Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1935, Page 9

Bjarmi - 01.01.1935, Page 9
BJARMI 7 nú er ekkert atvinnuleysi í Lettlandi, og frekar eftirspurn eftir verkafólki. Lettneska þjóðin er nú sameinað fólk utan pólitískra flokka og- ekkert stjetta- stríð. Lettlendingar eru nú hættir að trúa og tre.ysta flokkunum. Lettlendingar óska nú samvinnu en ekki stjettastríð. Gamli Lettlendingurinn, guðhræddur og siðferðisgóður, eins og hann alltaf hefir verið, er nú risinn úr rústum. En það er hann, hinn frægi búnaðar- fræðingur Dr. K. Ulmanis, sem Lettlend- ingar eiga mikið að þakka, og þjóðin kallar hann leiðtoga lettnesku þjóðarinnar, og það er hann í orðsins fyllstu þýðingu. Hann hefir alltaf haft óbifanlegt traust á föður- landi sínu og þjóð. Það verður nú reistur minnisvarði frels- isins í höfuðborg landsins í Riga, ol*- þjóðin sjálf reisir hann með almennum gjöfum og minnisvarðinn verður afhjúp- aður að hausti á afmælishátíð ríkisins. Um 700 ár voru Lettlendingar undir kúgun Þjóðverja og Rússa, og 15 undan- farin ár undir kúgun pólitískra flokka inn- lendra, en síðan þ. 16. maí 1934, er landið frjálst að öllu leyti. Nú er sá tími kominn er Lettlendingur getur sungið af öllu hjarta hinn fagra þjóð- söng sinn: »Guð blessi »Lettland«. - II. Trúmál í nýja Lettlandi. Umbreytingin 16. maí s. 1. hefur og um- breytt trúmálum Lettlands. Ráðuneytið hefir gert að lögum ýmislegt til að reisa úr rústum trúmál og siðferði í Lettlandi. Til dæmis er nú lögboðið að kennsla í kristnum fræðum í anda kirkjunnar fari fram í öllum skólurn landsins, jafnt barna- sem æðri skólum, en áður var lítil áhersla á það lögð. Lögin seg'ja að aðeins trúaðir kristnir menn meg'i kenna kristinfræði í skólunum. Áður kom það oft fyrir að guðs- afneitarar og marxistar kenndu kristin- fræði og getur hver maður hugsað sjer hvernig árangur þess hafi orðið. öll and- kirkjulegu og ósiðlegu tímaritin og blöðin voru bönnuð. Hinn nýji kennslumálaráð- herra Lettlands, Dr. theol. L. Adamovics, sem er dugnaðarmaður hefir margt gert til að bæta ástandið í öllum uppeldismálum landsins. Erkibiskup hefir nú rjett til aö leysa frá embætti hvern prest sem er óhæf- ur til starfs síns. Allt það sem gert hefir verið síðan 16. maí þ. á., er mikill stuðning- ur kirkjulífi Lettlands, og hver sann-krist- inn maður þakkar Guði að hann hefir sent oss Dr. K. Ulmanis sem forsætisráðherra. Hann hefir endurreist landið úr því feni, sem þingið hafði flutt það í. Það er mesfi hluti þjóðarinnar sem stendur bak við leið- toga vorn, og það eru ekkir aðrir en óvinir og guðleysingjar, sem kvarta eitthvað um »einvaldann í Latvíu«. Wentspils, Latvija 10. 11. 1934. W. F. Kirsteins. Úr ljóðabrjefi. En Loki og Höður leggja saman ráð að lifi að taka Baldur myrkursdáð að vinna — son Guðs mistiltein að senda gegnum — drýgja mein, sem mest til óhapps mönnum skeð er hjá ef myrkra og fjónar*) samtök ljósið slá. Það kemur grátur upp á eftir þögn á Iðavelli þjóðár nái mögn þau vélum sínum við að koma þar, þá verður fátt um úrræðanna svar, en hverjir aðra lita á. Lokast svið, er ljósið deyr og nóttin tekur við. Að vopni ekki verði óhamingju, sem veftinn þjóðar kljár í stjórnar dyngju, eg vona og bið, þótt veðurlegt sé kafs í vestri blika, — illúðlegt til hafs. Pað virðist skorta ekkert eins og mann til oddvita, — en hvar á að finna hann? í ríki’ og kirkju? að rétta þjóðarfar og' reka -— eins og forðurn — yfir mar þá ófreskju, sem erlend sendu oss hjú '■') fjón hatur.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.