Bjarmi - 15.04.1940, Blaðsíða 2
2
B J A R M I
4
■'i. sunnudag eftir páska:
Trú á Jesúm Krist.
Oddur hélt áfram ritstörfum og
þýddi ýms guðfræðirit, þ. á m.
Korvinspostillu og fræði Lúthers,
sem hvorttveggja var prentað ár-
ið 1546. Árið 1552 var liann kos-
inn lögmaður norðan og vestan
og fluttist liann þá norður að
Reynistað og bjó þar til dauða-
dags.
Vorið 1556 fór Oddur að norð-
an til Alþingis. Reið hann suður
í Borgarfjörð og ætlaði þaðansjó-
veg til Bessastaða með jarðaraf-
gjöld umboðsjarða sinna. Beið
hann byrjar hálfan mánuð, en
gaf ekki. Fór hann þá ásamt syni
sinum, presti og fleiri mönnum
ríðandi fyrir Hvalfjörð. Þegar
þeir komu í Kjós, voru valna-
vextir svo miklir, að Laxá var
ófær. Vildi hann samt freista að
fara yfir um, en féll af hestinum.
Náðist hann þó von bráðar, en
dó um nóttina. Hann liafði gert
þá ráðstöfun, að hann yrði jarð-
aður í Skálholti og var það gert.
Oddur var eljumaður mikill og
ágætum hæfileikum húinn. Aðal-
starf hans var í þágu siðaskipt-
anna. Vann hann að því af hjart-
ans alúð. Enda liefir hann ber-
sýnilega verið lifandi trúaður
maður. Hann var vel látinn og
komst hjá öllum illdeilum, þrátt
fyrir silt óvinsæla starf. Ýmsar
sagnir eru um hann, sem henda
til þess, að mikið hefir þótt til
hans koma. Var hann talinn for-
spár og því kallaður Oddur
hinn spaki.
Þýðing Odds á N. tm. er lians
mesta og merkasta afrek. Um
liana segja þeir, sem fróðir eru,
að hún standi fyllilega jafnfætis
öðru því, sem þá var ritað á Is-
lenzku. Orðfærið er myndarlegt
og mikilúðlegt. Orðgnóttin mikil
og orðavalið víða furðulega gott.
Þetta er því undarlegra, sem tal-
ið er víst, að Oddur hafi dvalið
mestan hluta æfinnar, áður en
hann vann þetta verk, erlendis.
Eflaust hefir hann mjög stuðzt
við þýðingu Lúthers, og var hún
hóka hezt til þess fallin, að kalla
fram djarfmannlegt og lifandi
málfar. En jjar sem hún var á
þýzku, er það ekki nægileg skýr-
ing á þessu. En ýmsir staðir benda
til þess, sem einhver mætasti hók-
menntafræðingur vor hefir varp-
að fram, að Oddur hafi verið inn-
blásinn við verkið. Þýðingin ber
með sér, að hún er gerð af manni,
sem trúir Guðs orði og tignar það,
slík alúð og lotning einkennir mál
hans.
Nýja testamenti Odds er fyrsta
bókin, sem prenluð er á Islenzku,
svo vitað sé. Margir gallar eru
á frágangi þess, og er það ekki
nema eðlilegt, þar sem engin var
fyrirmynd íslenzk og bókin prent-
uð erlendis. Samt er hún hin
mesta gersemi, sem. allir Bihlíu-
Iesendur hér á landi ættu að eign-
ast og hafa um hönd. Er það að
þakka Dr. Einar Munksgaard í
Kaupmannahöfn, að nú er liægt
að fá hana eins og hún upphaf-
lega leit út. Og þeir, sem eklci
kunna að lesa hinn 400 ára gamla
stíl, þurfa ekki annað en kaupa
sér lítið sýnishorn, sem Jóhannes
Sigurðsson prentari liefir gefið
út með nútímaletri, og svo læra
þeir á örfáum mínútum að lesa
gamla stílinn.
Með N. tm. hefir Oddur þýlt
formála Lúthers fyrir liinum
ýmsu ritum, og eru margir þeirra
hinar ágætustu ritgjörðir, sem
livað eftir annað hafa liaft kirkju-
sögulega þýðingu. Má sem dæmi
nefna það, að hinn mikli vakn-
ingaprédikari John Wesley sner-
ist til trúar við lestur formála
Lúthers fyrir Rómverjahréfinu.
Undarlegt er það, að Oddur slepp-
ir formála Lúthers fyrir Op'in-
berunarbókinni, sem annars er
stórmyndarleg ritgjörð. Segist
liann gera það vegna þess, hve
stórorður hann er í garð hinna
kaþólsku biskupa. Samt hcfir
Oddur ekki álitið það með öllu
órétt, því það eina, sem hann
lekur upp í sinn formála úr Lút-
hers, eru einmitt ummæli lians
um biskupana í nokkuð breyttri
mynd.
Aflan við þýðingu Odds er eft-
irmáli, sem liann sjálfur ritar.
Er það stutt greinargerð hans fyr-
ir hinni evangelisku trú.Mætti líta
á hann sem einskonar hirðisbréf
Odds til landa sinna. Hefði það
gjarnan mátt fylgja N. tm. allt
fram á þenna dag, því þar er
gerð mjög glögg grein fyrir meg-
ininnihaldi trúarinnar.
Fyrst óskar hann þess, að þýð-
ing hans megi verða „fyrst al-
máttugum Guði til loflegrar dýrð-
ar en yður til sannrar undirslöðu
réttferðugrar trúar, sem er á Jes-
úm Kristum, því það er Guðs föð-
urs vilji, að vér skulum trúa á
þann, hann faðirinn sendi, það er á
Jesúm Kristum". Síðan gerir hann
grein fyrir uppruna N. tm. á þessa
leið: „Enn Guðs eingetni sonur
Jesús Kristur, vor endurlausnari,
gaf oss þessi sín blessuðu dýr-
mætu evangelia (guðspjöll) lil
ævinlegrar sáluhjálpar, þvi að í
þessum hans guðspjallsorðum
upplykst yður, sem þess beiðist
af Guði, vizkubrunnurinn and-
legrar speki, sem er Kristur“.
Síðan segist hann vilja undirvís-
un á gjöra, hver þessi réttlætis
trú er, sem um er talað í N. tm.
„svo að þeir, sem héðan í frá
af vilja leggja allan fúlan, rang-
snúinn hjátrúnað og hégómlega
siðvana, en eftir fylgja þeirri
guðs])jallslegu réttlætistrú, sem
er á Jesúm Kristum“ geti gert sér
liennar grein. Því næst rekur
hann innihald trúarjátningarinn-
ar og loks talar hann um prests-
embættið, sacramentin og réttlæt-
inguna af trúnni einni. Um síð-
asta atriðið talar hann meðal a.
á þessa leið: „Syndanna fyrir-
gefning og réttlætingin höndlast
fyrir þá trú, sem er á Jesúm
Krist. Fyrir því skeika þeir at
nærsta, sem með verkunum trúa
sig náðina verðskuldað geta. Fyr-
irlítandi svo Krists náð og verð-
skuldan, með því þeir leita af ;
mannlegum mætti án Krists að !
Textinn fyrir 4. sunnudag eft-
ir páska talar um þrennt, sem á-
vallt fylgist að: Guðs orð, And-
ann og trú á Jesúm Krist. Það er
eftirtektarvert, að í öllum þrem-
ur guðspjöllum þessa dags er á
þetta þrennt bent. Og þó er það
ekki svo undarlegt, heldur það
eðlilegasta af öllu.
Ilið fyrsta er Guðs orð. Og þeg-
ar Ritningin talar um það, þá á
hún ekki aðeins við nokkrar
valdar setningar af vörum meist-
arans frá Nazaret, eins og sum-
ir gera. Nei, Ritningin talar með
hiklausum myndugleik um sjálfa
sig sem Guðs orð. Hún geymir
orðið frá Guði, það er fagnaðar-
erindið um hjálpræði Guðs til
handa syndurunum. Fagnaðar-
erindið er ekki aðeins nokkrar
setningar, sem Jesús hefir sagt.
Nei, það er fyrst og fremst hoð-
skapurinn um hann, sem kom í
lieiminn til þess að frelsa sgiul-
uga menn.
Ritningin talar nefnilega skýrt
og ægilega um synduga menn.
Það er ræða, sem menn vilja
helzl ekki heyra. En það er ekki
hægt hjá því að komast. Biblían
talar í vægðarlausu liispursleysi
um synd mannanna, um hræsni
þeirra og tvílyndi, sjálfselsku
þeirra og sjálfsdekur, um löng-
un þeirra eftir hrósi og vera mik-
ils metnir af mönnum, um girnd
þeirra og' ágirnd í ótal myndum,
sem fær að leika sér í hjartanu,
þótt siðfágunin haldi henni frá
þvi að hrjótast opinberlega út,
nema stundum.
Og Ritningin talar hiklaust um
syndasekt og liegning, um úl-
skúfun (það gerir Jesús sjálfur)
og eilífan dauða.
En Guðs orð talar líka um náð
og fyrirgefning — fyrir þá, sem
finna til syndar sinnar og sektar.
veginum lil Guðs, ■ þar sem þó
sjálfur lausnarinn segir, að eng-
inn komi til Föðursins nema fyr-
ir sig, og að hann sé vegurinn,
sannleikurinn og lífið. En Drolt-
inn vor Jesús Kristur sá, sem er
þessi sannleiksvegurinn, leiði yð-
ur á réttan veg þann, er liggur til
eilífs lífs.“ Allra siðast biður hann
afsökunar á ófullkomleikum þýð-
ingarinnar og biður menn að
leggja ekki annarlegar meining-
ar í boðskap Orðsins. Síðan kveð-
ur hann með þeirri óslc, að Guð
helli lesendunum i hjörlu allri
guðspjallsins guðdómlegu speki.
Eftirmála þcnna ætlu allir trú-
aðir að lesa vel, því liann er skrif-
aður af glöggum skilningi á aðal-
atriðum trúarinnar og fagnaðar-
erindi Guðs Orðs.
12. apríl 1940.
S. P.
Það talar um mannssoninn, sem
sagðist sjálfur vera kominn til að
frelsa syndara, til að læltna sjúk-
ar sálir. Þeir, sem áttu nóg rétt-
læti frammi fyrir Guði i eigin
augum, fóru á mis við miskunn
hans.
Þetta segir Guðs orð. Og ræða
þess er ekki mikils metin, af
mörgum og óaðgengileg og óskilj-
anleg þar til hið annað, Andinn,
kemst að. Hans hlutverk er að
sannfæra um synd. Sannfæra svo
að þú finnir og vitir og skynjir,
að þú, einmitt þú, ert sá, sem
hefir syndgað gegn Guði og lifað
sjálfum þér. Andinn gerir orðið
svo ljfandi fyrir þér, að það sýn-
i þér sannleikann um hjarta þitt,
svo að þú sérð hve það er Ijótt
og spillt og óheilt gegn Guði. Þú
sérð, að það er óhæft til samfé-
lags við Guð og á hvergi heima
nema i myrkinu fyrir utan, þar
sem það getur falið sína synd og
sekt og óhlýðni við Guð, — falið
sig fyrir réttlætinu. Því Andinn
sannfærir um synd og um réttlæti
og dóm.
En Jesús benti í orðum textans
á það, í liverju aðalsyndin er
fólgin Hann sagði, að Andinn
mun sannfæra þá „um synd, af
því þeir trúa elcki á mig“.
Hér segir Jesús berlega, og það
vilnar Ritningin, að sá, sem ekki
trúir á hann er undir synd og
sekt seldur. Því verður ekki um
þokað, þótt mönnum falli það
ekki. Og það bætir engra liag, að
Joka augum fyrir staðreynd þess
sannleika, sem Guð hefir opin-
berað.
Og þess vegna komum við að
hinu þriðja, sem guðspjöll dags-
ins boða: Trú á Jesúm Iírist. Sá,
scm á hann trúir, fær fyrir hans
nafn fyrirgefningu syndanna og
eilíft lif, óverðskuldað af náð.
Það er algerlega Guðs verk og er
þér rétt, sem gjöf frá Guði. Það
er boðskapur Biblíunnar, innsigl-
aður af Ileilögum Anda, að Jes-
ús Kristur hefir „endurleyst frið-
keypt og frelsað þína sál frá öll-
um syndum, frá dauðanum og frá
djöfulsins valdi, ekki með gulli
né silfri, heldur með sínu heil-
aga, dýrmæta blóði og sinni sak-
lausu pínu“, eins og Lúther segir,
— já, ekki Lúther, heldur Guðs
heilaga orð og Andi.
Fyrir trú á Krist gefur Guð þér
eilíft lif. Trú þú á Jesúm Krist
og þú munt hólpinn verða, þú
og heimili þitt, segir Ritningin.
Og festir þú trú þina á Krist, þá
állu allt með honum, þá lifir þú
honum og ert hans eign og lifir
með lionum í eilífu réttlæti, sak-
leysi og sælu. Til þess hjálpi þér
Guð, með sínum góða, heilaga
Anda.
Bjarni Eyjólfsson.