Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1939, Qupperneq 1

Bjarmi - 01.11.1939, Qupperneq 1
21. tölublað. Reykjavík, nóvember 1939. 33. árgangur. Allraheilagramessa (Op. 7, 9-17). Á Állraheilagramessu Eftip Ólaf Ólafsson kristniboöa. Texti: Op. 7, 9 17. „Eftir þetta sá ég, og sjá: Mikill múgur, sem enginn gat tölu á lcomið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýð- um og tungum. Þeir stóðu frammi fyrir liásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skykkjum, *og liöfðu páhna í liöndum. Og þeir hrópa hárri röddu og segja: Hjálpræðið hevrir til Guði vorum, sem i hásætinu situr, og lambinu." Op. 7, 9-10. í meira en þúsund ár liefir sá siður haldizt í kirkju Krists, að lielga einn sunnudag ársins minn- ingu horfinna kynslóða þeirra, sem í Drottni eru dánir. En það hefir ekki verið gert i þeirri trú að þeir muni þurfa þess með, sem vfir um eru komnir, — eins og heiðnir feðradýrkendur og margir spíritistar halda, — né lieldur vegna þess að við þörfriuð- umst fyrirbæna þeirra eða hjálp- ar á nokkurn hátt. Því J)að er vel séð fyrir þeim, sem Guð „tjaldar yfir“ á himnum, „því að lambið mun gæta þeirra og leiða þá til lifandi vatnslinda.“ Þeim er vel horgið. Þeir þurfa ekki með fyrirbæna okkar, sem illa kunnum að biðja fvrir sjálfum okkur. Þeir eru vel gevmdir hjá Guði. Hversvegna skyldum við fara að grennslast eftir líðan framliðinna ástvina okkar, hjá myrkrapukurs mönnum spíritismans! — Er Guði ekki trúandi fyrir þeim? Og hversvegna skyldum við vera að ríghalda i þá ástvini, sem Guð hefir tekið frá okkur og heim til sín. Um stundar sakir eigum við að vera án samfélags þeirra. En hér getum við notið samfélagsins við Guð og þeir þar, og átt örugga von um endurfundi í honum. Ritningin bannar andasæringar og andatrú með liinum alvarleg- ustu orðum. Guðs orð varar okkur við ])ví, en hvetur okkur til að minnast liinna framliðnu á þann hátt, að „afdrif óguðlegra“ verði okkur til aðvörunar, en æfilok Guðs barna til uppörvunar: „Virð- ið fyrir yður livernig æfi þeirra lauk, og líkið síðan eftir trú þeirra.“ Það var trú þeirra, sem veitli þeim sigur, svo að í sýninni sá Jó- hannes þá með pálma i höndum, tákn sigurs og gleði. Og enn er hað trúin á Guð og lambið, er tók hurt synd lieimsins, sem er sigur- aflið hið eina er sigrar heiminn, — hinn óguðlega. „En hver er sá, sem sigrar heiminn, nema sá sem irúir, að Jesús sé Guðs sonur.“ Likið eftir trú þeirra. Það er aðalefni Allralieílagra,- messu. Þessvegna skilst mér að pré- dikun þessa dags eigi ekki að vera orð nnmna um hina dauðu, hcld- ur orð Guðs til þeirra, sem lifa. Hún eigi ekki að snúast aðallega um liina framliðnu, heldur um Guð og lamhið, svo við getum ált samfélag við hinn mikla hvit- klædda skara á himni, í tilheiðslu og lofgerð. 1 sinu orði hefir Drottinn í náð sinni dregið ofurlítið til hliðar það tjald milli tímans og eilifðarinnar, sem byrgir sæluhústaði himins sjónum okkar. Og það fyrsta, sem okkur er þar sýnt, er „mildll múgur, sem enginn gat tölu á komið*. Svo mun i það vera mannlega talað. Og vit- um við þó, að þeir eru taldir. Þar verður engin tilviljun. Þar vantar engan, sem á þar heima. „Drott- inn þekkir sína,“ segir Drotlins orð. „Eg kalla á þig með naffai> þú ert minn.“ Hann kallar á þig, sem nú lest | orð hans og vitnishurð minn: Tak þú sinnaskiptum. Ger upp við Frelsara þinn, trúðu fyrirgefningu syndanna og lát naí'n þitt innrila í lífsbók lambsins. Það er engin tilviljun, sem liefir ráðið því, að á hinmi er þessi mikli múgur frelsaðra syndara. Þeir eiga sina sögu einn og sér- hver, sem þar er. Það er um það spurt, liverjir þeir eru og livaðan þeir eru komn- ir. Og þvi er svarað, að þeir séu komnir úr þrengingunni miklu og hafi þvegið skikkjur sínar og livítfágað þær í hlóði lambsins. Það tvennt er þeim öllum sam- eiginlegt, sem eru þó af alls kyns fólki og kvnkvíslum og lýðum og tungum. Þeir kornu úr þrengingunni miklu. Það liefir ekkert lát orðið á þrengingum þeirra, sem hafa tekið kross sinn og fylgt Jesú, frá þeim fyi-stu og til liinna síðustu. Okkar tímar eru livað það snertir engin undantekning. Það eru þjáningar Jesú sjálfs, sem hafa á öllum tímum komið yfir lians trúuðu. „Vitið að sömu þjáningar koma fram við bræður yðar um allan heim,“ skrifar Pét- ur „lil útlendinganna i dreifingu“. Þetta er sameiginlegt lilutskipti allra trúaðra, kristinna manna, eins og það er hinum hólpnu á liinmi sameiginlegt að þeir eru komnir úr þrengingunni miklu. Og þetta skulum við liafa til marks um það, hvort við erum kristin eða ekki kristin, Guðs börn eða veraldarinnar börn, —■ livort við eigum nokkura hlutdeild í þjáningum Krists og þrengingum lians trúuðu. Það er livergi orðin lizka enn að vera kristinn maður. Það þykir hvergi neinn virðingarauki að þvi. Sú trú er ekki á marga fiska, sem menn fara i felur með og þora ekki að játa, og heimurinn virðir þess ekki að ofsækja. En að þola vanvirðu sakir nal ns Jesú, er í Guðs orði og vitnisburði trúaðra, talinn hinn mesti heiður. Og í dag minnumst við þess sér- staklega, hver laun þeir hlutu, sem kusu vanvirðu Krists fremur en hrós liéimsinjs og skammvinnan synda unað. „Þeir fyrirlitning hlutu í heim; en hér er um skipt fyrir þeim. Þeir ljóma i sól við lambsins stól í sælu um eilif ár.“ Og þeir eru skrýddir hvítum skikkjum. Hvað það á að tákna er ekki vandskilið. Jesús talar um það í dæmisögunni um brúðkaup kon- ungssonarins í Matt. 22. Þegar brúðkaupssalurinn var fullur orð- inn af veizlufólki, snýr konungur- inn sér að einum manni og segir: „Yinur, hvernig ert þú kominn hingað inn og ert ekki i hrúð- kaupsklæðum.“ Siðan lætur liann kasta Iionum út í myrkrið, þar sem var grátur og gnístran tanna. —- Og þyki einhverjum þau orð hörð, þá eigi hann við Jesú um það. Brúðkaupsklæðin, hvíla skikkj- an, er tákn þess réttlætis og hrein- leika, sem gildir fyrir Guði. Og að skikkjan var ])vegin og livítfáguð í blóði lamhsins, getur ekki annað þýtt en það, að Jesús hefir með friðþægingarfórn sinni á Golgata og fyrirgefningu syndanna, burt- tekið synd og sekt sinna trúuðu, og með þvi veitt þeim það réttlæti og þann hreinleika, sem þolir ná- vist Guðs og birtu himinsins. Orðið segir að þessvegna séu þeir frammi fyrir hásæli Guðs. Þeir lirósa sér ekki af að hafa breytt eftir beztu vitund og getu, eða sinni hænrækni, sínum tíðu kirkjugöngum, sínum áhuga fvrir málefnum Guðs rílcis. — Ekkert mannlegt lu*ós á þar við. Það er sameiginleg reynsla allra, sem sinnaskiptum hafa tekið, að þegar beir fóru að dæma líf silt út frá því, sem Guðs orð kennir, og sjá það í þess ljósi, „þá urðum vér allir sem ólireinn maður, allar dvggðir vorar sem saurgað klæði“. En „hjálpræðið heyrir til Guði vorum og lambinu“. Tak við þvi seni óverðskuldaðri gjöf og tak undir lofsönginn Guði og lambinu lil dýrðar. Ólafur Ólafsson. Lesendur eru beðnir að athuga það, að í þessum mánuði (nóv.) kemur að- eins út þetta eina tölublað af „Bjarma“. Það verður bætt upp með tvöföldu blaði 15. desember.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.