Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 21.10.1952, Qupperneq 6

Bjarmi - 21.10.1952, Qupperneq 6
6 B J A R M I FRÉTTAPISTILL Margt og mikið mætti rita í fréttabréf til lesenda Bjarma, ef skýra ætti frá því helzta, sem við hefir borði í kristilega starfinu, síðan síðasta tbl. kom út. Það yrði sjálfsagt þreytandi löng grein og skal hér drepið á fáein helztu at- riði í stuttu máli. Það er þá fyrst sá sögulegi atburður, sem nánari er skýrt frá á öðrum stað, sem sé ákvörðun sú, sem Kristniboðsþingið tók varðandi kristniboðsstarf vort. Þar var sam- þykkt að fé því, sem vér eigum í kristniboðsstöðvarsjóði skuli var- ið til þess að reisa fyrir það ís- lenzka kristniboðsstöð í Konsó. I samþykkt þessari er stigið skref, sem er markvert frá sjónarmiði þeirra, sem kristnir vilja vera. 1 fyrsta sinni í kristnisögu Islands samþykkja íslenzkir menn að hefja sjálfstætt kristniboðsstarf meðal heiðinna þjóða, og taka þar með upp starf, sem hver kristin kirkju- deild hefir talið sér helga skyldu og forréttindi að vinna að. Kristniboð meðal heiðingja hefir verið talið einn bezti mælikvarði Kóreu-greinin Framhald af 5. síðu. í kristniboðssögunni er venju- lega talið, að kristniboðsstarfið i Kóreu hafi byrjað 20 árum seinna, með kristniboðanum Ross; en þessa frásögn um prestinn Robert J. Thomas hefi ég frá Kóreubúum sjálfum. Og þó að hún liafi ef til vill verið klædd nokkrum hug- sjónablæ, varðveita kristnir Kóreubúar þessa frásögu eins og heilaga minningu. Það segir oss, að Guðs orð hverfur aldrei aftur við svo búið. Kirkjan i Kóreu telur, að prest- urinn Thomas hafi verið fyrsti píslarvotturinn í sögu kóreönsku kirkjunnar; en hann varð ekki sá eini. I kirkjusögu Kóreu eru margir píslarvottar, allt frá fyrstu tímum til vorra daga. Einn af mestu fræðimönnum í sögu Kóreu, N. S. Choi, ritar á ein- um stað eftirfarandi orð: „Jafnvel aðalsmenn voru fúsir til þess að líða dauðann fyrir fjöl- skyldu sína, já, með allri ætt sinni. — Ógiftar konur slitu trúlofun sinni. Lifi þeirra hefði getað ver- ið þyrmt, ef þær hefðu aðeins sagt: Ég afneita! En engin þeirra reyndi að bjarga lífi sínu. Jafn- vel smábörn lögðu brosandi lík- ami sína niður við hlið látinna líkama foreldra sinn, og þannig er saga kóreönsku kirkjunnar full af slíkum sögum um píslarvotta“. Sven Vislöff-Nilssen. á hve mikið sé af sönnu kristilegu lífi innan hverrar kirkju. Kristni- boðið er ekkert annað en vöxtur þess trúarlífs, sem finnur, að það á boðskap, sem er þess virði, að hann nái til allra manna, já, allir menn verða að fá að heyra hann. Skilningur á kristniboði hefir ver- ið sorglega lítið hér á landi á liðn- um tímum, en þó farið hægt vaxandi undanfarin ár. Og nú er sú samþykkt gjörð á þessu ári — þann 25. ágúst —- að vér kristnir menn hér á landi viljum taka að oss vorn hluta þessa starfs allra kristinna manna, með því að reisa kristni- boðsstöð í Konsó og senda kristni- boða vora þangað. Þessi markverði viðburður á vonandi eftir að auka skilning og áhuga trúaðra manna á kristniboðinu. 1 nánu sambandi við þetta mál má minna á það, að nú eru fleiri starfsmenn, sem starfa munu á vegum kristni- boðsins hér en verið hefir. Bene- dikt Jasonarson og Felix Ólafsson leggja nú báðir land undir fót nii í haust, og taka að ferðast um landið, til þess að kynnast kristni- boðsvinum og boða fagnaðarer- indið Hefir ferðaáætlun verið gerð fyrir þá, svo og Gunnar Sigurjóns- son og verður hún birt. Ólafur Ólafsson mun að likindum heim- sækja æskulýðsskólana út um landið eins og hann hefir gjört undanfarin ár. Þessi aukning i starfsmannahaldi krefst auðvitað aukinna tekna, en vér treystmn því, að oss berist það, sem starfið þarfnast. Síðustu helgina í ágúst var mót haldið í Odda, svo sem áður hafði verið auglýst i Bjarma. Þátttaka í samkomu og guðsþjónustum mótsins var góð og höfðu áheyrendur margir blessun af samverunni. Meðal ræðumanna voru síra Friðrik . Friðriksson, Ólafur Ólafsson, kristnihoði, Gunnar Sigurjónsson, cand, theol. og Steingrimur Benediktsson, kennari, frá Vestmannaeyjum. Dálítið annað fyrirkomulag var á samveru þeirri, sem var i Vatnaskógi dag- ana 20,—28. september. Þá var Biblíu og kristniboðsnámskeið haldið þar fyrir þá, sem eru á aldrinum 15 til 35 ára. Fjórar fræðslustundir voru á dag — ein fyrir Nýjatestamentis rit, önnur fyrir rit úr Gamlatestamentinu, og hinar voru ætlaðar fyrir kristni- l)oðssögu og erindi. Á kvöldin var svo „kvöldvaka“, þar sem sagt var frá kristnilífi annarra landa. Fyrri sunnudaginn var guðsþjónusta með altarisgöngu í Saurbæjar- kirkju. Þeir Benedikt Jasonarson, Felix Ólafsson, Gunnar Sigurjóns- son og Pétur Hotzelmann önnuð- ust kennslustundirnar. Þátttak- endur voru rúmlega 70, flestir úr Reykjavík. Sjö voru frá Akureyri og nokkrir frá Akranesi og úr Hafnarfirði. Áreiðanlegt er, að þátttakendur slíkra námskeiða fá oft stórum aukinn skilning og hvatningu í trúarlífi sinu við fræðslu þá og samveru, sem þeir taka þátt í. Margþættu starfi lauk síðari hluta ágústmánaðar, þar sem var sumarstarf KFUM i Vatnaskógi og hliðstætt starf KFU K 1 Vindáshlíð í Kjós. Þátttaka var góð á báðum stöðum og lauk starf- inu með því, að flokkar voru fyrir l'ullorðna meðlimi félaganna — fyi-ir karla í Vatnaskógi og konur í Vindáshlíð. Hefir sú starfsemi orðið vinsæl, ekki síður en starfið fyrir æskulýðinn, sem unnið er að á þessum stöðum. Þá má loksins hér að nokkru geta um hið ágæta starf, sem Biblíufélagið Gideon vinnur. Oss mönnunum veitist erfitt að læra svo vel, að vér gleymum ekki mörgu mikilsverðu fyrir nýjuin áhrifum, sem síðar berast til vor. Þetta á ekki sízt við um margt það, sem Guðs orð brýnir fyrir oss. Og þó er margt þar, sem vér meg- um alls ekki gleyma, ef vér eigum að höndla linoss hins eilífa líls. Eitt af því, sem vér megum aldrei gleyma, er áminning Guðs orðs um það, að vér framgöngum í ljósinu. Orðið ræðir viða um það. Og vér vitum, livað átt er við. Það er hvatning til vor um það, að ganga fram í ljós Guðs orðs til þess að líf vort allt sjáist í hinu retta ljósi. Vér þurfum að eignast hina sönnu þekkingu á oss sjálfum, á eðli vom og lífi á afstöðu vorri til Guðs. Þetta er veigamikið atriði -— svo veigamikið, að eilíf velferð vor getur á þvi oltið. Vér höfum þá reynslu af öðrum mönnum, að þeir virðast vera einkennikga hlindir í sjálfs sín sök. Vér furð- um oss oft á því. Hitt sjá ákaflega fáir, að þeim getur sjálfum verið larið á hinn sama hátt. Þeir þekkja ekki sannleikann um sjálfa sig. Þá rennir ef til vill grun i eitt og annað, sem miður fer hjá þeim, en sanna sjálfsþekkingu eiga þeir ekki. Þó er fátt —- já, ekkerl — eins.nauðsynlegt, ef vér cigum að lifa í sannleikanum og komast til samfélags við Guð — og þar með hljóta hið eilífa líf. Nú segir Guðs orð oss, að vér get- um ekki eignazt hina réttu sjálfs- þekkingu með þvi að leggja vorn eigin mælikvarða á sjálfa oss. Til þess erum vér of sjálfselskufullir og hlutdrægir, já, hlindir i sjálfs Því hefir áður verið lýst i blaðinu og skal þvi ekki fjölyrt um það. Sunnudaginn 30. september hafði félagið samkomu í húsi KFUM og K. Voru þar vígð 1000 Nýjatesta- menti, sem ætlunin er að afhenda á sjúkrahús til afnota fyrir sjúkl- inga. Þá voru einnig í sérstöku bandi Nýjatestamenti, sem félagið ætlar að gefa hjúkrunarkonum. Á samkomu þessari töluðu m.a. Þor- kell G. Sigurbjörnsson, formaður félagsins, dr. Nelson, amerískur dýralæknir, sem hér er á ferð á- samt Kristni Guðnasyni, er emnig talaði á samkomunni. Síra Friðrik Friðriksson talaði einnig og loks mælti Ólafur Ólafsson nokkur orð. Félaginu bárust á fjórða þúsund krónur í gjöfum í lok samkom- unnar. Hefir það afhent Biblíur til afnota á öll gistihús landsins, svo og í svefnklefa farþegaskipanna. Auk þess hafa fangar fengið Biblíur hjá félaginu. Vinna með- limir Gideon ötullega að út- breiðslu Guðsorðs hér á landi, svo sem félagsbræður þeirra erlendis hafa gjört í ættlöndum sínum. vor sök, eins vér svo ol t segjum. Hvað er þá til ráða? Jú, það eitt, að hlýða kalli Guðs- orðs, er það segir oss að koma fram í ljósið, til þess að verk vor verði auðséð. Vér verðum að leggja mæhkvarða Guðs orðs á oss. Ekki aðeins breytni vora í hinu ytra, heldur og láta Ijós þess komast inn í hjarta vort og sýna oss, hvað þar býr. Það þarf að fá að sýna oss, bvaða hvatir og hug- arhræringar eru bak við alli hjá oss. Það þarf einnig að fá að sýna oss skýrt og greinilega það, sem mestu varðar: Hver er hin eigin- lega afstaða vor til Guðs? Irúum vér í sannleika á hann ? Hér er ekki um það að ra;ða, hvort vér trúum því, eða alítum að Guð sé til, heldur hitt, hvort vér trúum á hann á þann hátt, sem Biblían talar um, sem sé, að vér treystum honum, eigum lífssamfé- lag við liann — og lifum honum. Leitum vér vilja lians 1 lífi voru framar öllu öðru? Eða látum vér annað ráða meiru um afstöðu vora og skoðanir? Og þá kemur aðalspurning þess- arar greinar: Hefur þú komið frain í ljósið svo að það hafi leikið um hjarta þitt og sýnt þér sannleikann um það? Eða hefir þú þá þekldngu eina á sjálfum þér, sem eigin skoð- un gefur þér? Ef svo er, þá ertu á hættulegri braut. Guðs orð segir, að sá, sem gengur í myrkinu, viti ekki hvert liann fer. Þú veizt ekki hvert leiðin liggur. Guðs orð segir þér það. Jesús talar um myrkrið fyrir utan, sem liið ægilega hlut- skipti þeirra, sem ekki koma til ljóssins. Það er merkilegt, að nokkur Fram í ljósið

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.