Bjarmi - 01.10.1940, Síða 4
4
B J A R M I
HAMINGJULEIÐIN
FRAMHALDSSAGA
stolt til þess að kæra þig um slík-
ar minningar. í þá daga var ég
ekki of lítilfjörlegur handa þér.
En nú ert þú komin í kynni við
hinn rika Knút. — Já, gex-ðu það,
sem þér finnst hezt. Eg skal ekki
verða á vegi fyrir þér. Dyi’nar
standa mér opnar. Og það er sjálf-
sagt hægur vandi fvrir þig að fá
Jxetra hlutskipti en þú heldur."
Hann fær næstum því óstjórn-
lega löngun lil þess að segja þess-
ar hugsanir sínar, til að særa lxana
sem mest. En svo nær kærleikur-
inn aftur yfirhöndinni lijá honum.
Hún hefir ekki hrotið nein loforð.
Þetta liefir allt aðeins verið gáska-
fullur æskuleikur.
„Æskuleikur,“ hugsar hann.
Orðið hljómar eins og nistandi
háð. Þvi þelta var meira en leikur.
Loks nema þau staðar við gai’ðs-
hliðið. Hún er komin lieim.
„Þá ertu komin heim, Bergljót."
„Já.“ Hún er svo vanmegna, ó-
viss og hrædd, að hún gat ekki
komið upp neinu orði. Hún lítur
kvíðafull á hann, þar sem hann
stendur þögull, og lítur upp í loft-
ið, eins og hann sé að athuga ský-
in, sem vii’ðast vera í kapplilaupi
við tunglið. Hann er fölur. Ennið
hrukkótt, eins og hann sé í þung-
um, beiskum liugsunum. Munnur-
inn er lokaður með ákveðnum,
höi'ðum dráttum í kring. — Allt
virðist henni benda til drengilegs
kæruleysis gagnvart henni, eins
og lionum líði illa i nærveru henn-
ar, finnist hún óþægileg. — Jæja.
Það er víst ekki neitt sérstaklega
undarlegt. Hún er aðeins fátæk,
litilsigld stúlka. En hún veit, að
einu sinni þótti honum vænt um
hana. Það var dýi'ðlegur tími.
Hún snýr höfðinu snögglega og
lítur á hann. „Nei, horfðu bara á
mig,“ segir liann, þegar hún lítur
skjótlega i aðra átt.
„Þú ert svo skrítinn, Leifur.“
Hún brosir þreytulega.
„Já, ég er það víst. — IJeyrðu
Bergljól.“
„Hvað þá?“
„Yið vorum mikið saman, eins
og þú veizt. í tali manna á milli
vorum við næstum trúlofuð, sem
við ekki vorum sem betur fer. En
svo liætti þetta.“ Hann þegir dá-
litla stund, svo heldur liann áfram
köldum rómi. „Það er víst kurt-
eisisskylda að við þökkum livort
öðru fyrir allt þess konar. Er það
ekki satt, Bergljót? Við munuin
auðvitað ekki vera óvinir eftii1
þelta. Það borgar sig ekki. Eg fer
bráðum alfarinn héðan. Réttu mér
hendina, Bergljót!“
Hún réttir lionum skjálfandi
höndina, þótt hún sé alveg viðul-
an, og viti ekki hvað gera skal.
Allt i einu finnur hann, að liann
megni ekki að þakka lienni með
orðum. Hann megnar ekki að
þakka fyrir það, sem mun gera
lif lians fótækt og tómlegt. Þess
vegna segir hann kuldalega og
þurrlega: „Sæl“!
„Leifur!“ hrópar húh allt í einu.
„Hugsaðu ekki lengur um, mig.
Ég er hamingjusamur.“
Þá kippir hún liönd sinni úr
hendi hans og hleypur, án þess
að mæla orð, inn í garðinn.
„Góða nótt“, hrópar liann.
Ekkert svar. Aðeins títt fóta-
tak, sem fjarlægist á malarstígn-
um, sem liggur um garðinn.
Svo verður allt kyrrt.
„Ó, Guð. Gerðu okkur bæði
hamingjusöm!“ stynur hann upp.
Bláfátækur gengur liann lieinv
leiðis, þetta fagra haustkvöld.
Honum liefir aldrei fundizt tilver-
an eins vonlaus og tilgangslaus og
nú. Hann veit ekkert að hverju
hann ætti að snúa sér. Því liann
veit, að nú liefir liann kvatt það,
sem liann áleit bezta hlutskipti sitt
hér á jörð.
Hann gengur áfram og hugur
hans snýst ekki um annað en þetta.
Ilann nemur stundum staðar. Tel-
ur sér trú um ,að hún komi á eftir
honum. Hlustar. Starir. — Nei,
hún kemur ekki.
Han’n lieldur áfram: „Nú eru
aðeins fimm mánuðir til vors. Það
er að visu langt, en tíminn líður
fljótt. Eftir sex mánuði mun At-
lantshafið aðskilja okkur. Hið
mikla, djúpa úthaf mun lijálpa
mér til að gleyma þér. Allt í fram-
andi landi mun fylla liuga minn
nýjum hugsunum og vináttu.
En á gömlum hekk í garðinúm
í Grænuhlið situr ung stúlka grát-
aridi. Fölnuð, gul blöðin af trján-
um lirynja yfir liana, eins og lil
að minna hana á að það er haust.
Iíún sér að vísu blöðin, en gleym-
ir haustinu í kringum sig, því
haustið, sem læðzt hefir inn í
hjarta hennar, er svo hræðilegt.
Þegar liún kemur loks inn i stof-
una brosir hún, til þess áð leyna
því, að hún liefir grátið. En móð-
uraugun eru skörp.
„IJefir einhver verið vondur við
þig í kvöld, Bergljót?“
„Nei, mamma. En af liverju
spyrðu þannig? — Já, ég hefi grát-
ið dálítið, En það liefir enginn
verið vondur við mig.“
„Annað livort væri. Nei, það get-
ur enginn verið þannig við þig.“
Bergljóst sezt í fang móður
sinnar, eins og hún var vön, þegar
hún var litil. Bernskusorgum sín-
um og áhyggjum hafði hún alltaf
leitað líknar í faðmi mömmu.
Mamma kyssti áhyggjurnar.
burtu!
Nú er liún uppkomin, en enn-
þá sezt hún í fang mömmu, þótt
liún segi henni ekki allt, sem í-
þyngir. Henni finnst það samt allt-
af svo einstaklega gott — eins og
nú í kvöld — að livíla höfuð sitt
við barm móður sinnar. Því hún
veit, að mamma elskar liana.
Ó, já, móðir hennar elskar liana.
Hún telur liana ennþá barn, því
hún er svo lítil, þrátt fyrir það,
að liún er 21 árs. Og Bergljól vill
gjarnan vera litið barn, því það
er svo erfitt að lifa, þegar maður
er fullorðinn.
Hún strýkur hlýlega hvítt hár
móður sinnar. „Þú ert víst mjög
þreytt, mamma. Nú skal ég taka
kvöldvérðinn til, og svo skulunv'
við borða. Þegar við höfum borð-
að, skulum við leggja okkur og'
sofa reglulega vel.“
„Já, en þú mátt ekki gleyma
þvi, að lesa dálítið fyrir mig í
Biblíunni áður en við háttum.“
„Nei, þú getur verið viss um,
að ég skal ekki gleyma því, því
það tilheyrir kvöldverðinum.“
„Guð hlessi þig, Bergljót. Þú ert
svo lík Birgi.“
„Eg vildi óska að pabbi liefði
Iifað.“
Það læðast tár niður vanga
mömmu, er hún segir: „Æ, já.“
XVI.
Kirkjan er troðfull við kvöld-
guðsþjónusluna. Menn eru komn-
ir lil þess að uppbyggjast á sinni
helgustu trú. Það fá þeir líka
núna, en það fengu þeir ekki áð-
ur. Orsökin er sú, að gamli prest-
urinn liefir yngst upp! Ef til vill
hljómar það einkennilega, en
taktu samt eftir þvi. Hann pré-
dikar þannig, að jafnvel Pétur
Nordgord er öldungis hissa.
„Það gagnar ekkert að „punta“
sjálfan sig eða lappa upp á sinn
innri mann, til þess að komast á
þann liátt í himininn. Nei, þang-
að kemstu aðeins af náð. Og náðin
er ekki laun fyrir starf eða erf-
iði, heldur svar við trú og sjálfs-
fórn. Kristur er vegurinn, sann-
leikurinn og lífið. Aðeins í blóði
hans er frelsi fyrir þig, þú getur
aðeins staðið réttlættur frammi
fyrir Guði, í réttlætisskrúða Krists.
Þú, sem hefir gefizt honum, ált
þennan skrúða. Því skrúðinn liann
er svar Guðs, gjöf hans til handa
þér, sem lifir honum" ........
Pétri finnlst þetta alveg skín-
andi. Hann nýr hendur sínar, þar
semhannsitur á bekknumskamml
frá ofninum. „Þeta er heilbrigð
kenning. Náð Guðs er óskiljan-
leg“, lmgsar hann. „Já, presturinn
er óviðjafnanlegur, og verður
launa sinna.“ Og svo liallar hann
sér ánægjulega aftur á bak á ný.
Presturinn: „Þú, sem ert gam-
all, liefir ef til vill komið trúfast-
lega til kirkju um hverja lielgi,
og það þykir mér liijög vænl um,
sem presti: Þú varst skírður og
fermdur hér. Síðan hefir þú oft
meðtekið heilaga kvöldmáltíð. . . .
17. dagur.
Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. — ()g
sjá, ég er með yður alla daga allt til enda ver-
aldarinnar. (Matt. 28, 19—20).
Þetta vald, sem Jesús hefir unnið sér með hlýðni sinni
og fórnfæringu, valdið til að frelsa syndara, það er gleði
og öruggleiki þeirra, sem trúa á hann. Jesús, kærleiksríki
og náðugi frelsarinn, búinn valdi Guðs sjálfs og keppandi
að þessu eina marki: að leiða sálir inn í Guðs ríki!
Almáttugur kærleikur Jesú nær til mannanna, hvar
sem þeir eru. Og það er jafn vist eins og enginn staður
er á jörðunni, sem himininn hvelfist ekki yfir, að ekki
er til sá rnaður, sem Jesús getur ekki náð til með hjálp-
ræði sitt.
Þegar þú lítur til himins í bæn, mætir þú Jesú þar, og
þá veiztu hvaða svar bæn þín fær. Komir þú hryggur
yfir synd þinni, sneyptur vegna veikleika þíns, eyðilagð-
ur vegna vonzku þinnar, komir þú með bæn um náð og
brennandi þrá að verða öðruvísi en þú ert — niundu þa,
að þú mætir Jesú. Láttu það auka djörfung þína og von.
Þú veizt, að hann er Guðssonurinn(i sem á allt vald Guðs.
En þú veizt líka, að hann er Mannssonurinn, sem getur
ekki gleymt kynslóð sinni hér á jörð, og sízt af öllu þeim
föllnu, óhamingjusömu og þjáðu.
Gleðst þú, sem tilheyrir Jesú og hefir valið þér hann
að hlutskipti, gleðstu yfir þeim frelsara, scm þú átt og
þeim bústað, sem hann hefir fyrirbúið lærisveinum sin-
um á himni.
18. dagur.
Þessi fór réttlættur heim til sin. (Lúk. 18, 14).
Hvers er þörf til þess að frelsast, eða verða Guðs
barn, eins og við orðum það oft?
Auðvitað er hægt að svara á margan hátt. Ekki svo
að skilja, að það séu fleiri en ein leið til hjálpræðis. En
þaíj er hægt að lýsa þessum eina vegi frá fleiri en einni
hlið með mismunandi orðum.
I dag svara ég út frá því orði Guðs, sem við íhugum :
Til þess að frelsast er hvorki þörf á meiru eða minnu en
þessu: Að biðja bænar tollheimtumannsins með iðrun
hans.
Margir halda að það sé auðveld leið til að frelsast og
greiður vegur til himins.
Það er nú sjálfsagt hægt að deila um það, hvort leiðin
sé auðveld eða erfið. En það er að minnsta kosti fullvist-
að þessi bæn á alltaf alvarlega forsögu, sem Guð einn og
hlutaðeigandi þekkir.
Þetta kemur nefnilega aldrei af sjálfu sér. Það kostar
baráttu og sjálfsafneitun fyrir þann, sem er ánægður með
sjálfan sig, að kveða dóminn upp yfir sér og öllu sínu og
leita einungis athvarfs í miskunnandi náð Guðs í Jesú
Kristi.
Sjálfsbjargarhvötin er svo rik í hverjum einstkaling,
að hann reynir í lengstu lög að bjarga lífi sínu og standa
gegn ákæru samvizkunnar. En meðan hann gerir það, er
hann án frelsunar, vegna þess, að Guð getur ekki fyrir-
gefið þeim, sem fyrirgefa sér sjálfir. Guð komst ekki að
með náð sína fyrri en bænin kernur frá iðrandi og sund-
urmörðu hjarta.
En þá gefur Guð líka náð sina, frelsi sitt.
Hefir þú reynt það?