Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1936, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.01.1936, Blaðsíða 2
6 B J A R M I Þeir tímar, sem vér nú lifum á, eru að mörg-u leyti miklir um- brotatímar. Á öllum sviðum mannlífsins má sjá breytingar og umrót. Vér, sem ungir erum, sjáum þess glögg ínerki í um- hverfi voru, og þeir, sem eldri eru, sjá þess enn betur merki, Ekki hvað sízt hafa þessi um- l>rot náð til hins andlega lífs. í'jölda margar nýjar stefnui’ hafa risið upp. Sumar hafa hjaðnað brátt aftur, en aðrai hafa náð mikiUi útbreiðslu og eru enn að breiðast út. Þær hafa risið upp við hlið eldri stefn- anna og surnai* þeirra eldi'i liafa meira eða minna mótast af þeim nýju, aðrar runnið saman við þær og enn aðrar orðið und- ir í samkeppninni og dáið út, Kristindómurinn hefir ekki farið varhluta af þessari »sam- keppni«. Það hafa komið upp margar stefnur, sem hafa kost- að kapps um að útrýma honum og talið hann óþarfan og jafn- vel skaðlegan. Þær hafa komið fram í nafni »vísinda« og »mannúðar« og ekki farið dult með afstöðu sína til kristindóms- ins. Vér þekkjum þær undir sauðagæru mannúðarinnar hjá þeim, sem tjá sig berjast fyrir hagsmunum öreiganna, en taka í staðinn frá þeim það, sem oft er síðasta athvarf þeirra, já, cina athvarf. Vér þekkjum þær líka að nokkru hjá þeim, sem tjá sig af sannleiksást berjast gegn kristindóminum, sem svo átakanlega standi í gegn sann- leikanum. Þessir menn og marg- ir fleiri hafa til skamms tíma verið mjög háværir í baráttunni gegn kristindóminum. 1 flestum löndum starfa þeir eftir föstum reglum í skipulögðum félögum. Leynt og ljóst spúa þessir guð- | leysingjar áhrifum sínum út yf- ir heiminn, —- Kristnir menn i öllum löndum hafa fengið op- in augun fyrir þeirri hættu, sem frá þeim stafar og búizt til varnar. Langan aldur hefir ■ þessi stefna verið við lýði, en al- drei hefir hún haft sig svo mjög í frammi sem nú á dögum. Er, | samt sem áður hefir henni ekki enn tekizt að undiroka kristin- dóminn, jrrátt fyrir ósvífnar fullyrðingar og mannleg »rök«. Kristindómurinn lifir enn og er fjölmörgum fátækum og að- þrengdum huggun og stoð og fjölmörgum sannleiksleitand> sálum sannleikurinn og lífið. Og jafnvel frá höfuðstöðvum þess- arar stefnu, Rússlandi, berast fréttir um stórfelda sigra krist- indómsins á myrkrinu. og lyg- inni. Þannig reiðir krist'ndóminum af í Jjessári baráttu. Það sým'r sig enn, að hann er lff og sann- leikur og hefir í lrjónustu sinni það vopn, sem sigrast á hinum harðvítugustu fjandmönnum og leggur þá að velli og hina sterk- ustu verju, til að verjast högg- um þeirra,, sem sé: .sverð andans, sem er Giiðs orð, og skjöld tríi- arininar. (Ef. 6, 10. 17.) Hið opinbera guðleysi er að- eins ein af þeim stefnum, sem mikið ber á nú á síðari árum. Kristindómurinn þarf í raun og veru ekki að óttast jjað sérstak- lega nú, því að reynslan hefir sýnt, að fyrir }>ví hafa flestir kristnir menn opin augun. Og ef guðleysinu er mætt, af hálfu kristindómsins, með þeim vopn- um, sem hann hefir yfir að ráða og jjeim krafti, sem í' honum býr, þá þarf ekki að spyrja að úr- slitum. — En auk þess hafa komið fram f.iölda margar aðrar stefnur á þessum tímum. Ég ætla mér ekki að fara að rekja afstöðu jjeirra til kristindómsins ná- kvæmlega að Jjessu sinni. Sum- ar jjeirra taka greinilega afstöðu til kristindómsins en sumar j ekki. Sumar eru trúarbrögð, ' aðrar ekki, Vorir tímar eru oft nefndir tímar vísindanna, Menn rann- saka og rannsaka, finna ein sannindi í dag, önnur á morg- un, en þriðja daginn stendur ekki steinn yfir steini af því, sem nú er bezt vitað. Svo óð- 1 fl.uga breytast viðhorfin. Hinir lærðustu menn skrifa bækur um ým.s viðfangsefni og rekja jjau út frá vísindalegu sjónar- miði En eftir nokkur ár verða jjeir að taka sér penna í hönd aftur og lýsa því yfir, að flest af |jví, sem áður var »sannað« só nú úr gildi fallið vegna nýrra »sanna,na« og fjví með, að jjetta I sc eðli hinna sönnu vísinda. Það j má vel vera satt. Ég geri ekki ! kröfu til að vera talinn með vis- indamönnum og get því ekki svo vel um það dæmt. En til eru jjeir menn, sem telja |jað, að vís- indin hafi hrakið kristindóminn. T’að er rangt. Þau hafa hrakið sjálf sig, en kristindómurinn stendur óhaggaður. Sannir vís- indamenn gera heldur ekki neina kröfu til Jjess að útrýma kristindóminum í nafni jjeirra. Sú krafa er sprottin frá þeim, sem ginið hafa við nokkru úr vísindunum sem átyllu fyrir fyrirframmyndaðri skoðun á kristindóminum, en eru sjálfir engir vísindamenn og kunna eigi með þau að fara. Hin sönnu vís- indi raska engu í kristindómin- um og viðui'kenna vanmátt. sinn | á þeim sviðum, sem hann nær yf'ir. Nú hefi ég lauslegt nefnt tvær stefnur, sem oft eru taldar ein- kenna vora tíma. Sumir telja, að frá jjeim stafi kristindómin- um mikil hætta. Það er satt, ef þeim er eigi mætt á réttan hátt af hálfu kristindómsins. Guðleysið er óviðráðanlegu r fjandmaður, ef jjví á að mæta með mannlegum vopnum. En ef því er mætt með lífi og krafti kristindómsins, þá mun enn fara eins og ávallt fyrr í mannkyns- sögunni, að kristindómurinn mun lifa. Vísindin eru hættuleg krist- indóminum, ef jjeim er hleypt inn á hans svið, En ef hvoru fyrir sig er haldið aðskildú á sínu sviði, vísindunum á því mannlega en kristindóminum á því trúarlega, þá mun allt vel fara. Þessar tvær stefnur eru ekki trúarbrögð. En á vorum tímum úir og grúir af fjölda stefna, sem eru ný trúarbrögð. Marg- ar Jjeirra eru upprunnar einmitt nú á síðustu áratugum, en aðr- ar hafa lifað lengur í ýmsum rnyndum, Þessar stefnur hafa ýms nöfn og telja sig geta leyst kristindóminn af hólmi. Sameig- inlegt jjeim öllum er Jjað, eins og margir hafa áður tekið fram, að |>ær eru viðleitni mannsins sjálfs, til Jjess að komast í sam- félag við Guð, en j>ær reikna ekki með hinu mikla. djúpi, sem staðfest er mili Guðls og manns- ins, syndinni, og enginn maður af eigin rammleik kemst nokkru sinni yfir. Með öðrum orðum. Þær ætla sér það, sem ómögu- legt er- - Frá jjessum trúarbi ögðum getur kristindóminum stafað mikil hætta. Þjónar kristindóms- ins verða að hafa vakandi augu svo ekkert úr þessum stefnum nái að draga úr opinberunar- mætti hans. Kristindómurinn er híð gagnstæða við þessi trúar- biögð. Hann krefst ekki af vianninum Iress, sem ómögulegt er, jjví það sem fyrir mönnunj var ómögulegt jjað gjörði Guð (Róm, 8, 3.). Með öðrum orðunr kristindómurinn er leit Guðs að manninum. Mesta hættan fyrir manninn er það, að hindra þessa leit Guðs, en það gera svo marg- ir með því t. di. að leita þar, sem Guð er ekki að finna! Innan kristindómsins ber einnig á ýmsum nýjum stefn- um. Þær eru einu nafni nefnd- ar róttækar guðfræðistefnur, svo sem hin svonefnda ný-guð- fræði og aðrar »frjálslyndar« stefnur. Þeim er það sammerkt, að þær setja manninn sem æðsta úrskurðarvald í stað opinberun- ar Guðs í orði hans. Þeir búa sér til hver fyrir sig ákveðna, eða óákveðna, guðshugmynd, sem þeir kalla svo, og hefla svo af Guðs orði það, sem Jjeir telja ekki geta samrýmzt guðshug- mynd sinni. Þannig eyðileggja jjeir mesta fjársjóð kristninnar og hennar beittasta vopn! En innan um allt |jetta lifir samt gamli kristindómurinn, hið nítján hundruð ára gamla fagn- aðarerindi, sem |jó alltaf er nýtt. I hinu grugguga öld.uhafi nú- tímans rennur enn hinn silfur- tæri straumur Guðs opinberun- ar. Enn berst að eyrum vorum vitnisburður þeirra, ungra og gamalla, sem hafa með fögnuði vatn ausið af lindum hjálpræð- isins. Guð lifir og Orð hans er ennþá beittara hverju tvíeggj- uðu sverði og betra hverju græðslulyfi. Það starfar enn þar, sem það fær að starfa, og flyt- ur syndurum fyrirgefningu Guðs náðar. Þetta er leyndar- dómurinn í kristindóminum og meðan hann er ekki í burtu tek- inn, er sigurinn hans. Stefnurnar berjast um yfir- ráðin í heiminum, en þær fá al- drei útilokað kristindóminn. Ot- an frá verður hann aldrei lagð- ui' að velli! En er honum þá engin hætta búin? Jú, mikil hætta. Þótt ut- a,n frá verði hann aldrei unn- inn, þá getur hættan, sem kann að veikja .hann, komið innanað, frá þeim, sem eiga að vera jjjónar hans. Ef frá hon- um er tekið vopnið, þá fellur hann. Ef þjónar hans beita ekki sverðinu eða gera það bitlaust, þá er dauðinn vís. Þetta er hin mikla hætta á vegi kristindómsins og mér ligg- ur við að segja eina hætta. Kirkjumál þjóðar vorrar virð- ast nú í mikilli niðurlægingu fljótt á litið, þótt glögg vormerki sjáist víða. En eitt getur bjarg- að og aðeins eitt,'og það er Guðs orð. Vilhelm Beck, hinn mikli vakningaprédikari Dana, sagði eitt sinn í ræðu á umræðufundi um trúmál í Kaupmannahöfn: »Leggist á kné fyrir Bibliunni, ])rófessorar!« — Ég vil taka méi' ]>au orð í munn og segja við meðlimi hinnar íslenzku kirkju: >:Á kné fyrir Biblíunni!« Ástr. S. Brezka og erlenda Biblínfélagi'J fœrir stöðngt út kvíarnar. í septeni- ber í hittifyrra tilkynnti félagið að þýðingu Biblíunnar á Tibetsku vœri lokið, og hefði félaginu verið afhent- ur síðasti hluti handritsins. Arið 1905 var byrjað á ])ýðingunni og voru ]>á þýddar 1. og 2. Mósebók. 1913 var Nýja-testainentið þýtt, 1930 Kon- unga og Kroniku-bækurnar. Tibetsk- ui prestur hefir aðallega unnið að þýðingunni. Síðan þessi fregn kom er kunn- ugt um að Biblían hefir verið þýdd á tvö önnur tungumál, sem hún hefir ekki verið til á áður. Annað þeirra ér talað af 150.000 manna þjóðflokki sem býr syðst i Abessiníu. Hlutar úr Biblíunni hafa verið þýddir á mörg ný tungumál.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.