Bjarmi - 01.10.1940, Qupperneq 2
2
B J A R M I
odtftUA tíl AlÚtaáUtMUWlOA.
Árið 1733 stundaði nám við há-
skólann í Jena á Þýzkalandi mað-
ur að nafni Francis Lembke.
Hann var ungur og gáfaður og
ætlaði sér að ná á því ári doktors-
nafnbót í heimspeki.
Þá var það, að nokkrir trúaðir
stúdentar og prófessorar buðu
lionum á bænasamkomu í há-
skólakapellunni. Þar varð hann
fyrir þeim áhrifum, að hann varð
aldrei samur maður eftir það:
Hann gafst Jesú Kristi; játaði
synd sína fyrir honum og öðlaðist
hans fyrirgefningu, og varð fyrir
það nýr maður. — Ilvenær kem-
ur sú stund, að slíkar samkomur
verði haldnar i kapellu háskólans
hér, og að þvi verði unnið, að
stúdentarnir, a. m. k. þeir, sem
guðfræði lesa, byrji námið á því
að snúa sér til Drottins?
Síðar varð Lembke þessi pró-
fessor við háskólann í Strassburg
og jafnframt aðstoðarprestur við
Péturskirkjuna þar í horginni.
Fystu prestsskaparárin vandaði
liann ræður sínar mjög, en þær
virtust verða því áhrifalausari
sem þær voru hetur samdar. Loks
kom að því, að hann hélt sínar
fögru ræður yfir tómum bekkjum.
En hann tók það svo nærri sér,
að hann gafst upp á því. Fékk
liann því prest til að tala í sinn
stað, og tók sína eigin þjónustu
í Guðs ríki til aJvarlegrar yfirveg-
unar i bæn. Hann bað Guð þess,
áð annaðhvort gæfi hann honum
lausn frá þessari þjónustu, eða að
leysa liaft tungu sinnar, og gefa
sér náð til að hoða fagnaðarer-
indið syndugum mönnum til sálu-
hjálpar.
Honum virtist hann enga hæn-
heyrslu fá, en vildi þó gera eina
tilraunina enn áður en liann segði
embættinu af sér. í þessu ástandi
sté liann í stólinn í sinni eigin
kirkju, hrópandi til Drottins í
djúpi sálar sinnar, í hinni mestu
angist.
Þá skeði á honum kraftaverkið.
Fylltur krafti heilags Anda pré-
dikaði hann fagnaðarerindið um
óverðskuldaða náð Guðs í Kristi.
Og uppfrá því vakli prédikun
hans almenna athygli. Iíirkjan
fylltist svo, að oft kom það fyrir,
að ekki komust allir inn. Fjöldi
manna toku afturhvarfi, og varð
hann Guði úlvalið verkfæri, til
hinnar mestu blessunar.
— „Biðjið og yður mun gefast.
— Auðmjúkum veitir Guð náð“.
— Enn er það leiðin til sigurs í
einkalifi hins trúaða og þjónustu
hans fyrir Drottin.
„Þér skuluð vera mínir vottar,“
sagði Jesús við fyrstu lærisveina
sína. En voru þeir líklegir til þess,
eins og ástatt var fyrir þeim ein-
mitt þá? Lamaðir af efasýki og
andlegri blindni hiðu þeir hvern
ósigurinn á fætur öðrum; og svo
fór að einn þeirra sveik, annar af-
neitaði og allir yfirgáfu þeir
liann, þegar mest á reyndi. Og
loks lokuðu þeir sig inni af ótta
við Gyðingana, en einn úr þeirra
fámenna hóp fyrirfór sér í ör-
vilnan.
Ilvernig gálu þessir menn orð-
ið vottar Jesú Krists til yztu endi-
marka jarðar? Lærðu þeir til trú-
hoða eða prests og tóku vigslu
og voru þar með orðnir til l>ess
hæfir?
0, nei. Þó lærdómur sé góður
og vigsla sjálfsögð, var það ann-
að, sem gerði þá að vottum, —
eins og alla votta aðra.
.Tesús sagði meira við þá, en
það eitt, að þeir skyldu vera vott-
ar hans. Ef svo hefði ekki verið,
þá hefði kristindómurinn liðið
undir lok með þeim.
IJann sagði einnig: „Þér skuluð
vera kyrrir í Jerúsalem unz þér
íklæðist krafti frá hæðum“. Og
því hlýddu þeir. Þeir hiðu og háðu
samhuga og töluðu saman um
allt þetta. Þá kom hvitasunnan og
með henni vakningin. Krafturinn
frá hæðum kom yfir þá. Og þar
með voru þeir orðnir sannir vott-
ar .Tesú, krossdauða Iians og upp-
risu.
Það voru í fyrstu 120 ómennt-
aðir leikmenn, sem á þenna liátt
fengu hæfileikann til að flytja
boðskap hjálpi’æðisins sylidugum
mönnum til frelsunar. Og hrátt
mynduðust víða stórir liópar
kristinna manna.
Samkvæmt elzlu heimildum, er
talið, að postularnir og sam-
verkamenn þeirra að hoðun fagn-
aðarerindisins, hafi farið til eftir-
taldra staða: Litlu-Asíu, Skýþiu,
Frýgíu, Indlands, Persíu, Ahess-
iníu, Spánar, Ax-abíu, Mesópota-
míu, Marokkó og jafnvel til Bret-
landsej’ja lengst i vestur og Kína
lengst í austur.
100 árum eftir fæðingu Krists,
er talið að kristnir menn hafi vei’-
ið oi’ðnir um 200 þúsund, en 2
öldum siðar um 8 milljónir.
Það var árangurinn af þeirra
slarfi, sem fyrstir gáfust Kristi og
tókti við hans náð og krafti til
þjónustunnar. „Ekki svo að vér
séum hæfir (til þjóhustunnar) af
sjálfum oss“, segir einn þeirra,
„heldur er hæfileiki vor frá
Guði.“ — II. Kor. 3, 5—6.
„Þeir lifðu eðlilegu og heil-
brigðu trúarlífi,“ liefir einn af
þekktustu kristniboðum nútimans
j sagt, — Stanley Jones. Og út frá
j eigin reynslu hrópar hann til allra
i kristinna manna: Aftur til hvíta-
sunnunnar!
Hvers annars er okkur vant,
íslendingum?
j Meii-a af því, sem veraldlegir
: menn kalla fi’jálslyndi í trúai'efn-
; um? Eða endurbættrar útgáfu ný-
! guðfræðinnar görnlu? Eða meirl
j andatrú? Eða ennþá meira af
i hrærigraut dulrænna fræða hins
heiðna heims?
Allt þetla liöfum við í ríkara
mæli hlutfallslega en flest ef ekki
öll vestræn lönd, — og því sam-
fara hefir verið hjá okkur sí-
Jxverrandi kristilegt trúar- og safn-
aðarlíf.
Síðasta Ijóð
Steins Sigurðssonar. Ort er hann lá banaleguna
á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
ÞaS kvöldar! Senn dvínar hið dagbjarta skeiö,
úr djúpinu húmrökkrið læSist. —
Ég óskelfdur stóð, þótt mér ögraði neyö,
já, óttalaus þóttist á guðsríkis leiS.
Hvaö veldur, aS hjarta mitt hræöist?
Þaö kvöldar! ViS dagsetur dimrnir af nótt.
AS dauSans ál vegferSin stefnir.
AS komast þar yfir, mér er ekki rótt,
minn ástriki GuSssonur, kom þú nú skjótt, —
þín eilifu loforS þú efnir.
Þú talaSir nýfædda trú mina viS:
aS tengja mig útvaldra safni,
þú vissir aS einn gæti’ eg aldrei veitt liS,
þú yrSir aS varöveita trú mina og friS,
til lofs þínu lifanda nafni.
ÞaS kvöldar! Ó, Drottinn, þú kallar mig brátt,
en kramin og fátæk er sálin.
Samt trúi ég klárt á þinn kærleik og mátt,
því kem ég, er skuggarnir boöa mér nátt,
og heimförin hefst yfir álinn.
Svo legg ég þá, Frelsari, hönd mína hér
í hönd þína döggvaöa blóöi. —
Hvert brot, er ég framdi til blygSunar mér
þú barst upp á krossinn — til refsingar þér.
Eg lýt þér minn Lausnarinn góöi.
ÞaS kvöldar! En horfinn er kvíSinn á braut,
sem kvaldi oft sálina snauöa.
Þú Drottinn ’minn sigraSir síSustu þraut,
mig sakfallinn tókst í þitt miskunnar skaut
og dæmdir mér líf fyrir dauSa.
Steinn SigurSsson.
En Iieilagur Andi sannfærir
lxeiminn um synd, um réttlæti og
um dóm. Hann opinberar sálun-
um Jesúm Krist og gjörir liann
dýrðlegan, — því hann á að vaxa,
en við eigum að xninnka.
Þessa er okkur nú rnest þörf,
íslendingum.
Vottunum fyrstu, — og á öll-
um timum síðan, hefir oi’ðið á-
gengt í starfinu fvrir Guðs í’íki,
að svo miklu leyti, sem Andinn
fyllti þá og talaði gegnum þá um
Krist og liann krossfestan. Mann-
leg speki, mælskusnilld og orð-
skrúð, stoðaði ekki. Og rétttrúnað-
ur án lifs og anda gat af sér and-
legau dauða.
„Gjörið því iðrun og snúið yð-
ur, að syndir yðar verði afmáðar,
til þess að endurlífgunartímar
komi frá augliti Drottins.“ —
j Post. 3, 19.
Ó. Ó.
Bréf
frá hiskupi H. Fuglsang-Dam-
j gaard til prestanna og safnaðanna
í Kaupmannahafnar hiskupsdæmi.
Lesið upp í mörgum kirkjum
sunnudaginn 24. apríl 1940.
Á þessum alvöruþrungnu dög-
um fyi’ir land vort og þjóð og
kirkju, sendi ég kæra kveðju til
j prestanna og safnaðanna í mínu
hiskupsdæmi.
Ég sendi kveðjuna með orðun-
um úr 31. sálmi Davíðs, sem vér
. heyrðum frá altari Di’ottins, er
{ vér vorum í síðasta skipti komin
t saman við aðventu-altarisgönguna
. til að leita í sameiningu styrks hjá
j vorum liimneska föður til þjón-
; ustunnar í söfnuðum vorum á
j nýja kirkjuárinu. Lítið hugboð
I höfðum vér þá um þær raunir,
! seixi hiðu vor.
i En af vörum sáhnaskáldsins
j hljómuðu orð lil voi’, sem geta
; lxaldið oss uppi í þyngstu raunum:
í „Hjá þér, Drottinn leita ég liælis,
; — þú ert hjarg mitt og vígi. þú
munt frelsa mig, Drottinn, þú trú-
fasti Guð. Þú hefir litið á eymd
mína, gefið gætur að sálarneyð
minni. Ég treysti þér, Drottinn,
segi: Þú ert Guð minn. í þinní
hendi er liagur minn.“
Þjóð vorri má ekki fallast hug-
ur. Iljörtu vor mega ekki verða
lostin örvæntingu. Þjóð vor verð-
ur að halda sínum andlega krafti.
Vér vitum ekki, hvað tapast liið
ytra, en vér vitum, að vér getum
öðlazt ósigrandi kx-aft liið innra
með oss.
Þenna kraft getur Guð gefið oss.
Hann gefur liann oss þar, sem
hann liefir gefið hann þjóð voi-ri
í þúsund ár: í orði sínu, í náðar-
gjöfum sínum, í söfnuði sínum.
Hann bendir oss i Jesú Ki’isti á
veginn gegnum myrkur aldai’inn-
ar. Jesús Kristur er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn
kemur til föðursins nema fyrir
hann. Leitum aldrei vegarins,
Frh. á 3. síðu.