Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1936, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.08.1936, Blaðsíða 4
60 B J A R M I »Nei, það get ég- ekki sýnt yð- ur. En gjörið þér svo vel að kórna með mér heim til mín, þá skal ég- sýna yður annað krafta- verk, ,sem hann hefir gert. Hvernig hann hefir breytt öli og víni í húsgögn, góðan fatnað og hamingjusama fjölskyldu«. Heimkoman. Hinn þekkti ameríski prédikari dr. Morrison segir frá ]iví, að hann hafi lagt af stað í ferð sína út um heim- inn, til þess að boða fagnaðarerindið, um leið og Roosevelt lagði af staö til Afrlku í veiðiför sína. Morrison ferðaðist frá einni stórborginni til annarar, pr.'dikaði í tíma og ótíma og það er sagt, að í þessari ferð hafi hann beðið til Guðs með þúsundum sálna. Það vildi nú svo til aö hann kom heim aftur til Ameríku um leið og Roosevelt kom aftur úr sínu ferða- lagi. Sjaldan hefur verið tekið á móti r.okkrum manni með meiri hrifningu en Roosevelt í þaö skipti. Honum var heilsað með fallbyssuskotum, fagnaö- arlátum, ræðuhöldum, veizlum, — já öll New York stóð á öndinni, og þaö sama endurtók sig það sem eftir var leiðarinnar. Morrison gekk aftur á móti 1 land, án ]>ess að nokkur gæfi honum gaum, leitaði uppi járnbrautarlestina og hélt áfram heim til sín. Á járnbraut- arstöðinni tók enginn á móti honum, gamall burðarmaður heilsaði aðeins öllum farþegunum eins og venjulega: Halló þarna! — Hann tók töskurnar sinar, sína I hvora hendi, og gekk heim á leið T þungum þönkum. Hann haföi unnið þúsundir sálna fyrir Krist og þannig var honum fagnað við heimkomuna. Hinn hafði aftur á móti skotiö nokkra fíla og ljön, séð nokkra fjalltoppa og honum var fsignað með slíkum fagnaðarlátum! Morrison var nærri því orðið gramt í geði þar, sem hann gekk eftir göt- unni. Þá sló allt í einu einni hugs- un niður í huga hans: Hann lét frá sér töskurnar, rétti úr sér, leit til himins og sagði: »Pú ert ekki kominn heim ennþá, Morrison! Illutverk þitt. A sumarmóti danska heimatrúboðs- ins i Höjbodal sagði prestur einn að nafni Borris m. a.: Drottinn hefir sérstakan tilgang og markmið meö lífi sérhvers nfanns. Það eru tii menn, sem finnst, aö' þeim sé ofaukið, og þeir verða leiðir á lífinu. Pað er þungbært að hafa þá tilfinningu, að enginn mundi sakna vor, ef vér værum horfnir burtu. En það er einn, sem hefir not fyrir þig, og sem gerir ráð fyrir þér, og það er Guö á himnum. Hann hefir verk handa þér að vinna, verk, sem verður ógert, ef þú ekki gerir það, og þá ábyrgð, sem þvl fylgi)', getur þú aldrei losað þig við. Á hinum mikla reikningsskapardegi á að gera upp reikningsskap fyrir það. Tilgangur Guðs með lífi þínu er, að þú skulii- þjóna honum með trú- mennsku og hlýðni til blessunar fyr- ir sjálfan þig og aðra. Lát þú tii- gang Guðs verða að raunveruleika í lífi þínu með því að snúa þér til hans og fari eftir hans vilja, og þá mun líf þitt hafa áhrif til bless- unar og frelsunar öðrum. Kirkjusókn. Séra l’. Nedergaard, prestur viö Elíaskirken í Kaupmannahöfn hélt íyrir skömmu fyrirlestur, í útvarpið danska, um nirkjusókn. Par komst hann meðal r.nnars svo aö orði: Eg held !ið vór eigum ekki að finna upp nein ný . eðul til þess að g:nna fólk- ið í kirkju. Vér eigum ekki aö keppa eftir lofi eða hlusta eftir hvað fólk helzt vill heyra. Vér eigum ekki að dylja erfiðleikana eða gjöra veg Krists bjartari en hann er. Pað er ekki ytri árangur, sem mest er undir kon)ið. Hin aldna kirkja getur stað- izt stormana, enda þótt turnarnir falli. Um borð í skipi kirkjunnar er Drottinn, sem hefur allt vald á himni og jörðu og sem hefir lofað að ve).i )neð sínum alla daga. Hlið Helja)- n)unu ekki verða yfii'sterkari söfnuði Guös. Og saga kirkjunnar sýnir að þetta ei- rétt jafnvel þótt safnaðar- íáð, kirkjustjórnir, presta)', biskupar og páfar þvældust fyrir«. Er djöíullinn til? Maig'ir trúa ekki, að djöfullinn sé til, en hann er samt sena áður alls staðar. icg verð bezt var við hann, þegar ég hefi tekið einhverja góða ákvörðun. Þá er hann undiseins kom- inn á vettvang. — Vlst er það inn- clælt. að vera góður, en vtrtu nú ekki ol' ákafur. Ætlar þú að hjálpa honun) ....? Ha, Ha, eins og- það gagni nokkuö! Notaðu heldu)- peninp;- ana þína sjálfur. Pér finnst það .... nú, jæja, en bíddu ]iá beldur þangað til á morguii. f g skil það vel, að þú viljir gjarna hjálpa, en hefir þú efni á því? Vertu ekki of ákufur. Pú ert veikui' fyrir hjartanu, ])ú þolir ]>aó ekki .... Pannig hvsílar djöfullinn, þegar maður ætlar að gera eitthvaö gott. Aftur á móti er ekkert hik á hon- um, þegar einhver hefir eitthvað illt í hyggju. Þá er ekki hægt að flýta sér nógu oiikiö. Þá er sagt: Heidur I dag' en á morgun. Pú ert hraustur, þú hefir efni á því, þú þolir það. Þetta er mér bezta sönnunin fyrir ]iví, að djöfullinn er til. (Servus í »Nyt Dagblad:.). 53 veg'na komu þeir þangað brátt og' fóru út í skip- ið. -- »Jæja, nú ertu. laus, Ætlarðu nú að snúa við?« spurði Níels. »Ekki al veg; strax«. »Hvað ætlar þú þá að fara aó gera?« »0, ég ætla að ganga hérna. dálítið um einn og hugsa«. Níels skildi þessa greiniiegu bendingu og bauð því góða nótt og fór niður í eldaklefann, og lá hann þar brátt í rúmi sínu og var farið að dreyma. Jafnskjútt og Hjálmar var orðinn einn, gekk hann að einu af ljóskerunum og las bréfið frá Brittu aftur yfir. Ha.nnt fór ekki aftur til félaga sinna, heldur sat uppi á þiljum þ&ssa heiðríku jólanótt og sökkti sér niður í hugsanir sínar. öll höfnin var full af skipum og bar hin mörgu siglutré þeirra við himin eins og svart ský. Hjálmar settist og- horfði á þau og hinar tindr- andi stjörnur, sem skinu niður til, han.s milli siglutrjánna. Því meir, sem hann hugsaði um heimilið, um Brittu og bréf hennar, því meiri löngun fékk hann til þess að svara. Það var ekki nema. rétt og sanngjarnt að þakka, fyrir það, sem hann hafði fengið, Hann tók því pappír og penna, og skrifaði, en breytti um leið hinni fallegu rithönd. sinni svo, að hún varð stór og klunnaleg: 54 Ungfrú Britta Reiner! Þökk fyrir »sjómannsfrúna« og fyrir bréfio. Þér viíduð fá að vita, hver hefði fengið gjöf yð- ar. Jú, það varð ég, og ég varð glaður við. Þér vúduð ennfremur heyra eitthvað um sjálfan mig, annars á ég engan að, sem spyr um mig. Kg varð sjómaður, af því að ég vildi eklci vera neitt. ann- að. Kg er ekki giftur, en ég á unnustu. Hún er mjög breytileg og dutlungafull, en alltaf fögur. Kg er hrifnastur af henni, þegar stormurinn geisar. Þá er erfitt að ráða við liana, en i þeirri baráttu finnst manni að maður sé reghdegur karlmaður. Þér furðið yður ef til vill á, hver unnustan mín mumi vera? Jú, það er hafið. Níc hef ég sagt dálítið frá sjálfum mér, en ég vildi Uka heyra dálítið frá ungfrú Brittu. Nœsta höfn, sem ég kem í er Marseille, og nafn mitt er með vinsemd og virðingu Kalle Storm«. Hann braut saman bréfið, ánægður með sjálf- um sér og kom því í póst. -— Það fyrsta, sem hann gerði, þegar hann kom á nasstu höfn, var að fara á pósthúsið og spyrja um bréf. Hann var svo eftirvæntingarfullur og ákafur, að hann gaf sér ekki tíma til umhugs- unar, heldur gaf upp sitt eigið nafn. Afgreiðslu- maðurinn hristi höfuðið, Það var ekkert bréf til Hjálmars Brenning, Úr ýmsum áttum. .Eins og kunnugt er, eru Skotar taldir, í skrítlum, vera nokkuð fast- heldnir þegar um fjármál er að ræða. Petta er nú samt ekki allskostar rétt livað snertir Skotska biblíufélagið að minnsta kosti. Á al]ijððasunnudaga- skólaþinginu, sem haldið var nýlega I Oslo, gaf t. d. félagið hverjum ])útttakenda Nýjatestanientið inn- bundið, en þeir voru uni 3000. ★ Samkvænit síðustu' hagskýrslum eru nú 34 kristnir háskólar á Tnd- landi. Uni 463 kennarai- starfa við þessa skóia, og 12658 nemendur sækja þá. Einungis einn sjötti hluti af neniendafjöldanum er kristinn. Á- litið er, að nú séu uni 74% íbúa Ind- lands, sem hvorki eru læsir eða skrif- andi. ★ Aiið 1836 stofnaði hinn kunni prestur og vakningaprédikari Jð- hannes Grossner (1773 1858), sjúlf- stætt trúboðsfélag. Grossner var út- lærðu)' kaþólskur prestur, en snei'ist siðar til mótmælendatrúar. Hann hefir orðið frægur fyrir vakningar- starf sitt og rit uppbyggilegs eðlis. Gossner hafði bi'ennandi áhuga A heiöingjalrúboði. 1836 stofnaöi hann til nánisskeiðs fyrir haniðnaðarmenn, sem vildu verða trúboðar. Gossner var úgætis sálusorgari, en tók ekki nógu mikið tiilit til erfið- leika þeirra, seni eru ú trúboðsakr- inum. Afleiðingin varö sú, að starf það er menn hans byrjuðu á, minnk- aði smám saman, og hætti að lokum alveg- sumstaðar. Eftirmaður hans var því neyddui til ]iess að skipu- leggja starf hans alveg að nýju. I5að ei- aðeins einn af trúboðsökr- um Gossners, sem stöðugt hefir verið starfað á, og það er nieðal þjðöflokks nokkurs, sem býr í skógunum I vest- ur Bengal. Þar hafa trúboðarnir unn- ið mikið og gott starf. Trúboðið þar á nú 22 aðalstöðvar og 488 útstöðv- ar. Það hefir 8 víg'ða trúþoða og 71 vígðan innfaiddan prest. I söfnuðun- um eru nú um 140 þús. meðlimir. ★ Stæista kirkja mótmælenda I Anie- ríku er talin vera kirkja nokkur, sem abessinskur baptistasöfnuður í New York á. Jafnframt mun sú kirkja vera með eldri kirkjum í N-Ameríku. i Núverandi bygging var byggð 1921 og kostaði nálægt 2 milj. króna. Kirkj- an tekur nálega 13,000 manns. ★ Fyrir 33 árum vai- aðeins ein trú- boðsstöö í Súdan. Nú starfa þar um , 21 trúboðsfélag n 180 trúboðsstöðv- | um og hafa um 670 trúboða I þjón- j ustu sinni. | ★ Frá Þýzkalandi berast þær fréttir, j að lögreglan hafi bannað útbreiðslu Biblíunnar, og sölu trúmálarita, í j umferðasölu. Pað starf hefir á liðn- : um tínium orðið til mikillar bless- unar, og er orðið ómissandi I þjón- ! ustu kirkjunnar 1 sveitum landsins. ★ 2/,j hlutar af trúboði mótmælenda I ei' innan brezka heimsveldisins og 4/T) hlutar þeirra, sem eru mótmælendur, búa I brezka heimsveldinu. I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.