Bjarmi - 15.02.1935, Qupperneq 5
BJARMI
29
fælnir við »andann frá Ási« og halda í ein-
feldni sinni, að hann sje í og með alstað-
ar þar, sem þeir rekast á alvöru í trú og’
siðgæði, og sjá þá ofsjónir — stundum
eins og- gengur um myrkfælna menn.
Sbr. grein Hagalíns um Sálmabókar-við-
bætinn í sumar sem leið. En vitaskuld
telur Bjarmi þessa hræðslu þeirra
sjer til tekna. Rjett mun það hjá J. J.
því miður, að sra B. Kr. stendur allfjarri
Bjarma í trúmálum. Jólaföstuhugleiðing
hans í blaðinu Degi 22. des. s. ]. sýnir það
glöggt. Þótt þar sje margt vel sagt um
siðferðiskröfur Krists, sýnir þar sumt, að
sra B. Kr. er miklu fremur únítari en
kristinn maður í þess venjulegu og sögu-
legu merkingu. Má þar nefna t. d., að sra
B,. Kr. skrifar: »Jesús sagði aldrei trúið
á mig, heldur fylgið mjer« og: »Þetta er
í raun og veru eitt af rperkilegustu fyrir-
brigðum mannkynssögunnai', hvernig Jes-
ús hefir verið frelsaður af þeim goðastalli,
sem hjátrúarblandin ímyndun hefir sett
hann á, og' hvernig hann nú er orðinn einn
af þeim mönnum mannkynssögunnar, sem
mest er rætt um«.
Svo mælir enginn Kriststrúarmaður,
og við slíka trúarstefnu semur Bjarmi al-
drei frið.
En sannmælis skal hann njóta engu að
síður hjá Bjarma fyrir drengileg skrif sín
gegn óþverralegum bókmenntum.
Guðleys's- og siðlej sisstefnan ætlar sjer
sýniléga að skamma alla andstöðu í kaf,
býst við að þeir óánægðu muni skríða í
felur, er þeir sjá hvernig þeir eru eltir
með skarni og’ grjóti, sem þora að segja
upphátt að svart sje svart. Sigurður Ein-
arsson elti Guðmund Friðjónsson, Aðal-
steinn og Gunnar elta sra Benjamín og
Hagalín býr til heila skáldsögu um prest,
sem var svo' ógætinn, að fara að skrifa
grein í Bjarma í leyfisleysi Hagalíns og
hafði þar að auki stofnað K. F. U. M.
i prestakalli sínu og talað í sjómannastofu,
sem allt er Hagalín mjög vanþóknanlegt,
eins og lesa má í nýrri sögu hans er
nefnist »Einn af postulunum«. Einari
gamla á Móeyri er vel lýst í þeirri sögu, en
sjera Ludvig Leopold öllu miður. Hlut-
drægnin er þar svo áberandi. Sýnilega er
eriginn kunnugleiki á sálgæslustarfi hjá
höfundinum, og því minni löngun til sann-
girni í garð prestsins. — »Sjera Ludvig
Leopold varð nú rjett álíka í framan og
tólfti kaflinn í Helgakveri«, segir Iiaga-
lín á bls. 50 í þessari sögu, og mun fáum
þykja sú samlíking skáldleg. Hún væri
samboðnari ruddalegri skammagrein en
vel skrifaðri sögu. Greinin, sem sravLeo-
pold ætlaði Bjarma heitir á máli Haga-
líns um »Hina einu rjettu línu í íslenzkri
sálusorgun« (!!). Fór vel á því, að þeir
Leopold og Hagalín rífa hana í tætlur og’
losuðu Bjarma við ómakið að endursenda
það pródúkt«!
En þrátt fyrir alla þessa eltingaleiki
»rauðliða«, er vafasamt að þeir nái til-
gangi sínum. Hitt er eins sennilegt, að
þeim fjölgi, sem blöskra þessi skrif og
þora að segja það upphátt.
Ágætt dæmi þess sá jeg nýlega í 4. hefti
Eimreiðarinnar f. á. Þar skrifar Jakob
Jóh. Smári adjúnkt ritdóm um- þessa marg’-
nefndu bók: »Og’ björgin klofnuðu«, og er
þar síst vægari en sra Benjamín. Mun
þó enginn óvitlaus maðui' bregða Jak.
Smára um þröngsýni í ritdúmum. Því mið-
ur er ekki rúm hjer fyrir allan þann rit-
dóm, en síðari hluti hans er á þessa leið:
»Jóhannes skrifar eð.ilegan og- Ijettan stíl og
hefur all-mikla frásagnárgáfu, en hann gerir
sjer óþarflega mikið far um að vera ruddaleg-
ur í orðbragði og virðist stundum jafnvel neyða
sjálfan sig til þess að vera sem allra ósmekk-
legastur. Hann vii-ðist álíta jmð kommúnistísku
skyldu sína að gera skítinn sem allra skítugasl-
an. Það er mikill misskilningur að mínum dómi.
En ef það væri svo, að mannlífið og manneðlið
væri svo vesælt og ljött, sem Jóhannes (og því
miður margir fleiri) vilja vera láta, þá væri
hin kommúnistlska paradls ekki þess verö, að
eftir lienni væri sóst. l’að má raunar segja, að