Bjarmi - 21.10.1952, Síða 2
2
B J A R M I
Æjesiö uwn
KJÖR
Kona Mdlulis gekk ávallt ber-
fætt. Hreyfingar hennar höfðu
sömu mýkt, og göngulag hennar
var jafn létt og annarra zulu-
kvenna, sem höfðu vanizt því að
bera vatnskerin á höfðinu. Hún
var hörundsdekkri en flestar
hinna, og munnur hennar var
stór og þykkur. Augnatóftirnar
voru djúpar, og augun hurfu nær
því fyrir ofan þykkan munninn.
Enginn gat borið henni á brýn,
að hún væri einstaklega fögur.-
Hvað það snerti, var það dálítið
einkennilegt, að siðfágaði kenn-
arinn Mdluli hafði kjörið hana
sér fyrir konu. I>að hafði áreiðan-
lega ekki verið vegna ástarinnar.
Vera má, að órólegur andi hans
hafi þráð ró og friðsæla tilveru
við hlið Sibusisos.
Það var ekki hægt að erta hana
eða hleypa henni upp. Bæri svo
við, að ofmargt gerðist í sömu
svipan í eldhúsinu — eins og þeg-
ar sauð upp úr pottinum, smá-
barnið steyptist niður á gólf og
æpti, Mdluli kallaði á mat sinn
og hæna flaug upp í mjólkurtrog-
ið, allt í sömu andránni — þá
þaut konan ekki um allt til þess
að framkvæma allt í sömu svip-
an. Hún settist róleg á mottu sína
og beið unz ósköpun minnkuðu
dálítið, svo hægt væri að ráða
við eitthvað af þessu.
Sibusiso var ættuð úr djúpu
dölunum í héruðum þeim, þar
sem negrarnir fengu að búa einir.
Þar ríkti ennþá aldagömul trú
Zulunegranna og fornir siðir
þeirra. Þar skyggndust menn enn
þá sífellt til norðausturs, unz þau
stjörnumerki komu í ljós, er gáfu
til kynna, að tími væri kominn
til þess að byrja á plægingunni.
Eins langt aftur í tímann og
menn vissu, liafði þarna lifað kyn-
slóð eftir kynslóð af konum, sem
taldar voru jafningjar þræla og
áburðardýra. Þær voru marg-
reyndar, vanar refsingum og und-
irgefni til hins ýtrasta. Þetta voru
konur, sem engu fengu að ráða
um val eiginmanns síns, konur,
sem höfðu erfiðað á ökrunum og
borið vatn og við á bakinu unz
þær urðu kengbognar í baki, unz
þær loks fengu dálitla sleikju af
maisgrauti og svolilla liálmdýnu
úti í strákofahorni, þar sem þær
sátu og störðu sljóum augum og
biðu ... já, biðu aðeins. Tengda-
mæður, sem urðu að þjóna
tengdasonum sínum í auðmýkt,
en fengu aldrei að borða með
þeim, máttu aldrei nefna nafn
þeirra eða setjast á þann blett,
sem þeir höfðu setzt á, hvað þá
heldur að þær mættu nokkru sinni
snerta þá sjálfa. Þær máttu að-
eins tala við þá með lágri, hvísl-
andi röddu. Konur, sem voru van-
ar höggum og barsmíð.
Eina gleðin kvennanna voru
ZfJLUKVENNA
börnin, stóreygð, nakin kríli, með
stærðar maga, vegna allrar þeirra
fæðu, sem tormelt var. Og vegna
barnanna gat stundum ólgað í
hjörtum Zulukvennanna, eins og
t. d. þegar siðvenjan krafðist þess,
að litlir tvíburar skyldu kæfðir í
sandi, eða að tveggja ára barn
skyldi grafið til hálfs í jörð niður
og látið svelta þannið í liel til þess
að blíðka gyðju jarðargróðans,
Unomkubulwana. Hver dirfðist að
bjóða öndum látinna forfeðra
byrgin, og livert átti að flýja und-
an reiði höfðingjans?
Sibusiso var ættuð úr þessum
héruðum. Þar hafði hún alizt upp
og fylgt öllum siðvenjum — og
farið hlýðin og auðsveip til fyrri
manns síns. Hún horfði án nokk-
urrar öfundar á bræður sína, er
þeir héldu af stað til liátíðahalda
eða ráðstefnu, teinréttir i baki og
skrautlega klæddir að hermanna-
sið, sællegir og saddir — á kostn-
að kvennanna. Sjálf átti hún ekk-
ert að gjöra nema aðeins að hlýða
— hún var aðeins kvenmaður —
og bíðá unz ljóst væri orðið, að
hún væri orðin fullþroskuð kona.
Þá átti að senda sendiboða út um
nágrennið og byggðirnar, og hann
átti að kalla, að Sibusiso væri
orðin gjafvaxta og biðlar gætu
gefið sig fram. Hún var þvi næst
lokuð inni í dinnnum kofa nokkr-
ar vikur, og þar dreymdi hana
um fagran ungling, sem kæmi að
sækja hana ...
Draumar Sibusiso fuku út í
veður og vind daginn, sem biðill-
inn kom. Enginn ungur biðill
hafði efni á því að greiða þær
ellefu kýr, sem var kaupverðið
fyrir hana. Sá, sem gaf sig fram,
var þunglyndur, eineygður ná-
granni þeirra, og hann fór með
hana heim á búgarð sinn. Hann
var sjálfsagt ekki verri en aðrir,
en liann var orðinn aldraður og
langaði til þess eins að eignast
syni, sem gætu viðhaldið nafni
hans og annazt það, að andi lians
hlyti hvíld i gröf sinni. Og þar eð
Sibusiso eignaðist ekki barn,
barði hann hana og útvegaði sér
aðra konu ,sem jók á erfiðleika
Sibusiso. Loks gafst maðurinn
upp og kallaði á bróður sinn -—
eins og lög Zulubúa skipa fyrir
um — til þess að konan eignaðist
afkvæmi.
Þegar sýnt var, að svo yrði,
gekk hún full eftii’væntingar nið-
ur að ánni og skar stærðar fleyg
í hold sitt við bringsbalirnar, eins
og töframaðurinn hann hafði
kennt henni — til þess að blóðið
streymdi út og hreinsaðist með
því að blandast fljótinu. Hverju
skipti það, þótt hún yrði sjúk af
þessu og þyldi miklar þjáningar,
ef barnið hennar losnaði undan
valdi illu andanna?
Barnið fæddist. Það var hraust-
legur lítill drengur. Mandlakayise,
„styrkur föður sins“, var hann
nefndur og var Sibusiso til mik-
illar gleði. Hún fylltist fjöri og
gleði að nýju og augu hennar
ljómuðu og hún skipti sér ekkert
af rausi og öfundarorðum hjá-
konunnar.
Sannarlega skyldi hún gera allt,
sem á hennar valdi var, til þess
að bai’nið gæti ávallt verið hraust
og sterkt. Fyrst varð hún að biðja
töframanninn að koma og
„gwebe“ barnið — losa það við
illa anda og alltof sterkar ástríð-
ur. Dag nokkurn kom hann —
með svartar, fitugar hendur og
svínsblöðrur fullar af alls konar
jurtum um hálsinn. Hann tók
oddhvassan tein af risinusrunni
og stakk honum inn í endagörn
drengsins. Þvi næst rótaði liann
með teininum og dróg hann sitt
á hvað þar til blóðið rann hindr-
unarlaust. Auðvitað var ex-fitt
fyrir móðurina að horfa á þetta,
en það var um heill litla drengs-
ins að ræða. Faðir hans greiddi
fúslega geitina, sem krafizt var
að launum, og bauð nágrönnun-
um til drykkju.
Eins og oft vill vei’ða, vildu illu
andarnir ekki láta litla drenginn
af lxendi. Honum blæddi, og hann
grét dögum saman, og loks gat
litla höndin ekki lengur tekið ut-
an um þumalfingur Sibusiso. Hún
sat þolinmóð með liann nótt eftir
nótt og reyndi að láta hann sjúga
bi’jóst sitt. Ekkert stoðaði, og loks
urðu þau að senda eftir töfra-
manninum á ný.
Þessi læi’ði maður, með hlé-
barðaslcinnið um lendar sér, sá
strax, hvað að var. Hér var um
enn meira óhreint blóð að ræða,
sem losna þurfti við. Þjáningar-
fulla aðgerðin var endurtekin.
Barnið var miklu rólegra að þessu
sinni. Það kveinkaði sér sixiáveg-
is og hreyfði sig ögn. Faðir þess
varð að láta aðra geit af hendi.
Sibusiso sat alla nóttina með
litla drenginn í fanginu. I dögun
dó hann. Faðir lians barði Sibu-
siso miskunnarlaust fyrir það, hve
hún hefði gætt drengsins illa. Hún
mælti ekki orð við nokkurn rnann
vikum sanxan. Hún laut höfði og
bar smán sína þegjandi. Djúpt
inni í sál hennar bærði eitthvað
á sér — eitthvað þungt og erfitt.
Það var hatur, tortryggni og van-
traust gagnvart manninum henn-
ar og töfralækninum. Enginn
hjálpaði henni til þess að mynda
hugsanirnar, sem á sér bærðu.
Þær veltust eins og blindir hvolp-
ar, sem skríða út úr dimmum
kjallara. Þannig var það þar til
daginn, sem Ngcobo kennari kom
til þorpsins og tók að boða nýja
kenningu.
Áður en það vai’ð, varð hún að
ganga veginn á enda í þolinmæði
og undii’gefni. Mikil ógæfa hafði
skollið á heimilinu — þar sem
var dauði barnsins — og það varð
að komast að niðurstöðu varðandi
orsök þess. Einu sinni enn var
sent eftir töfralækninum. Hann
kom um kvöld og settist virðulega
fyrir utan heimili þeii'ra. Eftir
langvarandi helgisiði, dásvefn og
andasæringar komst hann að því,
að hinn seki var óvinur töfra-
læknisins, og átti liann lieima í
næsta dal. Heimilisfólkinu fannst
þetta mjög sennilegt, og fannst
vænt um, að komizt hafði vei’ið
að raun um orsök þessa alls. Að-
eins eitt andlit var jafn sorgbitið
á svip og augu þess jafn skelfd
og áður. Það var Sibusiso. Hún
var móðii’in og þurfti því að
hreinsast fi’á þessum illu öndum.
Hún þekkti aðferðina. Belgur yrði
dreginn yfir höfuð hennar, og hún
varð að anda að sér anganinni af
töframeðalinu, sem var að mestu
leyti búið til úr hrossataði og
mannssaur. Er hún hefði andað
þessu kyi-filega að sér, átti að
skera flipa í húð hennar, svo unnt
væri að nudda lyfinu kirfilega
inn í líkama hennar. Hún varð
að ganga þolinmóð heim til töfra-
læknisins.
Nokkru siðar andaðist eineygði
maður Sibusiso. Nýjar liöi’mung-
ar biðu ekkjunnar. Það varð að
lireinsa búgarðinn og útrýma því
tjóni, sem dauðinn liafði valdið
þar — og það varð að hrekja
vald dauðans á brott. Samkvæmt
siðvenju feðranna vai’ð hún að
vera undir eftirliti og bx’einsunar-
aðgerð töfralæknisins í þrjá mán-
uði. Hún varð eins og svipur í
sjón — grindhoruð og mannfæl-
in. Þrátt fyrir það hélt hún áfram
að vera hlýðin og auðsveip gagn-
vart siðvenjum kynstofnsins. Sí-
fellt liugsaði hún þó urn andlát
sonar síns og hinn livassa tein,
sem töfralæknirinn hafði notað,
og trú hennar á andana veiklað-
ist með hverjum degi og tryggð
heiinar gagnvart þeim var brátt
að engu orðin.
Það féll Ngcobo kennara í skaut
að skera sundur síðasta bráðinn.
Hann var vanur að ganga um dal-
ina á sunnudögum og prédika.
Dag nokkurn kom hann í kofa-
þyrpinguna, þar sem Sibusiso bjó.
Hann stóð þar á hlaðinu með bók
í hendinni, hreinn og snyrtilegur
í hópi þessara óhreinu kvenna.
Samanborið við þær var hann eins
og dýrðai-vera úr öðrum heimi.
Sibusiso hlustaði á og tók hiklaust
við hinni nýju trú, sem hann boð-
aði.
Þegar hann var farinn, reis liún
á fætur og fór á eftir honum til
kristniboðsstöðvarinnar í Embi-
zeni.
Mörg ár eru liðin. Knutsen
kistniboði sat á grein hátt uppi í
apabrauðstré nokkru og var að
reyna að festa þar upp loftnet
fyrir útvarpstæki sitt. Sibusiso
kom gangandi að trénu og leit upp