Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.02.1935, Page 1

Bjarmi - 15.02.1935, Page 1
Bænadagur kvenna. Á síðustu árum heí'ir hverskonar starf- semi kvenna flejgt m.jög fram, konur hafa styrkt sambönd sín inn á við og' starfsemi út á við. Sú starfsemi kvenna, sem jeg ætla að minnast hjer ofu’rlítið á, er sjerstök í sinni röð; hún hefir eflt mjög' trúaráhuga og bænrækni og' hlýtur að vekja sameiginlega gleði allra biðjandi kristinna kvenna um gjörvöll lönd. Það eru hjer um bil 50 ár síðan sögur fóru af fyrsta sameig'inlega bænadegi kvenna. Kristniboðsfjelög kvenna í Vest- urheimi hófu þetta bænastai'f, og árið 1920 var myndað bænasaroband með ýmsum trúboðsfjelögum hjer og hvar í heiminum. Nú orðið munu það vera 50 þjóðir, sem taká þátt í bænadeginum, og hafa konur valið sjer sjerstakan sambænadag fyrsta föstudag í 7 vikna föstu ár hvert. Kristileg rit hafa skýrt frá því, hvernig bænadeginum er hagað í hinum ýmsu löndum. 1 Eyjaálfunni fara fyrstu bænarstund- irnar fram. Um sólarupprás safnast kon- urnar saman og dagurinn hefst meö guðs- þjónustum í kirkjum og samkorouhúsum. I Austurlöndum bera konurnar víða börn sín með sjer til þess staðar, er bæna- samkoroan á að vera. Þær leggja snemma á stað, til þess að hafa daginn fyrir sjer. Surostaðar eru eiginmenn svo hugulsamir við þær, að færa þeim tilbú- inn matinn, svo að þær geti notið helgi- dagsins í næði, lausar við allt amstur á heimilinu. Deginum verja konurnar svo öllum til sameiginlegrar guðsþjónustu og bænagerðar. Á Indlandi safnast konurnar stundum saman úti á víðavangi, sje ekki um húsa- kost að ræða, oft mæta þær í sínu besta skarti, til þess einnig á þann hátt, að auð- sýna bænadeginum tilhlýðilega virðingu. Indverskar konur bera yfirleitt fögur klæði. Jeg- mun lengi minnast háttprýði þeirra og yndisþokka er yfir þeim hvíldi, íklæddar hinum skrautlega Sarí (þ. e. skykkja, sem indverskar konur bera yst klæða, fellur hún í ljettum fellingum að líkamanum og fer mjög vel, einkum grann- vöxnum konum). Indversku konurnar vöktu athygli mína öðrum konum fremur, á alheimsmóti K. F. U. K., þar sem margt var um manninn frá mörgum þjóðum. — Jeg man sjerstaklega eftir ungri kennslu- konu indverskri. Hún bar ekkert skart, eins og stallsystur hennar, hvorki í eyr- um, öklum, hálsi eða nefi. Hún sagðist hafa lagt alla skartgripina sína á altari föður-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.