Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1936, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.06.1936, Blaðsíða 2
42 B J A R M I Viggó R. J essen: För til Palestínu. Frá Betlehiem ókum við svo til g’istihússins í Jerúsalem. Vor- um við komin þangað laust eftir hádegi. Borðaði ég; í skyndi, og leigði mér bíl, til þess að skoða Getse- mane,. á meðan samferðafólkið var að ljúka við að borða, og búa sig til brottferðar. Eftir skamma stund vorunt við í Kedrondalnum, beygð- um af Jeríkóveginum til vinstri. og námum brátt staðar við grasgarðinn Getsemane. Fyrir rúmum 40 áruni 'vár verið að grafa. í Getsemane, og gerðust á þessu.m stað aðfara- nótt föstudagsins langa,. I miðri kirkjunni, rétt framan við a,lt- arið, er ber steinklöppin. Þar á, eftir sögusögninni, Jesús að liafa beðið: »Faðir minn, ef mögulegt er, þá fari þessi bik- ar framhjá mér; þó ekki sem ég vil, heldur sem. þú vilt«. Niður á þessa klöpp hrr.ndu blóðdropar af enni hans —: vegna mín, og vegna þín. Til Getsemane liggur leið, minn lau^nari til þín. Að sjá, er blóði’ í sálarneyð, þú sveittist vegna mín. álíta, að séu, frá Krists dögum, er. aðrir telja ólíklegt. Héldum við síðan í skyndi til gistihússins aftur, og voru þá flestir farnir þaðan til járn- brautarstöðvarinnar. Kl. 2 lögðum við af stað frá Jerúsalemi með' eimlestinni, á- leiðis til Haifa. Fórum við nú aðra leið en áður. Fyrsti við- komu,staðurinn var borgin Lydda, eru þangað 48 km. ffá Jerúsalem. Frá L.ydda til Haifa eru 127 km. Lá nú leiðin yf- ir appelsínu- og aldinakra, sem eru á svæðinu frá Gasa til borg- arinpar Acre, sem er rétt fyrir norðan Haifa... AðaJlega eru þeir þó á Sharonsléttunni. Til Haifa komuim við um 6 leytið. Klukkustundu síðar roru landfestar ley.star og með að- stoð dráttarbáta fjarlægðist »Franconía« uppfyllinguna. Brá.tt sáum við,- að baki okk- ar vita. og ljós í IJaifa, og K arm- elfjall bera, við dimmbláan kvöldhimininn. C. Skovgaard-Petersen lýsir í bók sinni »Landet hvor Kild- erne sprang« hugleiðingum sín- um, er hann nálgaðist Jerú- salem. Farast honum orð á þessa leið, sem ég vil gera að mínum. »Andlega snauður er sá, sem stígur fæti á þessa helgu. staði, án þess að finna í hja.rta sínu til fagnaðar og ótta pílagríms- ins. Það vai' ganga á vígðum vegum, það Ara.r a,ð stíga. í bless- uð spor.« Viggó R. Jessen. komu, menn þá niður á rústir af kirkju, sem þar hafði verið byggð á fjórðu öld. Mælt er að sú kirkja ha,fi verið reist ná- kvæmlega á þeim stað, þar sem Kristur barðist í bæninni forð- um, Árið 1925 reistu Frans- iskusarmúnkar kirk.ju á grunni þessuro. I kirkjunni eru mál- verk, sem tákna atburðina, seir. Olíutré í Getsemane. 1 Ég gleymi ei, ég gleymi ei, ég gleymi’ ei þeirri pín. Minn Jesú kær, en kem til þín, þín kvöl er lausnin mín. Garðinn gat ég ekki fengið að skoða öðruvísi en yfir grind- verkið, því á þessum tíma dags | er hann lokaður. Sá ég þarna hin 8 gömlu olíutré, sero surnir Tru og þekking. »Fagnaðarerindið u.m Guðs- ríkið« eins og það á að boða það samkvæmt »nýjustu niðurstöð- um«, hefir liijómað gegnum út- varpið alveg nýlega fyrir rnunn þeirra séra. Björns á Borg, séra Eiríks Albertssonar og Sig. Ein- arssonar alþingismanns. Það undrar mig aðeins, þegar menn. sem gefa sjálfum sér þau með- mæli, að þeir séu að birta, það nýjasta á guðfræðisviðinu, hafa ekkert annað að færa á markað- inn en hagalagða aldamótaguð- fræðinnar. Sú guðfræði er búin að sýna svo vel sjálf hversu máttlaus og ófær hún var til að glæða. og efla trúarlíf í landinu eða auka veg kirkjunnar, að mönnum ætti að skiljast, að úr því hún ekki gat það, geta rytj- urnar sem eftir eru ekki áorkað öðru en að gera ástandið enn verra. 1 nálægt þrjátíu ár hefir »ný- guðfræðin« roótað og ráðið pré- dikun og starfi flestra. presta, ætti landsins, svo. gagnsemin bráðum að fara að sjást. 1 nálægt 30 ár hefir fráhvarf- ið og lítilsvirðing gagnvart kirkjunni færzt í aukana. I nálægt 30 ár hefir hin »ör- ugga leiðsögn,« vísindalegrar guð- frasði leiðbeint íslenzkum hjört- um um réttan skilning á afstöðu, I og sambandi mannsins við Guð, | og skilning á orði hans og kenn- ingum kristindómsins. Þessi 30 ár hefir þekking roanna á kristindóminum hrak- að áþreifanlega, lestur Ritning- ; arinnar minnkað, þó aldrei hafi ef til vill eins mörg eintök ver- ; ið til af henni og nú, og auk þess hafi vísindalega Ijósið varp- | að »skemmtilegri, skýrandi birtu yfir hið dulda« í kenning- j um hennar. I 30 ár hefir verið barizt gegn j hneykslunarhellum hinnar ! »gömlu guðfræði« og þær teknar burt, svo þær hindruðu ekki menn að leita Guðs. Á þessum sörou, árum hafa íleiri snúið sér burt frá Guði til heimsins, heldur en fyrr. Af hverju? Ekki voru hneykslan- irnar lengur til hindrana — Nei — en þær hafa heldu.r ekki verið. til hjálpar. Það skyldi þó ekki vera, að leiðin til Guðs liggi eftir þessum »hneykslunarhell- um«, þrátt fyrir »ví,sindalega« biblíugagnrýni? 1 30 ár hefir verið ymprað á því hve erfitt sé að trúa, »upp- risu holdsins«. Þessu, hefir verið breytt og enginn vei'ður var við að menn séu nær skilning á eðli eilífs lífs. Hvert er trúarlegt gagn þess- ara dásömuðu. frjálslyndu guð- fræði? ★ Séra Eiríkur Albertsson rædd,i um að kenning »hinna þröngsýnu« fengi ekki staðizt fyrir nútíroa þekkingu, og því sem þróunarkenningin, og spiri- tisminn hefðu leitt í ljós. Það er aðdáunarvert eða öllu heldur u,ndarlegt hversu íslenzkir prestar með 3—4 ára, háskóla- námi hafa getað aflað sér al- hliða vísindalegrar þekkingar, ,svo erfið sem aðstaða þeirra er til þess að standa í sambandi við vísindamenn. Skyldu þessii- »vísihid,aprestar« allt af álykta j’étt og hlutdrægnislaust um trú og nútímaþekkingu, þrátt fyrir sína alhliða vísindalegu mennt- un? ★ Maður er nefndur Robert A. Millikan. Ha.nn er einn af þekkt- ustu eðlisfræðingum heimsins. Honum voru veitt Nobelsverð- laun 1923 fyrir einangrun frum- einda og ljósfræðilegar athugan- ir. Auk þess hefir hann fengið fjölda annara viðurkenninga m. a. frá hinu konunglega vísinda- félagi á Bretlandi. Þessi maður er ákafu.r trúmaður á Biblíuna og játar djarflega trú sína a Krist. IJann neitar gildi Dar- winskenningarinnar, og telur hana ekki ná nokku.rri átt frá vísindalegu sjónarmiði. Bækur hans eru viðurkennd heimildar- rit og notaðar í allflestum há- skólum. Dr. Howard Kelly prófessor í læknjsfræði við Baltimore há- skóla er ku,nn,ur sem einn mesti skurðlæknir heimsins um þessar mundir. Bækur hans eru lesnar af læknisnemum um allan heim. Þegar hann gerir sérlega vanda- saman skurð þyi’past læknar víðsvegar að til þess að sjá hvernig hann, gerir það. Sér- grein hans er kvensjúkdómar. Dr. Kelly heldur samkomur fyr- ir unga, menn á hverjum sunnu- degi cg notar hvert tækifæri til að leiða sjúklinga sína til Krists, sem hann hefir fundjð sem frels- ara sinn. Dr. Kelly hefir gefið út bók uro meyjarfæðinguna, og segist trúa hverju orði, sem stendur í Nýja testamentinu um meyjar- fæðingu Krists. Þetta þykir merkilegt rit, þar sem höfund- urinn er hinn frægasti sérfræð- ingur í l>ví, sem lýtu,r að fæð- ingum og kvensjúkdómuro. Er þröngsýni og gamaldags að trúa meyjarfæðingunni? Hvað segir nútímaþekking dr. Kelly við trú hans? ★ Allt þetta nýguðfræðilega vís- indafálm er hvorki trú eða vís- indi. Það er vanskopuð hugar- smíð manna, sem ekki skilja til fujlfí heiroinn, sjálfa sig eða Guðs vilja, en finnst þeir hafa íurðu mikið ljós yfir allt þetta eftir 3—4 vetra guðfræðinám. Bj. Eyj. Trú þlna geymir þú bezt með því aó gefa öðrum hlutdeild í henni. -¥■ Gangir þú ekki að efasemdum hjarta þíns dauðum, munu þœr drepa Þig-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.