Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.02.1935, Qupperneq 3

Bjarmi - 15.02.1935, Qupperneq 3
BJARMI 27 Sra Axel Busch. fortnaðnr kristmboðsfjelags Dana 1905—35 Það eru 34 ár síðan jeg kom í fyrsta sinn kynnisför til sra Busch, sem þá var sóknarprestur í Bövling norðvestan til á Jótlandi. Prestshjónin voru að vitja sjúkra eða húsvitja, er jeg kom, svo jeg settist hjá börnum þeirra, er aldrei fyrri höfðu sjeð íslending »nema þá hest«. — Hestar frá Islandi voru þá, og eru líklega enn, jafnan kallaðir »Islendingar« í Danmörku. Er þau prestshjónin komu inn nokkru síð- ar til okkar, sat jeg með tvö börnin, en hin sátu hjá mjer og hlustuðu á frásögu um börnin á Islandi. »Nú, jæja, þjer hafið unnið hylli barn- anna allfljótt, en nú reynir á hvert þjer verðið eins fljótur að vinna hylli foreldr- anna,« sagði sra Busch áður en jég fjekk ráðrúm til að heilsa honum. - - Jeg held að þá hylli hafi jeg eignast, a. m. k. eign- aðist hann mína hylli; hefir mjer alltaí fundist í erlendisferðum mínum, að erincl- um mínum í Danmörku væri ekki lokið, fyr en jeg gæti hitt sra Busch að máli. Gæti jeg fyllt margar bls. í Bjarma með minningum frá þeim heimsóknum. Sra Busch var um það leyti þjóðkunn- ur vakningaprestur, mælskumaður og á- hugamaður í fremstu röð. Var hann oft í prjedikunarferðum víða urn land, en reyndist þó svo áhrifaríkur heima fyrir, að alstaðar urðu trúarhreyfingar öflugar, þar sem hann var sóknarprestur. Seinni hluta alla virka daga, sem hann var heima, aðra en föstudaga, var hann að húsvitja. »Á föstudögum bý jeg mig undir sunnu- daginn,« sagði hann. »Má jeg ekki fara með yður og læra að húsvitja?« spurði gesturinn. »Það lærir maður ekki af öðrum mönn- um, —- Guðs andi og reynsla manns sjálfs kennir best,« var svarið. »Jeg er hræddur um að jeg gjöri ein- hverja heimsku, þegar jeg fer að byrja það starf,« sagði gesturinn. »Gör blot Dumhed, men (jör endelig noget,« var svarið. Aðgjörðaleysið var »heimskan« mesta í augum sra Busch. Annar gestur íslenskur fjekk að Bövl- ing brjef með slæmar frjettir. Hann sat með brjefið úti í eplagarði í þungum hugs- unum. Allt í einu er lítil hönd lögð á hnje honum, var þar komin 6 ára gömul prests- dóttir — er mælti: Sra Axel Busch. »Hvorfor er du saa bedrövet? Ved du ikke Jesus lever?« (Af hverju ertu svona hryggur? Veistu ekki að Jesús lifir?). Gesturinn sagði, að þótt ræður Busch væru góðar, hefði þó þessi stutta »ræða« dóttur hans verið betri og sjer minnisstæð- ari. Seinna varð hún kristniboði á Ind- landi. Það er safnað til kristniboðs um »þrett- ándann« í öllum kristnum löndum. Árið 1901 var jeg þann dag í Strúer, smábæ í

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.