Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1940, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.04.1940, Blaðsíða 3
B J A R M 1 3 KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ Eemur út 1. og 15. hvers mánaðar. Útgefandi: Ungir menn í Reykjavík. Ritstjórn: Ástráður Sigursteindórsson, Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson. Áskriftargjald kr. 5.00 á ári. Gjalddagi 1. júní. Afgreiðsla Þórsgötu 4. — Sími 3504. Pósthólf 651. Félagsprentsmiðjan h.f. Vér lifum á stórbrotnum tím- um. Nýsloppnir úr blóðugustu styrjöld mannkynssögunnar, er- um vér í þann veginn að liefja aðra ennþá blóðugri. Stéttabar- áttan klýfur þjóðir vorar inn- byrðis. Guðleysið blómgast á liæstu sem lægstu stöðum þjóð- félagsins. Gamla siðleysið er dubbað upp og gefið út í nýju, fínu upplagi með nafninu: „Nýja siðg'æðið“. Skáldritin draga upp falskar fyrirmyndir fyrir æskuna, með öllum mætti og lipurð list- arinnar, já, saurga jafnvel þjóð- arsálina í heild. Og kristnir menn eru ofsótlir í binni gömlu, „sið- menntuðu“ Evrópu! Og þó stend ég ekki liér til þess að vorkenna oss, sem þurfum að lifa á þessum timum. Ég þakka Guði fyrir það, að ég féklc að lifa á þessum miklu og ávaxta- ríku tímum. Óttinn hefir nefni- lega aldrei sótt eins á mennina og nú. Um það eru allir, sem til þekkja, sammála. Og óttinn ei alltaf afleiðing valdsins. Á blómatíma siðmenntunarinnar hrynur menningin. Dýrið í mönn- unum tekur stjórnina. A meðal einstaklinganna á heimilunum, stéttanna í þjóðfélaginu, og í sambúð þjóðanna, er það rándýr- ið, sem ræður. Sjá, þetla hefir grafið undan trúnni á manninn. Og þess vegna éru nú nýir möguleikar fyrir trúna á Guð. Núthnamaðurinn lyftir höndum sínum, sjálfrátt eða ósjálfrátt, til hans, sem er sierkari en maðurinn. Ég hefi lif- að í 60 ár, en mér hefir aldrei fundizt eins auðvelt að tala við menn um Guð eins og nú. Jesús liefir boðið oss að ráða tálcn tímanna, og ætti ég að áræða að gefa lýsingu á vorum tímum, þá mundi ég segja: Þessi ringul- reið og óskapnaður, sem vér nú erurn vottar að, hefir í sér fólgna möguleikana til voldugrar vakn- ingar yfir hina ógæfusömu Ev- rópu, já, yfir allan heim. En ég verð lilta að bæta við: ef ekki brýzt mikil vakning út hjá hin- um hvíta kynstofni, þá líður liann undir lok, vegna menningar sinn- ar, sem ber merki dauðans. O. Hallesby. * J íJicuustL Þegar allt leikur i lyndi, hætt- ir oss tií að gleyma Guði. Fjöld- inn ákallar liann aðeins á neyð- artimum. Skyldu þá ekki þessir ‘ hörmunga- og alvörutímar geta vakið mennina til umliugsunar i um sína andlegu velferð? Heimurinn skelfur. Lífið leik- | ur á þræði. 'fcúsundir og aftur j þúsundir hníga fyrir liinum ægi- : legu morðvopnum. Hvergi gela j menn verið öruggir. Þúsundir og j aftur þúsundir eru yfirkomnar j af sorg, sjúkleik og örvæntingu. Valdagræðgi og rangsleitni hafa náð hámarki sínu. Engu er þyrmt. Löndin baðast í blóði, glæsilegar borgir eru lagð- ar í rústir, hinum fögru skipum er sökkl í hafsbotn. Hver telur t þann aragrúa af liraustustu son- | um þjóðanna, sem verða hafinu j að bráð? Úr Ioftinu er hellt eldi og j brennisteini. Vonir bresta, óviss- j an kvelur. — Ilver skyldi verða ! næstur? — Ægilegt er vald liins ; illa. Samvizkulausir menn eru verri en villtustu dýr. Myrlcra- höfðinginn á trúa þjóna í þess- um heimi. En Guði sé lof! Drottinn á lika sina þjóna; og hans þjónar finna og vita, að Droltinn einn er megn- ugur að varðveita þá frá liinni vondu öld. Ef Guð er með oss, liver er þá á móti oss? Lærisveinar Ivrists eru sælir i þjáningum. Þeir vilja glaðir þola ofsóknir, fangelsi, pyntingar og jafnvel dauða sakir nafns lians. Hvers virði er þelta líf saman- borið við eilífðina? Lífið er þeim Kristur og dauðinn ávinningur. í öruggu trausti bíðum vér þess, sem verða á, vér sem liöfum af náð öðlazl það hlutskipti, sem liá- leilast er af öllu, jiví.að af náð erum vér frelsuð fyrir blóð Jesú Krists. Trausl vort á honum verður ótlanum við heiminn yfirsterk- ara, af því að vér höfum reynt það, að hann er hið einasta, sem liægt er að byggja á, þessa lieims og um eilífð. Hann er bjargið, sem aldrei bifast. Og vér viljum taka undir með þýzku trúarlietj- unni og syngja af hjarta: „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ Fyrir oss, sem þekkjum Jesúm Krist eins og hann er, verður hann meira en „austrænn spek- ingur“. Guð lijálpi þeim mönn- um, sem svo eru blindaðir, að þeir vilja ekki viðurkenna Krist nema sem speking. Hvar er og verður þeirra hæli? Sannarlega eru þeir menn aumkunarverðast- ir allra manna. Ef þannig er ástatt fyrir þér, þá grátbið ég þig að leita Jesú Krists. Komdu með allt, sem að þér amar, til hans, sorgir, ótta, vonbrigði og öll þín málefni. Hann lætur engan synjandi frá tiJL Aans. sér fara. Það er reynsla milljón- anna, sem hafa gjörzt lærisvein- ar hans. I veikleika vorum er hann sterkur. í þrengingum vorum er liann kraftur og líf. Á freistinga- stundunum er liann hjálpari og leiðarljós. Harin hefur tekið synd- ir vorar með sér upp á krossinn á Golgata. Það er dýrðlegur leyndardómur, sem aðeins verð- ur opinber þeim, er taka á móti frelsinu í Jesú Kristi. Vér finnum kuldagust guðleys- isins næða um oss, en sá gustur verður aðeins til þess að þrýsta oss, lærisveinum Jesú, nær kross- inum. Métiii í Á Hraungerðismótið munu nú kornnir um 60 þátttakendur. Er það svipað og í fyrra um líkt leyti, og hefir þó hvergi nærri verið eins mikið ritað um mótið nú, og í fyrra. Nú fer tíminn að styttast. Og nú fer að verða brýn nauðsyn, að þeir, sem æita sér að verða þátttalcendur, gefi sig fram sem allra fyrst. Ef þátttakendur vissu hve það kemur sér miklu betur fyrir oss, að tilkynningar komi sem fyrst, mundu margir, nú næstu daga, leggja leið sína til | þeirra, sem taka á móti tilkynn- j ingum. En vér treystum því, að j þátttakendur tilkynni sig eins fljótt og þeim frekast er unnt. Og umframt allt eitt: réynið að fá með yður þá, sem ekki þekkja samfélagslíf trúaðra, og skilja ekki livað biblíulegur kristindóm- ur er. Ef til vill er möguleikinn til þess að oima augu þeirra sjald- an eins mikill og á slíkum mót- um. * Að gefnu tilefni viljum vér taka þetta fram: I þátttökugjaldinu — 15 kr. — er innifalið skjæ við kvöldmat og mjólk við allar mál- tíðir, svo og heitt vatn eftir þörf- um. Og reynt verður að hafa kaffi, ef leyfi fæst, sem menn geta þá fengið keypt vægasta verði sem. unnt er. Reynslan undanfarin tvö ár hefir sýnt, að dagskrá er full þétt- sctin. í ár verður því einum dag- skrárlið sleppt á sunnudeginum og dálítið rýmt til á mánudeg- inum. í fyrra var og sú nýbreytni upp tekin, að þátttakendur máttu leggja nafnlaust fram spurning- ar um eitt eða annað atriði trú- arinnar og trúarlífsins, sem þeir óskuðu að fá svarað. Fannst mörgum það ein ánægjulegasta samverustundin, er spurningum var svarað. Nú liefir verið ákveð- ið, að nota eftirmiðdagssamkomu Vér viljum leggja hendur vor- ar í lians gegnumstungnu liend- ur og biðja hann að leiða oss í gegnum þetta líf og inn í hið komandi líf, í gegnum þyrnum- stráðar leiðir, inn í liið eilífa kon- ungsríki, sem bíður vor á liiinn- um. — Hve gott er að geta sagt af lijarta: Ó, fyrirgef þú breysku barni þínu, blíði Jesú, allt, sem heitir synd. Halla má ég höfði þreyttú minu i helgri ró að þinni dreyralind. Hve gott er æ í þrautum heims ogliarmi að hlýða þinni röddu, Jesú minn. Þá vonir hregðast, titra tár á hvarmi, hin trygga höfn er náðarfaðmur þinn. Því kannt þú einn að þerra hurtu tárin, er þungur harmur nístir vora lund, og þú kannt einn að græða synasárin, sigurfeginn kem ég á þinn fund. Hugrún. §iAmar. á mánudag til þess. Mega þátt- takendur, livort sem þeir vilja heldur, senda spurningar sínar fyrir mótið til afgreiðslu Bjarma, eða leggja þær fram á mótinu sjálfu. I blaðinu nú birtist skrá yfir efni þau, sem hugsað hefir verið til að hafa á mótinu. Er þó ekki að fullu gengið frá dagskrá enn- þá. — Laugardag 15. júní: Kl. 6. Mótið hefst með guÖsþjón- ustu í Hraunger'ðiskirkju. — 9. Hugleiðing: ,Friðþægingm. Samverustund. Sunnudag 16. júní: Kl. 9. Sambænastund. — 10. Biblíulestur: Upprisa Jesú. — 12. Guðsþjónusta í kirkjunni. — 4i. Erindi: Réttlæting af trú. — 9. Hugleiðing: Tákn komu hans I. Mánudag 17. júnjí: Kl. 8. Altarisganga. — 10. Bibliulestur : Tákn komu hans II. — 1. Barnasamkoma. — 3. Hugleiðing: Markús 1, 17. — 5. Frjáls samkoma (spurningum svara'ð). — 7. Skilnaðarsamkoma. Mótið að Brautarhól. Síðan það var auglýst í síðasta blaði, höfum vér ekkert lieyrt að norðan, en það verður auðvitað fyrst og fremst þar, sem þátttak- endur gefa sig fram. Vér liöfum þegar lieyrt um nokkura, sem hugsa sér að fara liéðan á mótið fyrir norðan, auk ræðumanna. Eru líkindi til, að mótið þar verði fjölsóttara en vér hugðum i fyrstu. En það kemur i Ijós á sin- um tíma. Bjarma hefir verið sendur kostagripur einn, sem hann er beðinn að koma í peninga, og eiga þeir að nokkuru leyti að notast til þess að styrkja „söngkrafta“ til að komast norður og vera þar til aðstoðar Nú er bara að sjá, hve duglegir vér verðum að koma þessu í peninga.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.