- uði undanfarið, og því fór hann og fólk hans ekki eins fljótt út eins og fjölskyld- an, sem bjó á efsta lofti, þegar fellibyl- urinn skall á. Þegar þau komu í dyrnar, kom ægileg sjávarbylgja á móti þeim. Flýðu þau þá í ofboði undan og upp stiga hússins, en bylgjan kom á hæla þeirra og skolaði öllu um koll, sem uppi stóð á stofu- gófi. Æddi nú sjórinn umhverfis húsið, svo enginn vegur var til undankomu. Þarna urðu þau að sitja uppi meðan stormur og haf æddi umhverfis, og bjuggust þau við að húsið mundi hrynja þá og þegar. All- ar jarðneskar undankomu vonir voru horfnar, »en við fólum oss almáttugum Guði með fullu trausti og bjuggumst við að mæta frelsara vorum þá og þegar,« sögðu. þau. — Þau töldu það kraftaverk að húsið skyldi hanga uppi. Vissulega er það Guð einn, sem getur lægt storminn og veitt órólegu hjarta ör- uggleika. En mikil hvatning var það okkur að heyra og sjá trúartraust þessara kristnu mæðgina, - - konan og barnið er óskírð enn þá. Við vonum að þessi raun verði til þess að þau öll sameinist frelsaranum, og biðjum að bæði þau og önnur þrautabörn snúi sjer alveg að honum, sem þrautir bar vor vegna. Rúmsins vegna get jeg ekki sagt frá fleiri einstaklingum, sem afkomust allslaus- ir, og til vor hafa leitað um einhverja hjálp. - »En hvað stoðai' svo lítið meðal svo margra?« megum við andvarpa. 1 október 1934. S. 0. Thoriáksson. Kobe, Japan. --------------- Frá Lettlandi eftir W. F. Kirsteins í Wentspils, Lettonie. I. Sunnudagjnn 18. nóvember heldur Lett- land hátíðlegt 16 ára afmæli ríkisins. Síðan 16. maí 1934 hefir landinu verið stjórnað af sönnum vini ríkisins. Sex mánuðir eru liðn- ir síðan lnn blóðsúthellingalausa uppreisn fór fram aðfaranótt þ 16. maí, er hinn frægi sonur landsins forsætisráðherra Karlis Ulmanis tók stjórn ríkisins með að- stoð herliðsins og annara góðra Letta. Kailis Ulmanis er sá maður, sem vai' við- staddur stofnun ríkisins haustið 1918, en nú var í annað sinn hjálp hans nauðsynleg til að verja landið gegn ofbeldismönnum. Löggjöf liggur nú í höndum ráðuneytis- ins og það er stórkostlegt verk sem unnið hefir verið liðna 6 mánuði. Margt hefir verið gert til að útvega fólkinu atvinnu og að hjálpa því úr kreppunni. Heimskrepp- an, sem er á ferð um allan heim, heim- sótti Lettland mest í árslok 1932, þá voru um 30000 atvinnuleysingjar í landinu. En

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.