Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 21.10.1952, Blaðsíða 3

Bjarmi - 21.10.1952, Blaðsíða 3
B J A R M I 3 Frá heiðingjaheiminum Madagasltar Árlega eru mörg kristniboðs- mót lialdin á Norðurlöndum — eins og reyndar alls staðar þar, sem lifandi söfnuður og kirkja starfa — og kristniboðsskilning- úr þar af leiðandi er lifandi. Á einu sliku móti, sem haldið var á vegum NMS, sagði kristniboðs- prestur einn frá kristniboðsstarf- inu á Madagaskar. Hann skýrði svo frá, að þar væru mjög viða vakningar, og breiddist vakning- in út til æ fleiri staða. Hún hefði nú náð til höfuðborgarinnar, Tananarive, og kirkjurnar fyllt- ust á hverjum degi af fólki, sem þyrsti eftir að fá að heyra fagn- aðarerindið. Þessir skarar leita Drottins af einlægni. Áður en vakningin brauzt út, hafði fyrirbænarstarf lengi verið unnið. Þegar svo kviknaði i fyrir alvöru, dreifðist eldurinn út á einkennilegan og óvæntan hátt. Það kom í ljós, að miklu fleiri en nokkrum datt i hug voru viðbún- ir að taka við kallinu. Eitt af því, sem einkennir þessa vakningu hvað mest, er fúsleikinn lil þess að veita náðargáfunuin viðtöku. Boðunin og fræðslan er auðvitað veigamest, en mjög algengt er, að illir andar séu reknir út af þeim, sem lialdnir eru illum öndum. — til lians. Hvíti maðurinn var að bjástra við einhverja einkenni- lega hluti þarna uppi, en það var ekki í hennar verkahring að spyrja um hlutina eða trufla karlmenn við starfa þeirra. Hún settist i grasið og beið. Þegar hún varð þess vör, að hann hafði ekki tekið eftir henni, hóf hún máls: — Umfundisi. — Hvað — ert þetta þú, Sibu- siso. — £g verð að fá að tala við Umfundisi. — Jæja — já, það getur þú fengið. Ég kem, heyrðist ógreini- lega ofan úr trénu. Knutsen kristnihoði var með koparþráðinn milli tannanna. — Það er varðandi konu Msim- angs og barni hennar. — Ég kem rétt strax niður. Sihusiso hélt áfram að tala, þar sem hún sat i grasinu. Það gat vel verið, að hvitu mennirnir hefðu það þannig stundum, að þeir sætu uppi í trjánum, þegar þeir töluðu við fólk. Það varð þá að sætta sig við það. Knutsen kristniboði kom niður úr trénu i sömu svipan. Yerkfæri sáust upp úr öllum vösum. Hann settist við hlið konunnar. — Umfundisi veit, að maðurinn minn hefur svikið mig og eignazt barn með konu Msimangs? — Knutsen kristniboði kipptist Kristniboðinn, sem sagði frá vakn- ingu þessari, sagðist oft hafa ver- ið viðstaddur, er illir andar voru reknir út, og það hefði aldrei mis- tekizt. Lækningar með fyrirbæn voru svo margar, að hann fylgd- ist ekki með tölu þeirra. Þannig fer fagnaðarerindið enn einu sinni sigurför meðal ibúanna á starfssvæði lúthersku kirkj- unnar á Madagaskar. Vakningar- lireyfingar hafa oft komið þar áð- ur, og ævinlega flutt mikla bless- un með sér — og bætt fjölda manna í hóp þeirra, sem gengið hafa Drottni Jesú Kristi á hönd. Mikilvægur liður i kristniboðs- starfinu þar i landi er bygging stórrar og mikillar prentsmiðju, sem kristniboðsfélagið er að reisa í höfuðborginni. Hefir því miðað vel áfram, og eru líkur til að unnt verði að byrja að koma mörgum og góðum prentvélum þar fyrir nú í október næstkomandi. Prent- smiðja þessi verður afkastamikil, og er hún er tilbúin, verður út- gáfa bóka, blaða og smárita auk- in mjög. Meðal annars mun verða gefið út kristilegt dagblað. Verð- ur það mikilvægt vopn i baráttu þeirri, sem kristindómurinn verð- ur að heyja i þessu landi, eins og annars staðar. Barizt er um alla jörð um yfirráðin yfir hugum manna og hjörtum. Indland Langt mál mætti rita um kristni- boðið á Indlandi, en það verður ekki gert. Indland er nánast heimsálfa út af fyrir sig, ef mið- að er við Evrópu. Nú starfa þar um 5000 kristniboðar og er þörfin mikil. Stjórnarvöldin eru mjög þakklát fyrir skólastarf það, sem kristniboðið hefir með höndum, svo og þátt kristniboðsins í sjúkraliúss og heilbrigðismálum. Sumir valdamenn Indlands eru og þakklátir fyrir boðun fagnað- arerindisins og telja, að Indverjar eigi að taka því með fögnuði og þakklæti. Mikill fjöldi hefir unn- izt til kristinnar trúar, ekki sízt í Assam og á Suður-Indlandi. Við landamæri hins lokaða lands Tíbet eru nú um 30 þúsund kristnir menn, sem unnizt hafa á síðastliðnum árum. Einn ávöxtur þess er sá, að kristnir menn eru þegar innan landamæra Tibet, þótt það sé lokað fyrir kristinni trú. Afríka Miklar breytingar hafa orðið í Afríku fyrir starf kristniboðsins síðuslu áratugina. Þessi myrka álfa, sem einu sinni var, hefir opnazt á margan hátt fyrir nýjum straumum. Að vísu er þar margt, sem er fjarri því að vera mann- sæmandi, en margt hefir líka orð- ið til bóta. Þrátt fyrir margs kon- ar mistök og ofríki hvítra manna gagnvart svertingjunum, hefir kristniboðið unnið mikið á. Geta má um eftirfarandi sem dæmi: við en kinkaði kolli. Hún hafði þá heyrt það. Hvað ætlaði hún sér fyrir? Óskaði hún skilnaðar, og ætlaði hún að krefjast þeirrar liegningar manninum til handa, sem reglur ákváðu í hópi krist- inna safnaða i heiðnu landi? — Umfundisi, ég hef hugsað um þetta barn dögum saman. Konan er dáin og barnið er eitt. Veit Umfundisi, livað af þvi verður? Knutsen leið liálfilla. Þetta var erfitt umræðuefni. — Ja-a, ég veit ekki almenni- lega, en nágrannakonan hefir tek- ið að sér öll börnin hennar, svo að það er sjálfsagt öllu óhætt. IJún liélt hægt áfram: — Umfundisi, ég hefi mikið hugsað um þetta barn. Nágrann- arnir eru sjálfsagt ekki góðir við það, fyrst þeir eiga það elcki. Ég ætti ef til vill að taka barnið til mín. Það er vitað, að maðurinn minn á það. Knutsen sat algerlega hreyfing- arlaus, en hverjar dyrnar á fætur öðrum opnuðust inni í liuga hans. Þetta var alveg ótrúlegt, hér á þessum slóðum. Hann horfði lengi á liana og minntist þess, hvernig hún hafði komið fyrir mörgum árum, þreytt og skelfd og beðið um að fá að mega setjast að á kristniboðs- stöðinni. Hann minntist þess, hvernig hún liafði einfaldlega en öruggt tekið við hinni nýju trú og lært að brosa og lilæja að nýju og orðið hlýleg og mannleg. — Umfundisi, ég þori ekki að fara til þeirra, sem hafa tekið barnið að sér. Þeir þekkja mig ekki. Gæti Umfundisi sótt barnið? Knutsen áttaði sig og kinkaði kolli. — Já, auðvitað, að sjálfsögðu, ég skal sælcja barnið. — Ég hef ekki spurt manninn að því ennþá, hvort ég megi þetta. Ég er svo hrædd við liann. Knutsen hló góðlátlega. — Ég skal lika taka það að mér. Ég ræð áreiðanlega við það. Hann getur ekki neitað. Hún stóð upp og lmeigði sig: — Þökk, Umfundisi. Því næst sneri hún ófríðu, hrærðu andliti sínu frá honum og fór brott. Hann sat kyrr, þar til hún var horfin fyrir hornið. Þá stóð hann upp og spennti greipar ákaft í mikilli gleði. Hann geklc að brekk- unni fyrir neðan garðinn, leit upp eftir landinu, þar sem dalirnir voru, með heimkynni negranna. Og hann tók að endurtaka við sjálfan sig: — Það er ekki gagnslaust, það er ekki gagnslaust. (Gunnar Helander). Árið 1908 var fyrsti maðurinn skírður í Kenya. Nú eru þar yfir 70 þúsundir kristinna manna. Uganda var lokað land fyrir 70 árum, og þar sat þá að völdum harðstjóri, sem lét brytja þegna sína niður tugþúsundum saman. Nú er helmingur af fjórum millj- ónum ibúanna kristinn. Svo marg- ir koma nú og biðja um skírn, að biskup þar segist mundu stöðva aðstreymið, ef hann hefði getað. Vandinn sé sá, að ekki séu nógu margir fræðarar til þess að fræða alla þá, sem skirnar óska. Álitið er, að með sama áframhaldi verði þjóðin orðin kristin eftir tæp tuttugu ár. Nú er hægt að ferðast yfir þvera Afríku, frá Atlantshafi til Ind- landshafs, og sofa á kristniboðs- stöð á hverri nóttu. Kamerun Því fer fjarri, að þrælahaldi sé lokið í heiminum. Það er enn talsverð plága víða í Afríku — og reyndar í öðrum álfum heims. Undanfarið liefir talsverður styr staðið um þetta mál í Kamerun í Afriku. Þar starfa m. a. norskir kristniboðar, og hafa þeir mjög látið málið til sin taka. Nú virð- ist svo komið, að þrælarnir öðlist mannréttindi. Barátta kristniboð- anna fyrir málefnum þrælanna hefir orðið til þess, að kristniboð- ið hefir náð til margra, sem það hefði ef til vill annars ekki náð til. Kristnir menn ættu að minn- ast þess, að fjöldi manna býr enn við þrældóm — og oss ber að leggja vorn skerf til þess, að þeir hljóti frelsi sitt. Gjafir afhentar til starfs Kristni- boSssambandsins: K. J. kr. 50; innkom- ið samskot á kristniboSsþinginu í Vatnaskógi kr. 6115,37; þakkarfórn M. og P. kr. 500; Sjöstjarnan kr. 130,27; Brautarhólshjónin kr. 100; N. N. kr. 218; Jófriður Jónsd. kr. 100; Sjöstjarn- an kr. 102,27; F. Vhj. kr. 500; .1. Á. G. kr. 100; K. K. (Brautarhóli) kr. 100; Sjöstjarnan kr. 332,27; N. N. kr. 100; K. G. (Ólafsvík) kr. 100; L. S. kr. 50; K. J. (Patreksfirði) kr. 200; Sjöstjarnan kr. 250,27. Til kristniboðsstöðvarsjóðs hafa bor- izt til skrifstofunnar: Þ. o. fl. kr. 500; til minningar um Grétar Hansen, Stykkishólmi, frá móðursystur hans og fjölskyldu kr. 500 og kr. 100 frá móður lians. Til minningar um Láru Lárus- dóttur, Sandi, sem var einn af trúföst- ustu kristniboðsvinum þar, kr. 265 frá Kvenfélagi Hellissands og kr. 200 frá Biblíulestrarhópnum. Aðrar gjafir til kristniboðsstöðvarsjóðs eru: Lóló kr. 500; N. N. kr. 100; seld blóm kr. 113; frú Á. Thorarensen kr. 500; S. Bj. kr. 1000; S. M. K. kr. 1000; K. Einarsdóttir kr. 50; áheit frá G. Z. kr. 50; E. S. kr. 200. Til minningar um Jónínu Stefáns- dóttur Hörgdal, í Glerárþorpi, liafa Kristniboðssambandinu borizt þessar gjafir: Kristniboðsfélag kvenna á Ak- ureyri kr. 200; S og G kr. 100; H. B. kr. 35; G. G. og G. kr. 35; Þ. og R. kr. 100; G. J. kr. 10; M. K. kr. 50; G. A. kr. 50; G. P. 100; Frú S. Hansen og dæt- ur kr. 100. Hugheilar þakkir fyrir allar gjafirn- ar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.