Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.09.1935, Side 1

Bjarmi - 15.09.1935, Side 1
XXIX. árg. Reykjavík, 15. sept. 1935. 18. tbl. Hvað er kristindómur? Prjedihun .eftdr sra Gunnar Árnas n frá Shútustöðum. Texti: Jóh. 6, 66—69. Við lifum á fráhvarfstímum. Pó hægt sje að benda á mikinn fram- gang kristindómsins í heiðna heiminum t d- í Kína og Japan. Pó gleð'ast megi yfir því að eldur vakningarinnar fer víða um lönd, og nú síðast árið, sem le:ð um Dan- mörku og Noreg af völdum Oxfordhóps- hreyfingarinnar. Pó sálirnar þyrsti svo að margar leiti um hins lifandi Guðs, er sjest m. a. á því að á miklum bókamarkaði, er haldinn var á Spáni ekki alls fyrir löngu, þá seldist Biblían, eða einstakir hlutar hennar, langsamlega mest. Þó er þetta samt blákaldur sannleikur, að við lifum á ákaflega alvarlegum fráhvarfstímum: Margir af lærisveinum Jesú Krists fara burt frá honum aftur, og eru nú ekkí framar með honum. Enn er það í algerðri tvísýnu hvort stærsta land Norðurálfu: Rússland afkristn- ast eða ekki á næstu árum, öflugur flokk- ur er risinn upp í Pýzkalandi, er hyggur að endurreisa fornnorrænan átrúnað, og í Hollandi eru nú kristnir menn taldir í miklum minni hluta í öllum borgum lands- ins, já, aðeins Vs hluti í Amsterdam.' Hvernig er ástandið hjer á landi? Eru hjer ekki fráhvarfstímar? Það er komið fram eins og kunnugt er frv. um að fækka prestum allt að því um helming, úr 106 niður í 61. Aðallega er sú ástæða færð fyrir þessu frv. að messuföllin sjeu orðin svo tíð, prestarnir sjeu orðnir svo lítið eftir- sóttir, hafi sama og engan verkahring. Par með er það sagt berum orðum, að þjóðin sje meir og meir að verða afhuga kristn- inni. Jeg ætla ekki að deila um það í dag, — ekki lieldur beinlíiiis að ræða það atriði. Jeg œtla að ganga út frá að það sje rjett. En má jeg spyrja ykkur öll einnar spurningar í þessu sambandi. Er það gleði- legt eða er það sorglegt að þetta er svona? Eða gerir það hvorki til nje frá? Ykkur kann að furða á þessari spurn- ingu úr prjedikunarstólnum, og jeg vona að, svo verði, því það ,sem mig fyrst og fremst langar til að vekja í hug ykkar í dag- er þessi spurning: Er það ósaknæmt þó að kristindómurinn hverfi úr lífi okk- ar, og- því þjóðfjelagi, sem við lifum í? Getum við með öðrum orðum farið frá Kristi, og ekki verið lengur með honum. án þess að bíða tjón á sálu okkar? Og er það jafnvel framför fyrir þjóðfjelagið að losna við hin kristilegu áhrif?

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.