Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1936, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.02.1936, Blaðsíða 4
12 B J A R M I Árið 8em leið. Niðurl. ir, sem farnir voru að dofna, hafa endurvaknað til nýs starfs fyrir málefni Guðs. Þaxð er ó- mögulegt að segja neitt ákveð- ið urn, hver muni verða árang- urinn af þessari hreyfingu í Danmörku, en hitt er víst, að hún hefir vakið hugsanir hjá mörgum, sem má gera sér von um að verði til styrktar jákvæð- um kristindómi í framtíðinni. Noregur. Yfir Noregi virðist hvíla meiri náð en flestum öðrum löndum. Starfið þar er rekið af miklum krafti. Það má segja, að stöðugt sé vakning einhvers- staðar. Orðið er boðað og fólkið kemur að hlusta. Meðal æsk- unnar er öflugri kristin hreyf- ing en fyr. Kristileg félög ern meðal stúdenta, menntaskóla- nemenda og jafnvel í gagn- fræðaskólumi. Norðmenn halda fast við játninguna og Orðið í boðun sinni og starfi, bæði prest- ar og leikmenn. Safnaðarpresta- skólinn hefir átt sinn mikla þátt í að gera hinn jákvæða kristin- dóm svo öflugan innan kirkj- imnar, sem raun er á orðin. Það, sem hér hefir verið sagt, á eink- um við norska heimatrúboðið. Oxfordhreyfingin hélt áfram að starfa í Noregi og ávann marga. Barthstefnan virðist hafa haft talsverð áhrif sumstaðar. Frá Sviþjóð og Finnlandi hafa ekki borizt neinar fregnir, svo hægt sé að gefa yfirlit. ★ Enda þótt kristindóraurinn eigi mikið og almennt fylgi á Norðurlöndum, mætir hann þó megnri mótspyrnu frá ýmsum, bæði marxistum og öðrum efnis- hyggjumönnum, að ógleymdum hinum ýmsu heimspeki- og trú- arstefnum. Fríhyggjumenn og trúleysingjar berjast leynt og Ijóst gegn trú og siðgæði, með allt of góðum árangri. Frjálsar ástir, fóstureyðingar og afnám trúarbragðafræðslu eru þau rnál, sem þeir reyna mest að knýja fram eins og sakir standa Sorpritin er og eitt meðalið, sem notað er til að hafa áhrif á unglingana. Um öll Norður- lönd hafa trúaðir menn risið gegn þessum ófögnuði, og haft talsverð áhrif. En samt sem áð- ur síast lausungin inn í þjóðirn- ar, að meira eða minna leyti fyrir atbeina og starf þessara manna. Kristnir menn eiga í harðri baráttu við vald hins illa. Al- geran sigur munu þeir ekki vinna, en margar sálir munu þeir ávinna, ef þeir reynast trú- ir. Koma Drottins Jesú er ef til viil nær en margir halda, og og hann mun að lokum vinna hinn aigera sigur. »Þreyið því bræður þangað til Drottinn kem- ur. Sjá, akuryrkjumaðurinn býður eftir hinum dýrmæta á- vexti jarðarinnar, þangað til bann hefir fengið haustregn og vorregn. Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drott- ins er í nánd.« Jak. 5, 7—8. (Yfirlitið' að mestu eftir »For Fatt- ig og Rik«). Til vinar míns cand. theol. S. Á. Gíslasonar. Eftir sextivf áraskeið, ungur, frjáls og glaður, þú ert enn á þroskcdeið, þú ert sannur maður. Þú hefir starfað manna m&st, mátti þig enginn letja, Guðs alvæpni borið best, barizt eins og hetja. Þú hefir stundum þunga rann þolað á sumri’ og velri. Bráðum sérðu sigurtauv, silfri og gulli betri. Ferðastu’ enn um fjoll og strönd, fræðslu er víða þörfin. — Signi Drottins hcilög liönd hjarta þitt, —- og störfin. Sumarliði Halldórssov. Brennið allar brýr. »Brennið allar brýr að baki ykkur,« skipaði einu sinni hers- höfðingi nokkur hermönnum sinum, sem nýlega voru farnir yfir brú, sem straumhörð á rann undir. Því næst sýndi hann þeim, hve alvarleg aðstaða þeirra væri. »Fyrir framan ykkur,« sagði hann, »eru fjandmennirnir, fyr- ir aftan ykkur er dauöinn. Það er ekki nema um tvennt að velja. Annað hvort. verðið þið að sigra eða láta lífið.« Þetta sama vil ég segja við yður um afstöðu yðar til Krists. Brennið brýrnar að baki yðar. Gjörið alvöru af því að segja skilið við hið liðna. (H. Drummond). l)r ýmsum áttum. Blaðinu hafa nú bæzt ríimlega 70 nýir kaupendur. Gætuð þér ekki hjálpað til þess að þeir væru orðnir 100 við næsta tölublað? ★ Skáldsagan, sem hefst í þessu blaði, er eftir sænsku skáldkonuna Elisa- beth Beskow. Sagan er aðeins rúmar 60 blaðsíður. ★ Fönikumenn, sem taldir voru dug- legustu sjómenn forn: Idarinnar, höfðu engan annan áttavita en dff- una. Pegar eitthvert af skipum þeirra lagði til hafs, voru hafðar nokkrar dúfur meðferðis. Þegar þeir þurftu að átta sig, eða vita hvorl. þær voru nálægt landi, sleptu þeir einni af dúfunum. Þegar fuglinn var kominn nógu hátt upp, gátu þeir átt- að sig og farið í þá átt, sem hann flaug. Plínius eldri minnist einnig á þetta. Oið Biblíunnar um dúíuna, sem Nói sendi út frá sér úr örkinni eru þá ekki uppspuni, heldur svara þau nákvæmlega til þessarar fornn sjðmannavenju, sem maður rekst cinnig á hjá Indverjum á blómaár- um þeirra sem sjómanna (um 700 f. Kr.). ★ A Indlandi eru nú nálægt. 6% millj. kristinna manna. Af þeim eru 2/5 hlutar kaþólskir. Um 5000 mótmæl- enda trúboðar frá Evrópu og Ame- ríku starfa á Indlandi. Mótmælendatrúboðið á samtals um 15 þús. barna og unglingaskóla, 500 æðri skóla og 38 lýðháskóla. Einnig á trúboðið um 200 spítala og fjölda annara liknarstofnana. ★ 1 fréttum, sem sKristel. Dagbl. birti frá Færeyjum, er sagt frá þvS að unnið sé að byggingu <1 nýrra kirkna 1 vetur. Eru þær byggðar að nokkru Ieyti með styrk frá I.ögþing- inu, en einnig með frjálsri fjársöfn- un. Pað, sem þó vekur mesta athygli manns er, að íbúar þeirra sókna, sem i hlut eiga, vinna að meiru eða minna leyti að kirkjubyggingunni í sjálf- boða vinnu. Verkið verður þvi helzt að vinna að vetrinum, áður en hinir yngri menn fara burt í atvinnuleit. Mikil heill er það hlutaðeigandi söfn- uðum, að slíkur áhugi fyrir kirkjunni skuli vera meðal safnaðarmeðlim- anna. ★ Trúlboði nokkur heyrði eitt sinn (vo Kínverja tala saman á eftirfar- andi hátt. Annar þeirra var kíistinn. »Trúir þú að Guð sé til?« spurði annar, bersýnilega tll þess að hæða landa sinn. »Já, ég trúi því,« svaraði hann. »Trúir þú einnig þvl, að Guð sé alstaðar nálægur?« »Já, ég trúi því.« »Trúir þú, að til sé eilíf glötun?« »Já.« »Heldur þú þá, að Guð sé í glöt- uninni?« Augnablik sat hinn kristni Kín- verji þögull og sneri bjarta sínu til Drottins til þess að öðlast ljós og leiðbeining. Því næst svaraði hann: »Ég get líka svarað þessari spurn- ingu. Dýrð Guðs og hátign er á himni. Náð Guðs og miskunn er á jörðu, en reiði Guðs er í glötuninni.c Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 5 var til með að halda, að han.n gæti náð einhverju takmarki uppi í skýjunum.. Hann var rid.dara- leg-t flón, sem vel gat fundið u.pp á því að fara að berjast við vindmyllur. Elsa Vinge brosti meo sjálfri sér, og það kom viðkvæmni í augnaráð hennar, þegar hún hugsaði um Hjálmar Brenn- ing; en hann var henni ekki neitt, því að ha,nn var ekki annað en drengur ennþá. En<?inn gat vitað, hvernig hann yrði, þegar hann þroskaðist. I þessari svipan kom einmitt sá, sem hún var að hugsa um, inn í anddyrið. Hann varó himinlifandi, þegar hann sá hana s:tja eina við arininn, Hann bar með sér svalandi kulda að utan. Það var enn þá hrím í yfirskeggi hans og í löngu, augnahárunum, en það þiðnaði brátt af hitanum frá eldinu.ro. Viðkvæmnin hvarf ekki úr augnaráði Elsu, þegar hún beindi því til hans, og sá hann standa þarna myndarlegan, ung,an og glaðlegan. Uppörfaður af þessu settist hann niður við fætur hennar og hallaði sér upp að knjám henn- ar, og var honum fyllilega ljóst, að hann leyfði sér nokkuð, sem hún myn.di ekki leyfa neinum öðrum. Hún þoldi honum það, af því að ha.nn var ekki annað en drengur. »Hvað eruð þér með þarna?« spurði hann, þegar hann lagði óvart handlegginn yfir vasa. hennar og heyrði skrjáfa í pappír. »Bréf,« svaraði hún kæruleysislega og hélt 6 áfram, til þess að hann fengi ekki tíma til frek ari spurninga. »Hve nær fæ ég að sjá vísurn- ar, sem þér lofuðuð mpr?« »Ekki ennþá. En frá hverjum er bréfið?« »Hvaða forvitni er þetta! Af hverju fæ ég ekki vísurnar núna?« »Hvers vegna svarið þér ekki spurningu minni?« »Hvers vegna svarið þér ekki minni?« Hún brosti og reyndi að slá öliu upp í garoan; henni fannst það alger óþarfi, að Hjálmar kæm- ist að bréfaskiptum þeirra Eiríks. »Ungfrú Elsa!« sagði hann með ásökunar- hreim í röddinni, »Herra Hjálmar!« svaraði hún í sama tón og augu. hennar tindruðu af glettni. Hann gat ekki stillt sig um að brosa. »Eg þori að veðja, að þér eruð með vísurn- ar á yður,« sagði hún. »Og ef ég er með þær, hvað þá?« »Þá látið þér roig .hafa þær undir eins.« »Ef ég geri það, þá segið þér mér frá hverj- um bréfið er?« »Það er alveg undir því komið, hvernig mér líka vísurnar,« svaraði hún. Hann hristi höfuðið með þannig svip, að það var eins og hann vild,i segja, að hún væri ómögu- leg, en það var einmitt það, sem honum geðj- aðist að. Hikandi hneppti hann jakkanum frá og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.