Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1935, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.05.1935, Qupperneq 8
72 BJARMI Hvaðanæva. l/úterskil fríkirkjan í Noregi Vefir rekiö kristniboð rúm 20 ár í Shensifylki í Klna, aðal- stöðin er í borginni Hsingan. I blaði fríkirkj- unnar, »Budbæreren«, er 4. apríl s. 1. langt Irjef frá Sommernes, foi-manni trúboðsins í Hsingrn, |>ar sem hann segir frá, að norsku trúboðarnii' hafi allir orðið að flýja til að bjarga lífi sinu og' sjeu nú komnir heilu og höldnu til L.ihokow, þar sem enn eru aðalstöðvar Kínatrúboðsins norska. Pað var ræningjalið' komrhúnista, sem rjeðst inn í fylkið um jólaleytið. Hermenn stjórnai- innar töfðu för þess, en unnu þó ekki fullan sigur. 17. febr. komu 15 kristniboðar upplanda- trúboðsins á flótta til stöðvarinnar í Hsingan, höfðu þeir flúið í skyndi allslausir undan ræn- ingjahernum. Bjuggust þeir við að nokkrir starfs- bræður þeirra hefðu lent í höndum komminista og vissu ekki hvort þeir voru lifandi eða dreprir. Borgarstjórinn í Hsingan, »eini maðurinn, iera oss var óhætt að treysta að segði oss satt og vissi hvað fram fór í hjeraðinu,« segir Sommer- nes, sagði, að vjer þyrftum ekki að óttast árásir þá vikuna, og því fórum vjer og þó sjerstaklega kínverskir vakningamenn, sem voru með ame- rísku og ensku trúboðunum að halda trúboðs- samkomur, 2 og 3 á dag, og fengurn mikla að- sókn, þrátt fyrir ótta manna við ræningjaher- sveitirnar. Eftir nokkra daga tjáði borgarstjöri oss, að nú ættu ræningjarnir ekki nema 2 dag- leiðir til Hsingan, og þvl væri vissast að ílýja tafarlaust, eins og margii- borgarbi'ar gjörðu, þar sem óvisst væri um styrk stjórnarhersins.« Flóttinn gekk slysalaust á fljötabátum, en nærri skall hurð hælum. Alþjóðafundur suniiudagaskólamunnu, ve: ður haldinn í Osló að vori, 6.—12. júlí 1936. Það er I 12. sinn, sem starfsmönnum sunnudagaskóla um allan heim er stefnt saman til allsherjar fundar- halda. Síðasti fundur var í höfuðborg Brazilíu, 1932 — og fóru þá ýmsir fundarmanna í út- breiðsluferðir um Suður-Ameríku á eftir. - Sambandsstjórn sunnudagaskólanna er í Banda- ríkjum og segir hún I nýkomnu umburðarbrjefi m. a.: »Vjer höfum aldrei fyr haldið alþjóðafund svo norðarlega á hnettinum. Kirkja og ríki Norð- manna telja að sunnudagaskólastarfsmönnum þcr í landi sje hin mesta sæmd að þessari ráðstöfun og eru I sameiningu farin að gjöra ýmsan undir- búning. Búið er að semja við nýtlsku farþega- skip, »Friðrik VIII. og »Stavangerfjord« um að flytja fundarmenn frá Ameríku fram og aftur yfir Atlantshaf. Farseðlar kosta frá 164 til 258 dollara fram og aftur. — Eftir fundinn verða farnar ýmsar útbreiðslu- og skemmtiferöir um Norðurálfuna (sjerstaklega Norðurlönd).« Benda mætti á að þetta • verður ágætt tæki- færi fyrir Islendinga, er kynnast vilja hverni ■ sunnudagaskólastarfi er háttað erlendis. Forsjálr- ir menn, óríkir draga saman I íerðakostnað, en sennilega þarf að tilkynna þátttöku sína meö nokkra mánaða fyrirvara til þess að njóta allia þeirra hlunninda, sem fundarmönnum verða vafa- laust veitt I Osló. Tveir nýir blskupar í Svíþjóð. Dómkirkjan í Uppsölum á 5 alda afmæli 1 vor. Verða þá hátíða- höld mikil I Uppsölum og biskupsvígsla veitt 11. júní n. k. tveimur nýkosnum biskupsefnum. Gust- af Ljunggren, dómprófastur I Gautaborg verður vígður til biskups I Skarastifti I Vestur-Gaut- landi og prófessor Torsten Bohlin I Híirncsands- stifti I Norður-Svíþjóð. Biskuparnir, sem frá fara, heita Danell og Lönegren. Biskupsefnin eru báðir þjóðkunnir menn í Svíþjóð. Prófessor Bohlin I fremstu röð guðfræðiskennara og sra Ljunggren meðal presta. — Hann tjáði mjer, er jeg heim- sótti hann 1933, að hann væri fús til að leið- beina ungum guöfræðingum íslenskum, er til Svíþjóðar kæmu til að kynnast kirkjumálum. »Segið þeim að þeir sjeu velkomnir til vor,« sagði hann. Og varla verður lakara að eiga hann að nú, er hann er orðinn biskup. S. (í. Krlstuiboðsfjeliigin halda aðalfund sinn á Ak- ureyri 15.- 17. júní. Um sama leyti koma fu 11 - trúar K. F. U. M.-fjelaga saman til vikudvalav IVatnaskógi. Viku síðar, 1 Ikl. 23. júní, hefst al- mennur kirkjufundur I Rvík og prestastefnan þar rjett á eftir. — Hins vegar er ráðgert, að Prestafjelagsfundurinn verði seinni hluta sumars. Lriðrjettlng. f erindinu um pröfessor Barth I aprílbl. eru þessar prentvillur: Bls. 52, 2. dálki 15. og 16. línu að neðan stendur: Guð sjálfur gjörðist sonurinn, maður, — en á að vera: Gu,ð sjálfur gjörðist sem sonurinn maður; og á blfl. 57, 2. dálki, 10. 1. að ofan stendur: hermanna- skólunum, fyrir hermannaskálunum. Áskrlfciidur Bjanna eru viiisanilegast beðnii að ininnast þess, að gjaldilagi blaðsins er í nánd. Rltstjóri: S. A. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonai.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.