Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1936, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.08.1936, Blaðsíða 3
B J A R M I 59 KIUSTILEtiT HEIMILISBLAÐ Otgefantll: Ungir mcnii í Kcykjnrik. Áskriftaivjnlil kr. 5.01) á ári. Kciinir út 1. <ig 15. livcrs mánjiðrr. (i.ialddagi 1. jáni. KHstjói'ii: Ástráðiir Sigii's cl dórsso i Kjarni Eyjólfsson Giinnnr Sig'tu jónsson. Afgrciðsla Þór.‘götu I. — Sími ”5(U. Pósthólf 061. Prentsniiðja Jóns Helgasonar. Vakning. Tslending-ar hafa unun af að tala um vor og vorboða, Þegar líður á veturinn fara þeir að þrá vorið, og Ijegar fyrstu, vor- boðarnir koma, hlýnar.þeim um h.jartaræturnar. Vorið kemu.r nreð líf og* yl., En í, Guðsríki? Er eins v.ak- andi vorþrá í hjörtum manna hér á landi gagnvart blómgun í ríki Guðs? Það virðist ekki svo. Utan. að berast fréttir um trúarvakningar, sem grípa hundruð, já, þúsund.ir manna með sér. Raddir mannanna þagna, og raust heimsins hljóðn- ar — það er Guð og Guð einn, sem fær að tala,. Réttlæting frá Guði, fyrir trúna á endurlausn- ina í Kristi Jesú, fær bústað í hjartanu í stað eigin hroka. Kraftu.r andans til helgunar fær að komast að í lífi manria, í stað sjáifselsku og syndalífs., Kær- leika Guðs er úthellt í hjörtun í stað mannlegrar kærleikskennd- a.r. Nýtt líf, nýr kraftur, ný af- staða til Guðs veitist hjörtum, sem leyfa Orði Guðs að komast að með hinn aijvarlega sannleika u.m manninn og Guð. En hér heimia? Hér hljómar einnig boðskap- urinn frá Guði, Guði sé lof! Hér endurnærast og vakna hjörtu. En vakningu — fáum við ekki bráðum trúarvakningu? Spurn- ingin er heit, hjartað brennur — og- Guð bíóur með náðargjaf- ir sínar, að menn taki við þeim,. - Biðjum urn vakningu! Bið.j- um Guðsorðinu greiða braUit inn í hjörtu meðbræðranna! Guðs náð leitar inn í hjarta þitt — Fær Guð að tala við þig — eöa á sjálfsvilji þi,nn og álit mannanna. hefðarsætið í hjarta þínu? — Guð þrýstir á með vakningu til handa þjóðinni, þó hún standj á móti. Það er miargt, sem bendir til þess, að sú stíí'ia springi og Orð Guðs leiti inn yfir landið, því margar sálir þyrstir eítir Orði frá Guði — eftir að reynt hefir verið að halda því frá þeim árum saman. Þar, sem Guðs Orð fær að kom- ast að, þar verður vakning. Hvar verðiir |hi í eilífömni? Eitt sinn konr ungur franskur maður til hins fræga enska geð- veikralæknis, Forbes Winslow eldri, til þess að fá leiðbeining- ar h.já honum. Hann hafði með- mæli frá ýmsum kunnum mönn- um í Frakklandi, meðal annara Napoleon III, sem var keisari um þessar mundir. Dr. Forbes Winslow las bréfin, sneri sér þvi næst að hinum unga, manni og' sagði: »Hvað er að yður?« »Ég veit það ekki«* »Ha,fið þér orðið fyrir fjár- tjóni?« »Nei, ekki nýlega«. »Hafið þér beðið álitshnekk?« Nei, ekki svo ég viti til«. »Hafið }iér misst einhvern vin?« »Nei, ekki nýlega«. »En hvað er það þá, sem sviptir yður friði?« »Dr. Winslow, það' vil ég helzt ekki segja yðúr«. »Ef þér ekki segið mér það, get ég ekki hjálpað yður«. »Jæja«, svaraði maðurinn, »erfiðleikar mínlr eru þessir: Ég er frjhyggjumaðu.r, og faðir minn var það einnig. En þó und- arlegt kunni að virðast, þá stendur ]>essi spurning ljóslif- andi fyrir mér, á hverju kvöldi, er ég geng til hvíldar: Eilífðin! Hvar verð ég í henni? Ég get ekki sofið á næturnar, heldu,r aðeins hugsað um þessa spurn- i.’igu. Ef mér tekst að blunda, þá tr það hræðilegra, heldur en | að vaka, og ég vakna með skelf- ingu við vondan draum. Þessi j spu.rning þjáir mig alla nóttina- Eilífðin! Hvar verð ég í eilífo- inni«. Dr. Forbes Winslow svaraði: »Eg get ekki hjálpað yður, en ég get sagt yður frá lækni, sem getur hjálpað yður«. Að svo mæltu tók hann Biblíu, sem lá þar á borðinu, fletti upp Jesaja 53,5 og las: »Hann var særður vegna vorra synda og kramdnn vegna. vorra misgjörða; hegning- in, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heil- brigðir«. Hæðnisbros lék um varir j franska mannsins, er hann sagði: »Dr. WinsJow! Ætlið ])ér a,ð telja mér trú u.m, að svo þekktur vísindamaður sem þér, trúið hinum úreltu hjátrúar- kreddum kristindómsins?« »Já«, svaraði dr. Forbes Winslow, »ég trúi á Jesúm Krist, og ég trúi Biblíunni. Trú- ' in á Ritninguna og‘ á Krist, hef- ir frelsað miig frá því að verða eins og þér eruð«. Frakkinn laut höfði augna- blik. Því næst sagði hann: »Sem heiðarlegur maður ætti ég að minnsta kosti að vera fús til að íhuga málið. Viljið ])ér leiðbeina mér?« ' Dr, Windslow samþykkti það, og geðveikrakoknirinn varð sálu- sorgari. Hann sýn.dj hinum unga manni veg Guðs Orðs frá myrkri til Ijóss. Eftir 3—4 daga voru efasemdir hans horfnar, og hann sneri til Frakklands með frið í hjarta, þvi hann hafði fengið sva,r við þessari spurn- ingu: Hvar verð ég í eilífðinni? — En þú lesar’i? Ert þú fuliviss um afdrif sálar þinnar? Hefir Jesús Kristur fengið að leggja vitnisburð sinn í hjarta þér? Athugaðu það vel, því á því byggist andleg velferð þín um eilífðí »Trú þíni á Drottin Jes- úm og þú munt hólpinn verða«. (Post. 16.31). Kraftaverk. Miðaldra maður, sem verið hafði mikill drykkjumaður, snerist til lifandi trúar. Nokk- urum mánuðum síðar hitti hann nútíma frí.h.vggjumann og fann sig knúðan til þess að vitna fyrir þeim manni, sem hallmælti þeirri trúarvakningu, sem var í bænum. »Svo að þér eruð einnig orð- inn »aJ'turhorfinn«, sagði frí- hyggjumaðurinn, »þér trúið þá líklega k.raftaverkum?« »Já, það geri ég«, svaraði hann, »Þá getið þér ef til vill sýnt mér, hvernig Jesús breytti vatni j í vín, eins og sagt er frá í Biblíu yðar«. BRITTA 51 stúlkunni, sem gefið hafði, — Án þess að skeyta um hávaðann og glaðværðina í kringum sig, las j hann það, sem hér fer á eftir: Til hins óþekkta vinar míns! Þiggið gjöf frá stúlku, sem ber umhyggju fyr- ir sjómönnum. Þér getið ef til vill haft gagn af henni. líg hefi saumað svo margar góðar óskir um lieill og hamingju inn íhana. Fyrst af öUu óska ég, að Guð megi verða Guð hjarta yðar, ef hann er það ekki þegar. Ef þér tilheyrið hon- um, þá getur hann varðveitt yður; ef þér til- heyrið honum ekki, þá get.ur hann fumdið yður, því að' vegir hans liggja einnig um hafið og hin miklu vötn. Það vœri gaman að fá. að vita, hver hefir fengið gjöf mína. Ef yður skyldi langa til að skrifa og segja mér eitthvað um sjálfan yður, þá skuluð þér skrifa til fírittu lieiner, Skógarvarðurbústaðnum, Ortofte, Svíþjóð. »Hjálmar«, hvíslaði Níels í eyru hans, »þykir þér mjög leitt, að þú skulir ekki geta komizt héðan?« »Af hverju. heldur þú það?« spurði Hjálmar utan við sig. »Þú ert þannig á svipinn. Allir hinir masa og eru glaðir, en þú situr þögull og ert svo alvöru- 52 gefinn á svipinn, Ertu þá ekki ánægður með það, sem þú heíir fengið?« »Jú, meira en ánægður«, svaraði Hjálmar eins og í draumi. »Sjáðu hvað ég fékk! Er það ekki fa.llegt?« spurði Níels. Hjálmar dáðist að gjöfinni og sýndi honum sína, þegar hann var búinn að stinga bréfinu í vasann. Níels þótti mjög gaman að »sjómanns- frúnni« og óskaði vini sínu til hamingju með þetta óvænta »hjónaband« hans þetta kvöld. Nú var aftur tekið að leika á orgelið, og allar raddir tóku undir lokasálminn með enn meiri krafti en áður, Síðan bað prestu,rinn stutta bam, áður en menn skildu. »Ætlar þú nú að fara til ,hinna?« spurði Níels, þegar hann og Hjálmar voru aftur komnir út á götuna. »Eg fer að minnsta kosti heim með þér fyrst«, svaraði Hjálmar. »Sérðu eftir því að þú fórst með til sjómanna- heimilisins?« »Nei, ekki get ég sagt það«. »Ó, það var gott«, sagði Níels og létti auö- sjáanlega, »því að ég hefi skemmt mér svo vel, en það hefði eyðilagt fyrir mér hálfa gleðina, ef ég hefði vitað að þú hefðir bara setið og látið þér leiðast mín vegna«. Sjómannaheimilið var rétt við höfnina. Þess

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.