Bjarmi - 01.11.1935, Blaðsíða 7
BJARMI
167
Sr. Magnús Þ. Magnússon.
18. maí 1864 — 4. okt. 1935.
Pað er þessi mynd, sem mjer er lang’-
þekkust, þótt 30 ára sje, frá heimili sra
Magnúsar Magnússonar, síðast prests í
Haarslev á Sjálandi.
Ástúðleg gestrisni var jafnán í ríkum
mæli á heimili hans, en ]ió hvíldist jeg þar
best, er börnin ljeku sjer við »samlanda
hans pabba síns«.
1 hvert skifti, sem jeg kom til Danmerk-
ur þótti mjer sjálfsagt að heimsækja
hann, og þótt stundum væru fleiri land-
ar með mjer, var þar jafnan húsrúm og
hjartarúm í besta lagi.
En nú er það alveg liðin tíð. Hann er
kominn heim á undan mjer, eins og flest-
ir þeir prestar, sem jeg kynntist mest og
fjell best við í Danmörku, er jeg dvaldi
meðal þeirra aldamótaárið.
Foreldrar sra Magnúsar voru Magnús
kaupmaður Jochumsson (1 1904), bróðir
sra Matthíasar Jochumssonar, og fyrri
konu hans, Sigríðar Björnsdóttur bónda á
Hofdölum í Skagafirði Hafliðasonar. Hann
tók stúdentspróf í Reykjavík 1879, las síð-
an guðfræði við Hafnarháskóla og varð
prestur í Nörre-Omme og Bregning á Jót-
landi árið 1895. Kona hans, Sig'frede,
fædd Kragh, er dönsk og börn þeirra, öll
hin mannvænlegustu, búa á Sjálandi nú.
I fyrra vor varð sra M. Magnússon að
segja af sjer fyrir aldurs sakir (70 ára)