Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1936, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.07.1936, Blaðsíða 2
54 B J A R M I Samviima — óheilbr igdi ? Eitt af því, sem einkennir trúmálalíf nútímans, er hin stórfellda tilraun, sem gerð er til þess a,ð koma á sem allra víð- tækastri samvinnu milli allra þeirra, sem a.n dlegum málum sinna. í sjál.fu sér er hugsunin eðlileg, því sameining er öflugri en sundru,ng, En eins verður ao gæta, og þa*ð er, að undir yfir- skini }oessa,rar samvinnu, aö sameiginl.egri ver nd gegn hreinv, guðleysi, hefir slyngum en elsku- legum trúmálaspekingum tekizt, að mynda sér eitt hið bezta vopn, sem hægt er að hugsa sér, til stórfelldrar trúarbragðasam- bræðslu. Herópið um .samvinnui, sem nú er látlaust látið klingja í eyr- um manns, er ekki eins saklaust og dátið er í veðri vaka. I því liggu.r tilraun frjálslyndu stefn- anna, sem ekki tókst að ná tak- marki sínu með snöggu, áhlaupi, tiJ. þess að fá vilja sínum fram- gengt og þurka burtu þau greinamörk, sem verið hafa, Leiðin er auðvitað aðeins ein, og hún er sú, að fá alla til þess að sameinast um það, að láta kenn- ingar þær, sem einkennt hafa stefnurnar, l.iggja á milli hluta en sa.meinast heldujr um það, sem talið er hið stærsta, nefni- Jega að verja Guð og- guðstrú, og hamla u,pp á móti vaxandi siðleysi. Öneitanlega er dálítið ein- kennilegt við þetta heróp, Því er lostið upp á mjög svo hent- ugum tíma, þegar átökin milli hreinnar efnishyggju, og mis- munandi andleg-ra, eða, and- Ipusra liífsskoðana, harðna svo, að efnishyggjan hlífir ekki einu sinni sínum skyldustu skoðana- systrum, sem þó ,hafa barizt dyggifega með henni gegn kenn- ingunium um opinberun Gucte í orði hans og eingetnu,m syni, hvaó þá jDeim þi'öngsýnu. Frjáls- lyndu stefnurnar, h/ver fyrir sig, finna sinn eiginn vanmátt til þess að standa gegn þeirri mót- spyrnu, sem trúajrlíf almennt verður fyrir af hálfu efnis- hyggjunnay, og sjá sér því ekki annað ráð vænna, en að reyna að binda saman sem flestar trú- arskoðanir, í voni um, að því hærri sem höfðatalan er í fylk- ingunni, muni andlegum málum sýnd meiri vægð af hálfu heims- ins, og gefin meiri gaumur. En eins og áðuy er, sagt er einnig annað, sem miklu ræður í þessu máli, og það er, ajð marga fýsir að nota hinar erfiðu kring- umstæður, sem nú eru, til þess að stinga kennisetningar hinna jákvæðu því svefnþori, er svæfi þær fyrif fullt og aJJt. Þó fyrir ! þetta sé þrætt er það óhrekjan- legt, því reynslan sker úr. Það i er því brýn nauðsyn fyrir alla þá, sem fylgja hinni jákvæðu kenningu, að vera vel á verði gagnvart þessum kostaboðum samvinnumnar í trúmálum. Til- ; boðið til hinna jákvæðu, um sam- vinnu. til styrktar málefníniu, er aðeins grímuklædd tilmæli til þeirra, um að höggva, á festar i þess akkeris, sem |ieir liggja ör- j uggir við í trúnni, og’ Játa hrekj- ! ast undan stormunum með hin- um. Þetta hafa nokkv-.rir gert og liðið skipbrot á trú sinni. ★ Þessi fyrirhu.gaða samvinna til varnaj' Guði og májefni hans er fyrirfra.m ,d,auðadæmd, þótt lienni ef til vilj takist að blekkja nokkura. Hún er byggð á svo óheilbrigðum og óljósum grund- velli, ef grundvöll skyldi kalla,, að enguim sem í aljvöru hugsar um trúarlegt starf, ætti að detta til hugar, að slíkt geti orðið til eflingar Guðsríki og útbreiðslu fagnaðarerindis hans. öhreinskilni og sjálfshyggja eru svo sterkir þættir í þessu björgunarbelti trúmálaskoða.n- anna að það myndi ekki, ef reynt væri, geta flotið sjálft, hvað þá hialdið öðrum uppi, Það er mannasmíði, ætlað til þess að bjarga málefni Guðs, en er kom- ið vel á veg með, að verða bein brauit inn í hof ajgyðistrúarinn- ar. P'órystumenn þessarar stefnu hrópa á frið, kærleik og skiln- ing, en í reyndinni ríkir hlut- d,rægni og umburðarleysi. Það er talað um að leggja niður kennisetningar og stefnurnar til hliðar, en reynslan fær mann til þess að segja: Einungis að þeir, sem|fyrir þessu standa uippfylltu þessa kröfu. — En það er öðru nær en svo sé. Grundvöllurinn undir þessari samvinnu er lagð- ur af hinum frjálslyndu og rót- tækui stefnum, og þegar átt er við það að láta kenningarnar liggja milli hl,uta, er einungis átt við það, að hinir jákvæðu ábyrg- ist nú að þegja. Otkomayi verður því sú eins og sagt væri við þá jákvæðu: Sláið þið af, við þurf- um þess ekki, því við erum búnir að því. Það er því deginum ljós- arai, að ef þeir jákvæðuj eiga að geta verið fylgjan.di samvinn- unni í einlægnj, þurfa þeir að af- neita ýmsu, í sannfæring sinni, sem bannar þeim að taka þátt í samvinnu, sem á nokkurn hátt leitast við að ráða um trúar- atriðin. Og eitt er víst, að sá, sem hefir upplifað afturhvarf og fyrii-gefningu syndanna fyrir trúna á friðþægingu Jesú Krists, getur ekki Jagt sig til | bræðslu í deiglu hinna, ýmsu trú- arskoðana. Það er aðeins Guö og- Guð einn, sem með Orði sínu j og anda fær að hafa nokkur á- hrif þar á. Meðan vitnisburður Guðs í hjartanu og í Orðinu bannar manninum að samlaga ,sig þeim, sem afneita því, sem lia.nn hefir sannreynt í lífi sínu, þá er hættulegt fyrir sálarlíf og | trúarlíf Jiess manns að gera það. ! Svik við sannfæringu sína eða. endrjrlausnara sinn, til þess að kaupa sér frið við þá, sem á ein- hvern hátt láta trúmál til sín taka, er keypt dýrara verði, en nokkur maður getur a,f hendi látið, án sálartjóns. Trúaður maour, sem hefir reynt kraft Guðs í lífi sínu sér til fi'elsis getur ekki la,gt til hlið- ar sannindi trúarinnar, til þess eins að afgreiða gagnslitlar- og þýðingarlauisar tiljögur á al- inennum fundum, Þótt reynt sé að hrópa það og' kalla að það séu, auka,- atriðin, sem greinir á um, en aðalatriðin séu sameiginleg, þá er slíkt vilja. Samvinna í hreinskilni tekst ekki af því, að hinir frjálslyndu halda, fast við margskonar guðshugmyndir nú- t íman.s — en þeir jákvæðu hajda fast við hina einu algijdu opin- beru,n Gnðs í Kristi Jesú. Þá greinir á um eðli Krists, um fæðingu hans, um kraftaverkin, um fórnardauða hans, um upp- risu hans, u,m himnaför hans, u,m heilagan anda, um endur- komu Drottins, og um dóminn, Þá greinjr á um mælikvarðann, sem eigi að fara eftir, u,m synd- ina, og upptök hennar og afleið- ingu. Þá greinir á um manninn, eðli hans og mögujeika. Eru þetta allt aukaatriði? Hvað er þá aðalatriði? Er það það, að geta engu, játað, en hafa aðeins grun u.m eitthvað eða hugmynd? Nei, sannleikutrinn er sá, að þá greinir á um aðalatriðin, Fyrir því getur ekki tekizt samvinna, nema aðrir hverjir láti undan — og þó er því hampað í tíma og ótíma að Lúther sagði, að það væri skaðlegt að breyta gegn samvizku sinni. ★ Þa,r sem Guð á að geta starf- að gegnum menn, þarf fyrst og fremst: kærleika (meira en að- eins orðið), hreinskiljni, einlægni og hlýðni við kalj Guðs og Orð, hvort sem öðrum finnst það skynsamlegt og hen-tugt eða ekki, Nú er sannleikurinn sá u,m þessa samvinnu að þar má ekki vera hreinskilni, því þá er allt komið í bál og brand. Að játa trú sína í eintægni er að brjóta samkomulpg, og að híýða orði Guðs, eða hajda sér fast við það, er að stofna til ófriðar og setja sig dómara yfir öðrum; — I ein- lægni spurt: Er þetta hentugur staður fyrir G-uðs anda að nota sem aflstöð fyrir óihjúpaðan boð- skap sannleikans? Er það ekki áhætta fyrir mennina að stofna til samkomulags, þar sem verð- ur að sniða af sannleikanum, og helzt má burt sem fjest atriðí, til þess að syndugu,r heimur kinki kolli til samþykkis, en hafi eftir sem áður kalt og vont van- trúar hjarta? Nei, það verður ekki fram hjá þvi komizt, að öll þessi yfirborðs samvinna er ósamrýmanleg reynslui jákvæðra trúaðra i m-anna. Og umfram aljt, það verðuir ekki sigrast á valdi djöf- ulsins með því að opna honum dyr inn í kirkjuna með óheilind- u,m, og setja manninn sem úr- skurðarvald í sa,nnindum trúar- innar. Það verður ófrávíkjanleg krafa aljra Jútherskra manna, að Guðs Orð og heilagar játning- ar séu úrskurðarvald, því vér vitu,m ekkert u,m Guð og eilífa lífið nema, það, ,sem hann hefir opinberað oss af sinni náð. Vitnisburður Guðs í hjartanu og í Orðinu er fyrir öllu_jafn- vel þó úr piédikunarstóji sé fest á menn nafninu hræsnari, ásamt nokkurum ódyggðu-m. Slíkt er aðeins mynd af heilindum þeirr- ar samvinnuj, sem byggir allt á því að krefjast umburðariyndis, kærleika, og að forðast það að dæma — en uppfyHir ekki sjálf þessajr kröfur. ★ Ö, þú dásama. samvinna! Þú, sem æfclar á þessum heilbrigða grundvelli að bjarga Guði og ríki hans frá hruni. Skyldi þér takast það? Eða skyldi Guð enn þá einu -sinni þurfa að veita, von- lausurn og guðvana syndara, réttlæti fyrir trúna á Krist, og setja hann síðan sem stólpa í hið ósigrandi musteri sitt, og sem vott u.m frelsiö í nafm Drottins Jesú? Sk.yld.u þessir tímar veita oss volduga bar'daga- hetju, nýjan Lúther, sem gengi. fram hjá mektarmönnum og beint að Orði Guðs, þessu orði, sem hin »hedlbrigða,« sa-mvinna þolir ekki að bent sé á sem mæli- kvarða. Ættum vér ekki að snúa oss burt frá slíkri samvinnu, og vænta mikilla hjuta frá Guði? Treysta því að hann komi og verji sig — ef hann þarf á að halda — og um fram allt að hann af náð sinni verji oss. veika.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.