Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.08.1941, Page 2

Bjarmi - 01.08.1941, Page 2
2 B J A R M I Frá Hollandi. 1 Hollandi er engin þjóðkirkja og engin trúarhragðakennsla í ríkisskólum. Hins vegar greiðir ríkissjóður öllum viðurkenndum kirkjufélögum þjóðarinnar all- mikið fé árlega, er skiptist meðal þeirra hlutfallslega, til prests- launa og fleiri útgjalda. Fjölmennust er reformerta kirkjan, eitthvað um 55% af allri þjóðinni, um 35% eru rómversk- kaþólskir, lúterskir eru nál. 90 þús., Gyðingar nokkru fleiri o. s. frv. Trúarlíf er talið mest innan re- formertu kirkjunnar, og rekur hún talsvert kristniboð, sem dæt- ur-kirkjur hennar í hollenskum nýlendum sjá um síðan Holland var hertekið, Það hefir farið svipað þar og í Noregi, að „kirkjan“ eða áhuga- lið safnaðanna hefir algerlega hafnað „ketkötlum Egyptalands“, og Iieldur kosið ofsóknir, en að þegja gagnvart germönsku trúnni og því, sem lienni fylgir. Svissneska hlaðið frá I.C.P.I.S. segir svo í maí s.l.,: „Hagur kirkjunnar í Hóllandi hefir þrengzt að miklum mun ný- Iega. Þó nokkrir leiðtogar þeirra hafa verið handteknir, sérstakur tekjuskattur hefir verið lagður á öll trúarbragðafélög, eignir Hjálpræðishersins hafa verið gerðar upptækar. „Evangeliskt bandalag“ var hannað. Fámenn hreyfing reynir að bræða saman kristna trú og þjóðernisjafnaðar- stefnu, en verður lílið ágengt. Kirkjuleiðtogi hollenskur segir um þá tilraun: „Vér búumst ekki við, að þær raddir veki bergmák heldur þvert á móti. Þeir, sem, þekkja kirkju vora og þjóð, vita og, að þeim kenningum er ger- samlega hafnað vor á meðal„ Samt sem áður er varasamt að mæta þeim áróðri með almennri þögn. Það er nauðsynlegt, að sýna fram á misskilninginn, villurnar og ringulreiðina, sem fylgir þeirri stefnu. Vér kærum oss ekki um að bæta þjóð vorri sem 13. gréin við trúarjátningu vora; væri það gert, mundi hún fyr eða síðar verða fyrsta og aðalgreinin. Það er ekki þjóðin, heldur holdtekj- an, sem er hyrningarsteinn kirkj- unnar.“ K.F.U.M. í Hollandi. Dr. Eijkman, aðalframlcvæmd- arstjóri K.F.U.M. í Amsterdam, liefir gefið út lítið rit um „hið nýja skipulag í Hollandi.,“ — Dr. Eijkman er fyrir löngu kunnur maður, ekki sízt fyrir starf sitt til endurbóta atvinnuleysismál- um Hollendinga. Kverið vakti at- liygli og þótti all djarfmælt. Tóku Þjóðverjar höfundinn fastan skömmu siðar og fluttu hann í fangahúðir í Þýzkalandi. Höfundurinn segir í upphafi ritsins, að allir séu að lala um að koma á nýju skipulagi: „Fólk- ið segir, að nú verði að leggja grundvöll þessa skipulags i þjóð- lifi, æskulýðsstarfi og öllu upp- eldi. En Páll postuli sagði, a*ð enginn gæti annan grundvöll lagt en þann, sem lagður er, Jesúm Krist.“ Hann minnist harma Hollands og fátæktar og livetur þjóð sína lil að leita huggunar í Bihlíunni, og styrks til endurreisnar þess, sem hrunið er. „Bihlían kom af stað hyltingu í rómverska ríkinu“, segir hann, „og' i hálfa fjórðu öhl hefir liún valdið umbyltingum með vorri þjóð., Ejns mun liúh framvegis valda réttmætri byltingu. „Bj"gg- ingamennirnir nýju“ verða að sjá, að það verður ekki annað en orsök nýrra harma að dýrka máttinn einan. Það ígetur ekki orðið grundvöllur að nýju skipu- lagi. Afneitun Péturs postula hófst með því,*að hann reyndi að laga sig eftir umhverfinu, eða haga seglum eftir vindi. Stund- inn er fyrsta skrefið á þeirri hraut að neita að tala um lijart- fólgin málefni. Hvað mikið hugs- ar þjóð vor um þau málefni, sem ekki er talað um frjálsmannlega? Ilvernig má endurreisa, ef vér hregðumst þeim málum, er oss htfir verið trúað fyrir?“ „Sjáið þér ekki, landar mínir, hve margir hregðast, af því að þeir sjá, að sorg fyl^ir trú- mennsku?" — „Ef þjóðin segir, að hinn eini sanni grundvöllur endurreisnarinnar, Jesús Kristur, sé „tóm gömul hugtnynd“, þá sýnir það, að vér höfum gleymt þeim grundvelli, og sönn endur- nýjung er í því fólgin, að finna hann aftur.“ „Það er bannað að tala um Oraniu-ættina og frjálsa þjóð. Og meðan land vort er hertekið, ber nauðsyn til að bevgja sig fyr- ir þvi banni,, En vér munum ald- rei afneita ]>ví, sem er lífið sjálft hverjum liollenzkum manni.“ „Hver maður veit, að þegar til framkvæmda kemur, endurreisn á grundvelli Krists, þá fylgir með endurreisn Oraniu-konungsættar og sjálfstæði Hollands „Þegar lögleg stjórn hefir sam- ið frið við Þýzkaland, þá er kom- irn tími til að íhuga, livaða nýja skipun þarf að gera. Þegar sann- kristið samfélag er orðið vor á meðal, þarf enginn að óttast, að þjóðin verði ekki samtaka. Það eru vissulega meir en 7000, sem hafa ekki beygt sig fyrir Baal, og að haki þessara 7000 standa mill- jónir samhuga. Eining þeirra þarf ekki að láta á sér bera með neinum óvenjulegum ytri ráð- stöfunum. Hún sést á hverjum sunnudagsmorgni. En þær mill- jónir, er þá ganga i kirkjur, eru reiðubúnar til að reisa á gamla og eina grundvellinum, Jesú Kristi.“ — (Þýtt úr „The United Cliurch Ohserver“)„ Lofgerðarfúrnin. Dr. Vorthuys skril'ar í aðalmál- gagn Reformertu kirkjunnar í Niðurlöndum: Kirkju Krists er ætlað að fram- hera óaflátanlega Iofgerðai,fó‘rn fyrir Guð, það er ávöxt vara, er játa nafn hains (Hehr. 13, 15). Þessi lófgjörðarfórn, þessi vitnis- hurðlir er fjársjóður kirkjunnar og sverð andans. Vei þeim, er þjónar ekki Orðinu með hlýðni, hreinleik og lotningu. Ótrúir þjónar verða að svara til sakar gagnvart Guði, og' hann mun heldur ekki leyfa að aðrir, livað voldugir sem þeir eru hér i lieimi, vanhelgi lofgjörðarfórn, sem honum er færð., Spámenn Drottins voru ekki liræddir við að hirta konuilgum Israels og valdamönnum verald- arríkja aðfinningar og dóma Guðs, jafnvel þótt frelsi þeirra eða líf væri í veði fyrir þá sök. Og Biblían endar á að boða guð legan dóm yfir Babýlon og ríki Satans, — og dóminn flutti post- uli, er í útlegð sat fyrir vitnis- hurðinn. Kirkjunni her þvi að striða og líða óttalaust fyrir frelsi fagnað- arboðskaparins. Guð mun að lokum taka í taum- ana fyrir sjálfan sig og orð sitt, og auðmýkja alla, þá er saurga lofgjörðarfórnina. Því að grasið visnar, hlómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega (Jes. 40, 8). Hin striðandi kirkja er ávörpuð: „0, Zíon, fagnaðar- boði, hef upp raustina, óttast eigi. Sjá, Guð yðar kemur!“ (Jes. 40, 9.) Striðandi kirkju er ekki ætlað að fara í felur í loftvarnahyrgi, né hugleiða óttaslegin kröfur mann- legra máttarvalda. Hún hoðar orð Drottins með konunglegri tign og' varpar frá sér sem guð- lausri saurgun öllum kröfum ver- aldar valda um að blanda sér í lofgjörðarfórnina í musterinu. Þegar öldungaráðið reyndi að kúga Jóhannes og Pétur með liót- unum til að þegja um Jesúm, þá svöruðu þeir: „Dæmið sjálfir, hvort það sé rétt fyrir augliti Guðs .... því að vér getum ekki annað en talað það, sem vér höf- um séð og heyrt.“ (Post. 4, 18—- 20). Djöfullinn og dýrið og falsk- ir *spámenn liajfa stófaln munn, en Drottinn er í sínu heilaga musteri; öll jörðin veri hljó'ð fyrir honum!“ (Hah. 2, 20).“ — Gætinn lesandi tekur vafalaust eftir, hvað hér er rik áherzla lögð á liátign Guðs, eins og altítt er í prédikun reformertu kirkj- unnar., En trúardjörfungin og' sigurvissan er sameign allra sannra lærisveina Krists, linoss, sem jafnan eru dýrmæt, en ald- rei fremur en á öðrum eins tím- um og nú. Nýjustu fregnir herma, að ein- urð kirkjuleiðtoganna og ofsókn- ir, sem þeir verða fyrir, valdi því, að reformertu kirkjurnar í Hol- landi séu betur sóttar nú en nokkur dæmi séu til áður þar í landi. Sigurbjörn Á. Gislason. »Þetta er raunverulegt!« £> Liao majór í þriðja herfylki kínverska hersins hefir tekið þátt í nokkurum trylltustu orustum styrjaldarinnar og harizt á sex kunnustu orustuvöllunum. Hann sýndi mér tvö heiðursmerki fyrir sérstaka hreysti, þar á meðal æðsta heiðursmerkið, sem kín- verska stjórnin veitir fyrir hreysti. Ilann sagði mér hverja söguna á fætur annarri af reynslu sinni. Á annarri hendi lians var stórt ör eftir kúlnahrot. Hann var hlátt á- fram og einheittur, algerlega ótta- laus íiiaður, ákafur ættjarðarvin- ur og með viðkunnanlega fram- komu. Þannig var Liao majór, maður, sem hafði aldrei lieyrt fagnaðarerindið, en hann vissi, að kristnir memrvorn „fínir menn“ og langaði til þess að kynnast leyndardómi þeirra. Dag nokknrn hað hann mig að koma til hækistöðva sinna og segja sér eitthvað frá kristin- dóminum. Hann bauð mér hæ- versklega til tedrykkju með sér, og hauð félögum, sínum í foringja- stöðum að vera með. Eg las úr 3. kap. í Kólossubréfinu, dásamlega boðskapinn um hið nýja lif í Kristi Jesú. Ég útskýrði því næst stuttlega Iiver Jesús er og livers vegna er möguleiki til að eignast slíkt líf. Og þvi næst hað eg bæn' ar — ef til vill þeirrar fyrstu, sern þessir menn hafa nokkuru sinm lieyrt. Allt þetta tók ekki nema 15—20 minútur, en Heilagur Andi var að verki. Ég spurði gestgjafn minn: „Liao majór, trúið þér á Krist?“ Hann svaraði fljótlega* hiklaust og án efahlendni: „HvaÖ þá? Auðvitað. Þetta er raunverU' legt!“ Þessi orð voru alger sannfæxing hans. Þetta kvöld kom hann með þrjátíu af mönnum sínum á kvöld- samkomuna í litlu kaþellunni okk- ar. Næsta lnilfa mánuðinn lét liann engan dag hjá hða, Iivort sein vaí rigning, snjór eða sólskin, án þess að koma til stöðvar okkar til þesS að lesa í Bihlíunni, hiðja eða ræð3 við okkur minnsta kosti klukkn- tíma. Ilann kom með þrjá félag3 sína, sem voru foringjar, með sel’ og áðúr en við skildumst stóðu þeir allir upp og játuðu franin11 fyrir hðsveitum sínum trú sína og liinn nýja fögnuð í Kristi. Ég gaf honum síðuslu Biblíuna, selíl ég átti. Þakkaði hann gjöfina mik' Frh. á 4. síðu.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.