Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1935, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.1935, Blaðsíða 15
BJARMI 175 urinn er alsettur nýtízku húsum; búa þar einkum Þjóðrverjar og Grikkir. Við ökum framhjá lágreistum og snotrum timbur- skálum enskra hermanna. Umhverfis þá eru pi’ýðilegir blómagarðar, og fegurra þar um að litast en jeg hefi áður sjeð við her- skála. Nokkrir ungir hermenn eru önnum kafnir að grafa í görðunum og hagræða blómum. »Þetta starf hæfir betur piltun- unum okkar«, sagði ensk kona, »en að skjóta meðbræður sína«. Vegurinn liggur upp á við. örskammt frá hermannaskálunum komum við að »brunni vitringanna,« sem liggur þjett við veginn. Munnmælin segja, að vitringarnir hafi misst sjónar á stjörnunni á leið sinni frá Jerúsalem til Betlehem. Þeim lá við örvæntingu, en er þeir komu að þessum brunni, og beygðu sig niður til að drekka, sáu þeir stjörnuna spegla sig í vatninu, — og þeir urðu mjög glaðir«. önnur saga segir að María og Jósef hat’i hvílt sig við þenna brunn á leiðinni til Betlehem. Er mjög trúlegt, að þau hafi vatnað þar ösnum sínum eða úlföld,um. Við höldum áfram og komum upp á hæð, það- an er hið fegursta útsýni yfir Jerúsalem, eyðimerkur Júdeu og Móabs-fjöll. Á hæð nokkra krm, fyrir framan 'okkur, sjáum við þorþið Betlehem umvafið frjósömum engj- um og ökruin,. »0g þú Betlehem Efrata, þótt þú sjert minnst af hjeraðsborgunum í Júdea,, þá skal þó frá þjer koma sá, er vera skal Drottnari í Israel, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar- dögum«. Þegar þessi spádómur rættist, varð þessi litli óálitlegi bær heimsfrægur, og mun halda. áfram að vera það á meðan heimurinn er til. Meðan við hvíldum okk- ur á þessari hæð tókum við eftir stein- bekk, fremur nýlegum, rjett við veginn til hægri handar. Það er ekkja hins fræga enska málara, Hilman Hunt, sem hefir lát- ið búa til þennan bekk til minningar um mann sinn.. Hjer var liann vanur að sitja og horfa. yfir merkur .1 údeu, meðan hugur hans fjekkst við hin biblíulegu viðfangs- efni, Frægasta mynd hans er »ljós heims- ins«, sem sýnir Jesús þar sem hann stend- ur við lokaðar dyr með ljós í hendinni. Frummýndin af þessu málverki er í St. Páls dómkirkjunni í Lundúnum. Holman Hunt var aðeins 27 ára gamall þegar hann málaði hana. Á minnisbekkinn hefir frú Hunt látið letra orðin: »Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta og af allri sálu þinni og náungann eins og sjálfan þig«„ — Alvarleg áminning til vegfarenda, Við ökum dálítið lengra áfram, kannske 1 km. og komum að gröf Rakelar, sem er hægra megin við veginn. Jakob og Rakel komu frá Betel og voru leið til Betlehem, sem þá hjet Efrat (eða Efrata). Þegar þau áttu skammt eftir til Efrata fæddi Rakel. Það kostaði líf hennar. Hún nefndi barnið Benóní, sonur þjáninga minna, en faðir hans kallaði hann Benjamín, sonur hamingjunnar. »Jakob reisti steinstyttu á gröf hennar, það er grafstytta Rakelar, sem stendur enn þann dag í dag«, segir í Móse 35. 1 mörg hundruð ár stóð stein- stólpi á gröf Rakelar, voru þai- 12 steinar, sem tákna átti 12 ættkvíslir Israels. Kross- ferðarridd,ararnir reistu dálitla hvelfingu yfir gröfina, en jressi »grafkapella« hefir verið endurreist mörgum sinnum; og minn- ir nú á grafhýsi yfir tignum Múhameðs- mönnum. Kært var oss að sjá, að Gyðingur gætti grafarinnar. Hún hefir síðustu 100 ár verið í umsjón Gyðinga. Múhameðstrúar- menn hafa samt fengið bæna,stað í kapell- unni. Þegar við komum þangað inn lá þar dálítill hópur »Islamsbarna« á gólfinu niðursokkinn í bæn. Hjer hvílir Rakel. »Hin fagra og blíða«, eins og Gísli Brynjúlfsson kemst að orði í kvæðinu »Grátur Jakobs yfir Rakel«. Kynslóð eftir kynslóð hefir farið framhjá gröf hennar. Og dag nokk- urn fór ung kona framhjá, og fæddi son í jötu í smábænum Betlehem, þangað sem Rakel náði aldrei. Nafn hans var Jesús, því hann mun frelsa fólkið frá syndum þess.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.