Bjarmi - 15.02.1935, Qupperneq 6
30
BJARMI
Jóhannes lýsi ekki ljótara athæfi en gengur og
gerist, og Jietta sje veruleiki. En gallinn er, að
hann sýnir veruleikann, hinn ljóta veruleika, á
ljótan hátt. (ágeðfeldasta persónan í bókinni er
höfundurinn sjálfur, eins og hann lýsir sjálf-
um sjer með orðbragði sínu og frásagnarhætti.
En þetta er bókmenntaleg tíska og svo er sagt,
að - höfundur dekri ekki við rómantískar grillur
borgaranna«, og er það meint sem lof. En ég
veit annað, sem þessir höfundar »dekra við«,
sem sje dónalegan hugsunarhátt skrllsins í ölI-
um stjettum Jjjóðfjelagsins. Það má lýsa öllu,
hverju sem er, en ]>að má ekki gera það á ósið-
aöan hátt.
Hjer er sannarlega kominn tími til að rísa
upp og segja: Nei, við viljum ekki hafa þennan
skít, sem rithöfundar vilja ausa yfir okkur. Ver-
iö þið kommúnistar, ef þið viljið, en gleymiö
ekki að vera siðaðir menn!
i?eg get skilið það að velja fremur hið illa
en hið góða. Hið illa getur verið stórfenglegt.
En allur þessi smáskítlegi dónaskanur, sem hrúg-
að er yfir okkur i blöðum og bökum, er verri
en vondur, hann er ljótur. Jeg vona, að Jó-
hannes úr Kötlum komist af ]>essum villig'ötuir.
og rati heim til sálar sinnar. Hann hefur sýnt
það með kvæðum sínum, að hann á marga ]>á
strengi, sem geta ómað fagurt, ef leikiö er á
þá með viðkvæmni og blíðu, en ekki með hörku
og ruddaskap.«
Pað er eftirtektarvert, að eng'inn úr á-
rásarliðinu rauðklædda hefir, mjer vitan-
lega, ráðist á höfund þessa ritdóms, nje
heldur gegn Arnóri Sigurjónssyni fyrir
ritdóm hans í des.bl. Samtíðarinnai' um
Sjálfstœtt fólk, síðustu skáldsögu Laxness.
Kveður í þeim ritdómi mjög við annan
tón en vant. er að vera í lofgjörðum þeim,
sem títt má lesa um bækur Laxness. Arn-
ór hefir tekið eftir því, sem rjett er, að
enginn íslenskur rithöfundur sýnir ís-
lenskri alþýðu jafnmikla fyrirlitningu og
H. K. L.
Mun ýmsum les. Bjarma, sem ekki sjá
Samtíðina, forvitni á að sjá eitthvað af
því, sem Arnór skrifar, og er því birtur
hjer kafi úr ritdómi hans. Blaðsíðutöl inn-
an sviga eiga við bókina »Sjálfstætt fólk«:
»H. K. L. er ekki skáld að sama skapi og
hann er kunnáttumaður. Fyrir því eru óræk rök
í siðustu sögu hans, Sjálfstætt fólk. Þetta er af
því að hann brestur skilning samúðarinnar meö
öðrum mönnum. Hans viðhorf er allt af ]>etta:
Jeg þekki, jú, þessa kalla,
]>eir eru, jú, bara svín,
jeg er, jú, yfir þá alla
og eins er, jú, konan mín.
»Gríma þeirra er eins og hálffrosið skæui
yfir hryllingu þeirrar glötunar, sem hefir gleypt
]>á, og engum heilvita manni dettur í hug að
þeir muni nokkurn tíma verða stórbændur« (bls.
115).
Alþýðuna fyrirlltur hann, af því að hún er
alþýða, og al' |>ví að hún getur ekki verið ann-
að en alþýða, Þessi fyrirlitning blindar hann
svo, að hann verður steinblindur á öðru aug-
anu og sjónlaus á hinu, hvar sem auðlegð og
lífsgildi er að sjá. »Þegar maður fer frá ein-
un> ba' til annars,« segir hann, »virðist ekkert
llklegra en að bæirnir hafi allir sama nafn og
sami maður búi á þeim öllum og sama konan«
(bls. 24).
Þó fyrirlítur hann enn meir alla þá, sem
reyna að reisa sig upp úr þessum nauöa leiðin-
lega aumingjaskap, því að þeir geta ekki veriö
annað en uppskafningar. Þar gerir hann alla
jafna, »sjálfstætt fólk«, ungmennafjelaga, sam-
vinnufulltrúa, búfræðing, sálma- og eifiljóða-
skáld sveilarinnar, hugsjónamanninn, sem dreym-
ir um að konia sjer upp myllu í bæjarlæknum
»og mala síðan bankabygg fyrir fólk«, hrepp-
stjóra og hreppstjórafrú, sem »hefir gifst af
einskærum áhuga á sveitasælunni, sem hún heí-
ir kynnst af útlendum skáldskap og síðar í
kvennaskólanum ,, hann má ekki sjá hundahreins-
unarmann, án þess að hrækja framan í hann.
Þess vegna er þessi saga Laxness klámsaga*),
eins og allar hinar -stærri sögur hans. En af
þvt að kunnátta hans er mikil, er það mjög vel
sögð klámsaga, og munu allir hrifnir af, sem
]>ykja þær sögur góðar. En um það þurfa menn
ekki að efast, að skáldfrægð og hróður H. K. L.
verður mjög á kostnað allrar alþýðu manna á
fslandi. Þvílíkur óhróður hefir aldrei verið u»>
hana borinn, og stst af öllu með þvílíkri ísmeygi-
legri lagni og kunnáttu.«
Erfitt mun aðdáendumi Laxness að neita
því með rökum, að Arnór Sigurjónsson fari
*) Orðið hjer notað í upphaflegri vtðtækari
merkingu: svívirðingarsaga,