Bjarmi - 01.08.1940, Síða 3
B J A R M I
3
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
Kemur út 1. og 15. hvers mánaðar.
Útgefandi: Ungir menn í Reykjavík.
Ritstjórn: Ástráður Sigursteindórsson,
Bjarni Eyjólfsson,
Gunnar Sigurjónsson.
Áskriftargjald kr. 5.00 á ári.
Gjalddagi 1. júní.
Afgreiðsla Þórsgötu 4. — Sími 3504.
Pósthólf 651.
Félagsprentsmiðjan h.f.
7 staAfS&yhiun.
Það líður óðum að hausti. Og
með því kemur aðal annatíminn í
kristilegu sjálfboðastarfi. Að vísu
hefir verið starfað í sumar bæði
með almennum samkomuhöltlum
i „Betaníu“, Zion, K. F. U. M. og á
Hernum. Og K. F. U. M. og K. hafa
rekið sumarstarf sitt með góðum
árangri. En þrátt fyrir það er það
nú svo, að aðal starfs og annatími
frjálsa starfsins er á veturna.
Og nú í liaust kallar starfið á trú-
mennsku og árvekni hinna trúuðu
á alveg sérstakan hátt. Þörfin á
starfinu hefir að líkindum aldrei
verið meiri og dyrnar sjaldan jafn
opnar. Hér í Reylcjavík er þvi alls
ekki að neita, að styrjaldarástand-
ið hefir skapað það los og þá laus-
ung í lifi margra æskumanna, að
til vandræða horfir. Og vér vitum
það, og trúum því, aö ekkert megn-
ar að lijálpa æskunni frá freisting-
um hennar, og ekkert getur frelsað
sálir frá dauða nema hið blessac^a
fagnaðarerindi um náð Guðs í Jesú
Kristi. Blóð hans eitt megnar að
þvo hurt syndir. Þess vegna er sér-
stök þörf á að fagnaðarerindið fái
að hljóma skýrt og ná til margra á
næsta vetri.
Og út um landið eru dyrnar sér-
staldega opnar um þessar mundir.
Það er víða heðið eftir og beðið um
að starfsmenn séu sendir til að
halda samkomur og biblíulestra.
En því miður: „Uppskeran er mik-
il, en verkamennimir fáir“.
1 haust og vetur þarf að svara
starfsþörfinni á háðum þessum
verksviðum svo sem frekast er
unnt. En til þess að það megi verða
verða trúaðir vinir um land allt að
finna til ábyrgðar sinnar, að þeir
eiga á allan hátt, sem þeir geta, að
vera hluttalcendur i starfinu.
Eigi trúaðir menn að geta starf-
að svo sem frekast er hægt í vetur
þurfa þeir að gæta margs.
1 fyrsta lagi: Samfélag heilagra
þarf að vera heilt og heilbrigt. Þar
þarf að húa sá kærleikur og sú
hlýja, sem aðeins fær fstíðzt í ein-
lægum, afturliorfnum hjörtum.
Málefni Drottins á að vera þeim allt
í öllu.
í öðru lagi verða trúaðir menn
að lesa Guðs orð reglulega. Þangað
verðum vér að sækja þann þrótt og
þann vísdóm, sem oss er nauðsyn-
Myrkur miðaldanna
og minnar aldar.
Svo oft er búið að tala um myrk-
ur miðaldanna Iiér á landi, og þó
einkum í sambandi við kristin-
dómsmálin, að jafnvel þeir, sem
lítið eða ekkert þekkja sögu mið-
aldanna fyllast hryllingi, þegar
þeir heyra á það minnzt, og það er
sannarlega ekki ástæðulaust að
orðið myrkur er tengt við miðald-
irnar öðrum tímabilum sögunnar
fremur. En var myrkrið meira þá
en nú? Ég veit, að mörgum muni
finnast það hin mesta fjarstæða að
láta sér detta i hug samanburð á
svo ólíkum hlutum, en ég get ekki
varizt þeirri liugsun, að sá saman-
burður sé bæði mögulegur og nauð-
svnlegur. Öllum nóttum er myrkr-
ið sameiginlegt, og þó geta þær
verið liver annarri mjög ólíkar.
Miðaldirnar eru eins og stór-
veðursnóttin, þegar allt virðist
legur, ef vér eigum að geta starfað
að því að fagnaðarerindið vinni
sálir fyrir Guðsríki hér á landi.
1 þriðja lagi ber öss að nota bæn-
ina. Biðjið ón afláts. Fyrir starfinu
í vetur. Um fleiri verkamenn. Um
eld af himni yfir þessa þjóð. Um
að kirkjan megi frelsast frá villu
og forheimskun, til trúmennsku
við Guðs orð.
Og í fjórða lagi þurfum vér að
fyllast af þeirri fórnfýsi, sem
gleymir sjálfri sér, en hugsar ein-
vörðungu um málefni Drottins,
frelsun sálna og vöxt i Kristi Jesú,
fyrir þá sem trúa. Þá spörum vér
hvorki fé, tima né krafta fyrir
starfið.
Guð hjálpi oss til þess.
tilra fyrir æðisgengnum liamför-
um niðurhrjótandi afla. Og sá
blettur verður ekki af kirkjunni
skafinn, að hún gerðist fulltrúi þcss
myrkravalds, sem með báli og
brandi píndi og kúgaði mennina á
svo ótrúlega miskunnarlausan
hátt, að maður fyllist liryllingi og
viðbjóði, þegar maður les um það.
En í gegn um þetta myrkur skín
logaskært ljós trúarinnar á Ivrist.
Með undrun og aðdáun les maður
um Valdensana, sem ekki brugðust
Frelsara sínum þó að hlóðhundar
eltu þá og þúsundir þeirra væru
líflátnar á Iiinn liræðilegasta hátt,
eða um einslaklinga eins og Húss,
sem á bálinu deyr með lofgjörð i
lijarta og á vörum.
Engin líkindi eru til að kristin-
dómurinn hefði staðizt eldraun
miðaldanna ef þessi eldur heilagr-
ar alvöru hefði ekki brunnið í
hjörtum hinna kristnu, enda var
liann fyrirboði nýs dags.
Undir lok þessarar dinnnu næt-
ur krýpur fölleitur maður með
dökk augu á hæn í klausturklefa,
og berst við þessa einu spurningu:
Hvernig get ég eignazt náðugan
Guð? Fyrir þá bæn rann nýr dagur.
En allir dagar eiga kvöld. Líka sá
dagur mannréttinda og menning-
ar, sem hófst með siðbótinni. Og
nú er nótt. Til skanuns tíma hafa
mennirnir ekki trúað því, og þó að
einstaka trúaður maður hafi hafið
upp aðvörunarrödd vökumanns-
ins, þá hefir heimurinn aðeins ypt
öxlum í liálfgerðri meðaumkun
með þessum vesalingum, sem ald-
rei sjá annað en svart. En ástæðan
til þessa er sú að þessi nótt hefir
verið þokufull lognmollunótt, sem
engan ótta liefir vakið. En það er
einmitt logn (þ. e. alvöruleysi)
þessarar nætur, sem gerir liana svo
sérstaklega hættulega.
Nú, eins og i upphafi miðald-
anna, hefir kirkjan brugðizt með
því að yfirgefa Guðs orð og boða
í þess stað allskonar villu, svo sem
andatrú, guðspeki og hverskonar
heiðni. En svo alvörulaust er starf
kirkjunnar að af þeim fjölda
manna, sem meta starf hennar lít-
ils eða einskis, eru sára fáir sem
sjá ástæðu til að amast við starfi
hennar. Þeir geta vafalaust sagt
eins og Þorsteinn Erlingsson sagði
um trúna, „hún er mikið meinlaust
skinn, mér er vel við greyið“.
Menning og miklar framfarir liafa
stigið nútíma-manninum svo til
höfuðs, að tilfinningin fyrir þörf
á Guði hefir dvínað, og þegar svo
hefir verið hvíslað úr öllum áttum:
„Friður og engin hætta“ hefir al-
vöruleysinu verið ruddur vegur
hræðilega langt inn i lif og starf
svo margra okkar, sem þó höfuni
þegið Guðs óumræðilegu gjöf í
Kristi Jesú.
Ég veit ekki hvað Iangt er liðið á
þessa nótt, en ég er viss um að
áður en henni lýkur skellur stór-
viðrið á, því að vald myrkursins
hrýzt æfinlega út í öllum sínum
ægileik, þegar viðnámsþróttur
ljóssins hefir verið lamaður. Já, e.
t. v, heyrum við þegar gný óveðurs-
ins i atburðum þessara daga.
En livar eru nú mennirnir, sem
fyrir alvörufyllta trú á Kristi ekki
láta bugast á erfiðileikum komandi
daga, heldur flýta fyrir komu liins
nýja dags með baráttu sinni og
bæn? Ert þú í tölu þeirra? Frá
Bibliunni berst olckur áminning
um að vakna og vaka. HEYRUM
ÞAÐ KALL OG HLÝÐUM ÞVf.
(Opinb. 3, 2—3).
Stgr. Ben.
Nokkrar hugleiðingar
við daglega guðræknisstund.
Eftir séra K. Schreiner.
3. dagur.
Þá munu menn sjá manns-soninn koma i skýi
ineð mætti og mikilli dýrð. (Lúk. 21, 27).
Þegar Jesús kom til jarðarinnar fyrsta sinni, lá hula
yfir guðdómsdýrð hans, svo holdleg augu sáu aöeins
veikan mann.
Hvers vegna kom hann þannig?
Af því að sérhver maður á að njóta fyllsta frjálsræðis
með að velja. Enginn var þvingaður með ytra valdi eða
dýrð til að að veita honum viðtöku.
Og svo er enn í dag.
Meðan náðartíminn er, stendur sérhver maður frammi
fyrir vali. Hann getur veitt Jesú viðtöku og hann gerir
það, ef hann er sannleikans megin. Hann getur brotizt
upp að krossinum þar sem iðrandi og sannleikselskandi
hjörtu allra alda hittast. Hann getur frelsazt, ef hann
vill.
Enginn getur veitt Jesú viðtöku, nema með frjálsu vali.
En þegar tími náðarinnar og trúarinnar er liðinn, þá
kemur hann með mætti og mikilli dýrð. Og þá verða
allir að tigna hann, annað livort með fúsleika kærleik-
ans eða þvingun óttans. Á þeim degi mun hann verða
dýrðlegur meðal allra, bæði vina sinna og óvina.
Vandaspurningin er þá þessi: Hvernig sé ég Jesúm á
þeim degi ? Mun ég lyfta höfði með fagnaðarrikri eftir-
væntingu eftir honum, sem er vinur minn og frelsari?
Eða mun ég örmagnast af skelfingu gagnvart honum,
sem er dómari minn?
Getur nokkur varpað þeirri spurningu frá sér með
léttúð og hugsunarleysi ?
4. dagur.
Hann á að vaxa, en ég að minnka. (Jóh. 3, 30).
Hvernig var Jóhannes skírari orðinn, eins og þessi orð
sýna? Heldur nokkur, að hann hafi verið fæddur með
þessu hugarfari, og hafi fengið slika auðmýkt í vöggu-
gjöf ?
Nei, enginn, jafnvel ekki sá bezti, er þannig að eðli
til. Þannig verða menn aðeins í skóla Guðs. Að eðli til
erum vér allir að meira eða minna leyti sjálfsdýrkendur.
Allt snýst um oss sjálfa. Vér höfum oss sjálf í huga,
sjálfrátt eða ósjálfrátt, hvað sem vér tökum oss íyrir
hendur.
Það lærist aðeins í skóla Guðs, fet fyrir fet, að vinna
sigur á sjálfum sér og sjálfselsku sinni.
Jóhannes kom úr einveru eyðimerkurinnar. Þar var
hann einn með Guði. Heilagleilci Guðs hafði skinið inn
í hjarta hans og afhjúpað syndir hans. Þar af leiðandi
eignaðist hann það hugarfar, sem átti þá eina ósk að
eignast náð Guðs. Dýrð heimsins var aðeins freistni.
Leiðin til sjálfsþekkingar og auðmýktar er: Að fara
út í einveruna með Guði.
Sá, sem óttast að vera einn með Guði, eða er svo yfir-
borðslegur, að hann getur blátt áfram ekki veriö í kyrrð,
og einveru, af því að truflandi raddir heimsins fylgja
honum allstaðar — hann lærir aldrei að þekkja sig og
verður aldrei auömjúkur. Hann lifir og deyr í sjálfs-
dýrkun, og eignast því ekki hlutdeild í Jesú, sem veitir
auðmjúkum náð.
Óttast þú ekki sjálfan þig?
\