Bjarmi - 15.02.1935, Side 4
28
BJARMI
Danmörku (þá með eitthvað 3000 íbúa).
Framkværodastjóri D. M. S. (Dansk Miss-
ions-Selskab), Lögstrup prestur, flutti þar
ræðu við kvöldguðsþjónustu. Við gistum
báðir hjá sóknarprestinum í Strúer, og
jeg ljet þess getið um kvöldið, að mjer
hefði þótt mikið gefið við guðsþjónustuna
til kristniboðs, —■ eitthvað um 500 kr.
»Þá hefðuð þjer átt að vera með rojer
í gær; þá var jeg í Bövling hjá sra Busch.
Þar voru gefnar um 1300 kr.,« sagði sra
Lögstrup. »Þá hefir Busch slegið með hami'-
inum,« bætti einhver kunnugur við.
Frá Bövling fór sra Busch til Odense,
og þar var gott að koma árið 1905. Svo
þjónaði hann Zíonskirkju í Höfn (1911
14) og Vallensbæk til 1925; sagði þá af
sér prestskap, en ekki störfum að áhuga-
máluro sínum.
Hann komst snemma í margar þjóðar-
nefndir, sem unnu að trúmáluro, t. d.
vegna Dana á Nýja Sjálandi, Dana í
Vesturheimi, trúboðs meðal Mormóna,
kristilegra lýðskóla, K. F. U. M. og K.
o. s. frv. 1 stjórn heimatrúboðsins var
hann nokkur ár, en sagði því af sjer
eftir að hann varð formaður aða] kristni-
boðs Dana (D. M S.). Því starfi hefir
hann gengt síðan, en hætti því nú í vetur,
fullt áttræður, eftir 30 ára forroennsku.
Hefir fjelagið tekið afar miklum framför-
um þau ár og sra Busch verið því hinn
mesti styrkur, og kristniboðunum sem
besti faðir.
Ber öllum kunnugum saman um, að sra
Busch sje með allra fremstu og bestu son-
um danskrar kirkju á þessari öld. Og vin-
sældir hans eru meiri en miklar hjá
kristniboðsvinum.
S. Á. Gislason.
Árásarliðið rauðklædda.
Það var vikið að því í októb.tbl. Bjarroa
f. á. að sra Benjamín Kristjánsson hefði
ritað röggsamlegan ritdóm um skáldsög-
una: »Og björgin klofnuðu«, eftir Jóhannes
frá Kötlum. Þótti mörgum vænt um erind-
ið hans og óskuðu að 100 manna sveit
prestastéttarinnar væri almennt gædd
þreki til að ráðast svo skýrt og ákveðið
gegn óþverralegum ritsmíðum. En vita-
skuld urðu þeir sem óþverranum unna, eða
sjá ekki mun á svörtu og hvítu, ofsareiðir,
og' virðast sumir þeirra hafa talið sjer von
á allt öðru frá aðalmanni Strauma sálugu.
Ber mjög- á því í langri skammagrein,
sem Aðalsteinn Sigmundsson barnakenn-
ari í Rvík ritaði í Nýja Dagblaðið 3. og 4.
jan. s. 1. Var hann þar svo orðillur í garð
sra B. Kr. að engu tali tók.
Jafnhliða síðari hluta þeirrar greinar
flutti blaðið grein frá Jónasi Jónssyni fyrv.
ráðh., sem hjet: »ÍJt af bókmenntadellu«,
en síðar var breytt eða leiðrétt í: bók-
menntadeilu.
Þar segir J. J.: »Sra Benjaroín á ekki
skilið neitt af þeim órökstuddu stóryrðum,
sem A. S. beinir að honum.« Síðan segir
J. J. margt gott um sra B. Kr. og prests-
störf hans, en bætir þar við þessari »upp-
lýsingu«. »Hann vinnur þar með þeirri ó-
sérhlífni, víðsýni og áhuga, sem á engan
hátt er skyldur heiroatrúboðinu í Ási«. Er
sá útúrdúr sennilega til varúðar, svo að
lesendur N. Dbl. haldi ekki að J. J. sje
orðinn gagntekinn af »andanum frá Ási«,
úr því að hann fór að andmæla Aðalsteini!
Gunnar Magnússon barnakennari í Rvík
kom þá með grein i Alþýðublaðinu til
hjálpar Aðalsteini og taldi ummæli Jón-
asar Jónssonar vera markleysu af pólitísk-
um róturo runnin, og hæfileg' til meðferðar
í Speglinum.
Annars er svo um þessa þrjá, sem fleiri
sálufjelaga þeirra, að þeir eru sár myrk-