Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1938, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.04.1938, Blaðsíða 3
B J A R M I 3 Ertu i hópi vakandi lærisveina? KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ Kemur út 1. og 15. hvers mánaðar. Útgefandi: Ungir menn í Reykjavík. Ritstjórn: Ástróður Sigursteindórsson. Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Þórsgötu 4. — Sími 3504. Áskriftargjald kr. 5.00 á ári. Gjalddagi 1. júní. Pósthólf 651. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN Tilkynningar um þátttöku liafa streymt inn, síöan síðasta blað kom út. Nú hafa 105 þátttakend- ur gefið sig fram á afgreiðslu „Bjarma“ og eitthvað talsvert hjá i umboðsmönnum, sem vér ekki ! höfum fengið fregnir frá ennþá; Ef að líkum lætur, verður ekki færra en rúmlega hálft annað liundrað fastra þátttakenda, og ef til vill fleiri. Oss er ljóst, að talsverl veltur á að þetta mót lakist vel og það er sjálfsagt öllum trúuðum vin- lim ljóst. Takist mótið vel, getur það fremur en nokkuð annað orð- ið til þess að hnýta trúaða vini fastar saman til starfs fyrir Drottin. Vér viljum ennþá einu sinni biðja alla vini evangelisk-lúth- erskrar kristni að sameinast í fyrirbæn fyrir þessu móti. Vér höfum í starfi voru fyrir blaðið fengið að þreifa svo dásamlega á því, hve bænin megnar mikið, að vér erum þess fullvisir, að hvert það slarf, sem unnið er með bæn, ber ríkulega ávexti. Og jafn sann- færðir erum vér um það. að það kristilegt starf, sem ekki er lagt j fram fvrir Guð í bæn, er einskis i i nýtt. „Blessun Drottins, hún auðg- j ar, og erfiði mannsins bætir engu við hana,“ segir lieilagt orð. Vinir! Bæði þér, sem komið og þér sem ekki getið komið ýmissa ' orsaka vegna: Biðjið fyrir mót- inu, að Guð vilji gefa oss heilag- ar stúndir með sér, svo vér mætt- um auðgast að blessun bans. Og biðjið þess, að blessun megi veit- ast á þessu móti, ekki einasta þátttakendum, lieldur streymi blessunin frá því út um landið, þó hægt fari, og ávextir megi koma í ljós í auknu trúarlífi. í fæstum orðum: Leggið mótið í einlægni fram fyrir Guð. Ilann veit hvers vér þörfnumst, og liann mun veila oss það, ef vér tökum á móti. „Gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð" (Fil- ip* 4, 6). „Og sérhvað það, er þér beið- ist í bæninni trúaðir, munuð þér öðlast.“ (Matt. 21, 22). bað dylst engum, sem lmgsar, að fram undan eru áíök i and- lcgri baráttu þjóðarinnar, mciri og afdrifarikari, en margan grun- ar. Það verða átökin milli hinn- ar kristnu kenningar — boðska])- arins um náð og frelsi Guðs, til handa syndugum mönnum, í syni hans Jesú — annars vegar, og vantrúarinnar og afneitunarinn- ar í sinum mörgu myndum bins vegar. Þessi barátta stendur nú þegar yfir, og hún hefir staðið yfir í aldaraðir. Vantrúin hefir stöðugt reynt að grafa undan trúnni á sannleika fagnaðarerindisins um Jesúm Ivrist. Og' henni hefir orð- ið vel ágengt. En að líkindum hefir lienni óvíða orðið eins vel ágengt og á Islandi. Hér liefir hún komizt i ríkari mæli inn í kirkjuna sjálfa, en víðast hvar annarsstaðar. Það eru þau ein- kenni og engin önnur, sem sifellt er verið að Iiossa, sem ágæti is- lenzkrar kirkju umfram öll önn- ur kirkjufélög heims. (Sira Jak- ob Jónsson lýsir því svo: „Ég Iield því hiklaust fram, að ís- lenzka þjóðkirkjan standi skör framar kirkjum annara landa, þeim, er ég hefi fengið einliverja þekkingu á.“) Aðeins dálítið leiðinlegt, að á sama tíma og slíku er lýsl vfir, er ekki meiri þróttur i starfi kirkjunnar en það, að 10—14 prestaköll af um 100 standa auð, og enginn fæst til að sækja um þau. Messuföll eru fleiri en í kirkjum annara landa, þeim, sem vér þekkjum til. Kirkjulegt starf margfalt minna en í nokk- uru öðru lúthersku landi, og á það jafnt við um liknarstarf, fræðslu og uppbyggingu, svo að ekki sé nú talað um annað eins og trúarlega vakningu, því það má ekki heyrast nefnt í flestum íslenzkum kirkjum. Það er eilt af því, sem setur islenzku kirkjuna framar en kirkju nokkurs ann- ars lands, að dómi sumra. Reynd- ar er það nú aðeins vitnisburð- ur um álirifaleysi og alvöruldysi boðskaj)arins, að trúarvakning vcrði ekki. En sumir liafa þann undarlega hæfileika, að tclja það trúarlífinu til gildis, að það grípi elcki um sig. I Biblíunni er slíkt kallað að lifa að nafninu til, en vera dauður. Og við þann söfn- uð, sem þannig er, sagði Jesús: „Vakna fm og stvrlc bið annað, sem ætlar að devja.“ Já, vakna þú, það er einmitt kall Jesú lil lærisveina sinna. Vakna þú og vakiu, því liðið er á nóttina. Trúarlífið er barátta, og enginn tekur sofandi þátl í bardaganum. Nei, Jesús vill eiga sérhvern lærisvein algjörlega, þannig, að maður bafi gengið bonum á vald með vitund og vilja. Og sá, sem það hefir gert, liann verður á verði. Hann lifir Ivristi, því liann hefir tekið heila og ákveðna afstöðu með lionum. Og' um leið og hann hefir gert það, þá vill hann vera með í því að vinna að framgangi boðskap- arins um hann. Og á því sviði þurfum vér öll að verða betur hluttakandi og vakandi en verið liefir. Ekki sízt vegna þess, að baráttan á eftir að barðna og stefnumörkin að skýrast. Vinur! Oss langaði til að spyrja þig: Hefir þú tekið afstöðu með Jesú Ivrisli, eins og hann var og er? Og viltu fvlgja lionum þann- ig, hvað sem mennirnir segja um liann og þig? Vér segjum þér með allri þeirri alvöru, sem oss er unnt: Gefðu Jesú Kristi líf þitt og vilja. Hlust- aðu á liann og hlýddu honum, því liann einn leiðir þig' veg' sann- leikans og frelsar sál þína. Það er vissulega satt. IJann einn gefur þér sigur yfir svndinni — ])essu blindandi afli bölvunarinnar, sem margir reyna að segja þér að sé ekki til. En komdu til Jesú sjálfs og spurðu Iiann að því, og þá muntu heyra sannleikann. IJann einn getur fullnægt þeirri þörf hjarta þíns, sem krefst þess, að þú eigir ekki aðeins tilveru, Iieldur líf í anda og sannleika. * Já, allt þetta vildum vér segja þér eins skýrt og vér getum, þvi vafalaust kemur sú stund, að óp vantrúarinnar reyna enn á ný að vfirgnæfa sannleikann um Jesúm Krist. Og þegar sú stund kemur, er hver sá sæll, sem á Jesúm Krist í bjarta sínu og vill vinna fyrir liann. Og nú í dag getum vér undir- búið margan sigur fvrir málefni bans, með því að vera með í hópi þeirra, sem biðja, að hann megi sigra. Því ennþá hefir það ekki lieyrzt, að bænir lærisveina hans hafi ekki megnað að greiða hraut sigri lians, yfir sterkustu stefnum vantrúar, jafnvel þegar blómi þeirra virtist mestur. Biðjandi lærisveinar þurfa ald- rei að óttast. Vilt þú ekki vera með i þeirra hóp ? Það verður hver sá, sem trúir á Drottin Jesúm Krist. Og sá, sem trúir á liann, hefir eilift líf, því hjálpræðið er ekki í neinu nema nafni Krists. Um það getur þú verið viss, hvað sem menn segja. SÓLARUPPRÁS. fyrir. — Annars .... nú, það er sama um það. Hefir þú skilið mig? Farðu svo að hátta.“ „Já, en pabbi ....“. Edel liikaði við. „Farðu!“ sagði hann og stappaði í gólfið, „farðu þegar faðir þinn skipar þér það.“ I stað þess að hlýða honum fleygði hún sér snökt- andi um liálsinn á föður sinum og sagði: „Pabbi, elsku bezli pabbi, bvers vegna ertu svona reiður? Ég skal nú fara .... en þú verður að lofa mér einu fýrst.“ Séra Fangel revndi að losa hana við sig, en það var eins og faðmlag hennar hefði dregið allan mátt úr handleggjum hans, hann gal það ekki og Edel hafði yfirhöndina. „Hverju á ég að lofa þér?“ taulaði liann. „Að þú verðir góður við liana mömmu.“ „Er ég það ekki?“ „Jú, pabhi, en þú átt að vera það líka í kvöld, og þó sérstaklega í kvöld, því að lienni liefir lið- ið svo illa.“ Ilann liafði oft og tíðum beðið lægri lilut fvrir þessu ógnar valdi, sem nú liafði vafið lilekkjum sínum að hálsi lians, og þó að liann væri miklu helur brynjaður gegn þvi þetta kvöld en venju- lega, þá mátti það sín þó betur. Ilann varð að láta undan, en hann vildi þó ekki gera það meira en nauðsynlegt var og sagði því stutlur í spuna: „Nú, farðu þá að liátta!“ Edel kyssti hann þá og gekk svo til mömmu sinn- ar og kyssti hana líka. Að svo búnu fór hún lil herbergis síns. Þegar hún var farin, stóð séra Fangel upp og gekk npkkrum sinnum fram og aftur um gólfið, síðan staðnæmdist liann frammi fyrir konu sinni og sagði i hvössum rómi: „Leyfist mér svo ....“, en honum varð orðfall, er hann sá fölvann og þjáningarsvipinn á andliti hennar. Hann spurði þvi kalt, en dálítið mildara: „Ertu veik?“ „,Tá,“ svaraði hún þunglega, „ég er veik — svo sálarveik sem nokkur maður g'elur orðið.“ „livað áttu við?“ „Æ, pabbi, ég á við það, að friðleysi og kvöl fvllir sál mína —- vegna þess — vegna þess . . . ja, þú mátt gjarnan fá að vita það — vegna þess að ég hefi komizt að raun um það, að ég er glötuð sál, langt fjarri frá Guði.“ Séra Fangel hugsaði sig um andartak. Rei'ðin var að ná yfirhöndinni lijá honum aftur. Svo byrjaði liann: „Það stendur heima. Nú skil ég hvernig í öllu liggur. Þó að ég hefði ekki fengið vitneskju um það af tilviljun, að þú varst í þessu — eiturlofti, þá hefði ég getað gelið mér þess til núna. Þarna sérðu nú ávexlina af þessu, eitraða sæði, sem þessi flokkur stráir út, — ófrið, glötun heilbrigðrar lífs- gleði, og eymd. En ég gæti líka sagt: Þetta er þér mátulegt. Hvaða erindi áttirðu þarigað? Hver bað þig að ganga á þeim leiðum? Hefir þú liugsað um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.