Bjarmi - 21.10.1952, Qupperneq 8
8
B J A R M I
FALIN
GLÓÐ
i Framhaldssaga eftir ]
J. F. LÖVGREN
________________)
pilturinn gekk meg vaggandi sjómanns-
göngulagi, leit i kringum sig og sagði:
— Þetta höfðuð þið ekki síðast. Nei,
sko, þetta er ágætt. Til hvers notar þú
þetta, mamma?
Mamma hló og var óvenjulega ung-
leg á brá. Hún titraði eitthvað og
það lá við ,að liún brenndi rifjasteik-
ina, sem nú varð að láta í svanginn
degi fyrr en ætlað var.
Hvílík feikn af frásögum hafði
drengurinn á takteinum!
— Skrifaði? Varstu að spyrja að
þvi? Ég var skráður af skipinu í
Bergen, og þá var eins gott að ég
kæmi sjálfur lieim. Vildir þú ef til
vill heldur fá bréf?
Og svo hlógu þau að nýju.
Þessi drengur var alveg makalaus.
Mamma tæpti varlega á þvi, að
vakning væri í bænum. Hún notaði
tækifærið til þess að koma þvi að,
meðan þau voru að snæða.
Jörgen brosti — og það torskildu
brosi, að þvi er móður hans fannst.
— Einmitt það, sagði hann.
Já, og þessi og hinn höfðu öðlazt
trúna. Hún nefndi fjölda kunningja,
sem snúizt höfðu.
Það komu smávegis hrukkur í and-
lit Jörgens.
— Við höfum vonazt til þess, að þú
kæmir heim, meðan vakningin er, þvi
að við þráum það innilega, að þú
verðir hólpinn.
Hún leit bænaraugum á hann — og
augun ljómuðu.
Jörgen gat þá ekki stillt sig lengur.
Hann reis á fætur gekk til móður
sinnar og faðmaði hana.
— Mamma, ég er frelsaður.
Hún rak upp óp og ýtti honum frá
sér.
— Jörgen, sagði hún dauflega og í
ásökunarrómi.
Hann stóð þarna rólegur og glað-
ur.
— Þetta er satt, mamma.
Móðir hans vætti varirnar. Hún
fölnaði. Hún hallaði sér þvi næst upp
að brjósti Jörgens eins og þreytt barn.
— Var það í stormviðri, sem þú
komst til trúar? spurði hún eftir
nokkra stund.
— Nei, veðrið var prýðilegt. Storm-
urinn æddi innra með mér.
— En hvenær komst þú þá í vakn-
ingu?
Hann klappaði henni brosandi á
Mpnjna.
— Þú ert alveg ágæt, mamma. Ég
liélt að þú vissir það, að bænai*arn er
ávallt í vakningu.
Það er ekki hægðarleikur að segja,
liver nefndi kvöldsamkomuna fyrst,
en —.
— Þú lilýtur að sjá það, að við
verðum að fara á samkomu, sagði
Jörgen.
Þau tóku af borðinu i flýti. Hólmvik
liamaðist við að snurfusa sig. Þau
komu eilitið of seint. Sæti fengu þau
samt.
Það lá reyndar við, að þau trufl-
uðu guðræknisstundina. Það var ekki
svo að skilja, að þau væru ókyrr, en
hver gat stillt sig um að líta á þessar
þrjár sólir, sem sátu þarna.
Jörgen stóð upp, er vitnisburðirnir
voru. Það lá við að móðir hans ylti
fram úr bekknum.
Hann langaði aðeins að segja frá
því, að hann væri frelsaður. Hann
vissi vel um þessa vakningu, því- að
hann hafði fengið norskt kristilegt
blað á sjómannastofu í Ástralíu. Sagt
var frá vakningunni i því. Þá hófst
öldurót innra með mér. Þið vitið, að
vér hrópum ekki á hjálp, fyrr en i
nauðirnar rekur. Ég lirópaði til Drott-
ins og hann bjargaði mér. Já, þannig
var það.
Orðin komu blátt áfram og livers-
dagslega, án nokkurs sérstaks hreims.
Og hefði vakning ekki verið i Siló,
hefði hún sjálfsagt hafizt þetta kvöld.
Hólmvík lá vakandi um nóttina og
hlustaði: Ertu að gráta, góða mín?
spurði hann lágt.
— Já, mér liður svo vel.
Og Hólmvik saug einnig upp í nef-
ið.
10.
Það var eins og Jans andvarpaði
léttar, er vinnustöðvunarmerkið óm-
aði.
Laugardagurinn var þá kominn að
nýju. Vellíðan streymdi um hann,
enda þótt hann væri þreyttur eftir
strit vikunnar. Hann mundi losna við
liávaða vekjaraklukkunnar i fyrra-
málið. Hann gat verið eins lengi á
fótum og hann frekast kærði sig um
i kvöld, þvi að hann gæti jafnað það
í fyrramálið, ef hann kærði sig um.
Nei, ekkert kvöld var eins og laugar-
dagskvöldið.
Jans losaði sig við verkfæri sín. Hann
kvaddi þau til mánudagsmorguns, en
það voru ekkert hlýjar kveðjur, því að
honum þótti ekkert sérstaklega vænt
um starfann.
Sjáum til, hann var búinn. Hann fór
í frakkann. Jónas, félagi hans, var
kominn i dyrnar.
— Þú kemur þá í kvöld, Jans, kallaði
hann.
— Jájá, svaraði Jans.
Það var síðari liluta sama dags, eins
af fyrstu dögum aprílmánaðar. Vor-
töfrarnir lágu í loftinu. Dagurinn hafði
verið bjartur og lieiður, en er leið að
kvöldi lagði á pollum, sem þiðnað
höfðu um daginn.
Allir á heimili Lindemos voru heima.
Hann hafði sjálfur lokið við að búa
sig. Kvenfólkið var að ljúka við undir-
búning sunnudagsins i eldhúsinu. Læ-
v.íslegur ilmur seitlaði inn til lians.
Hann gat svo sem gizkað upp á því, að
það yrði steikt. Hann varð að fata
fram í eldhús og gæta að því.
— Átt þú að vera eldhúsritari? spurði
húsfreyja glettnislega, er liann kom
fram með liendurnar í vösunum.
— Þú hlýtur að sjá, að hann er ást-
fanginn, sagði Hildur hlæjandi.
Hann tólc hendurnar upp úr vösunum
og rak hnefann i síðu konu sinnar.
— Hvað er þetta! Hættu! Ertu vit-
laus? Ég missi ketilinn í gólfið, ef þú
lætur svona.
— Nei, karlmennirnir hafa ekki mik-
ið vit i kollinum, sagði Hildur.
Hún vissi fullvel um það.
— Svona, nú verður þú að láta þer
segjast, sagði. Hardi og skvetti nokkr-
um dropum af köldu vatni framan í
hann.
Það var merki þess, að eltingarleik-
urinn hæfist. Leiðin lá um öll herberg-
in. Hardi fór undan og Lindemo á eft-
ir.
— Ætlið þið nú að eyðileggja allt
laugardagsstritið okkar, sagði frú
Lindemo hlæjandi.
Hardi bjargaði sér með því að hlaupa
inn í herbergi Jans.
Ægilegt öskur kvað við.
— Út með þig, stelpa. Ég er hálfnak-
inn.
Hún þaut út og beint í fang föður
sins og fékk dropana endurgoldna með
góðum vöxtum. Hún æpti, skríkti og
hló.
— Æ, þessir kjúklingar, sagði frú
Lindemo.
— Heyrðir þú það, pabbi. Hún sagði
kjúklingar, — það var fleirtala, tókstu
eftir því?
— Við skiptum okkur ekkert af því,
hvað stelpu-kjúklingarnir segja, Hardi.
Jans kom fram og var kominn í
skyrtuermarnar. Hann var strokinn og
með hvöss brot í buxunum.
Hreyfingar hans voru óðagotslegar
og á fallegu andlitinu var óþolinmæðis-
svipur.
— Nú eru skyrtuhnapparnir horfnir
aftur.
— Aftur? svaraði móðir hans. Gerist
það oft? Hildur, þú tókst til í dag.
— Já, ég skal strax finna þá---------
Hún hvarf inn í herbergi Jans.
— Þú virðist ekki kæra þig um að
líta kringum þig. Þeir eru hérna.
— Þakka þér fyrir, stúlka mín.
Jans var blíðmáll.
— Ég er ekki stúlkan þín, sagði Hild-
ur kimin á svip. Hún skellti liurðinni
aftur á eftir sér til þess að heyra ekki
svar Jans, því að hún vissi á hvern
veg það yrði. Hún lieyrði saint gegn-
um hurðina einhver dauf orð um Al-
bert.
Hún beit saman vörum.
Sköminu siðar kom Jans alklæddur
fram.
— Ég hélt, að þú gætir verið heima
hjá okkur í kvöld, Jans.
Rödd móður hans var dapurleg.
— Ég verð að skreppa út fyrir og
Þreytizt ekki að biðja
„Ég er ekkert hrædd við það, að
ráðizt sé í það að reisa kristni-
boðsstöðina og hefja sjáll'stætt
starf í Konsó, en það eina, sem ég
er hrædd við er, að bænakeðjan
bresti. Og það má alls ekki koma
l'yrir.“ Á þessa leið mælti ein af
konum þeim, sem komnar voru
utan af landi til þess að taka þátt
í kristniboðsþinginu. Þessi orð eiga
sannarlega erindi til allra íslenzkra
kristniboðsvina. Vér vei'ðum aldrei
of oft á það minnt að treysta
Drottni og fela honum málefni
hans meðal vor. Guðs orð bendir
oss á það, og reynslan staðfestir
það, að ótrúlegir hlutir geta gerzt,
ef lærisveinarnir þora að treysta
Drottni. Hið smæsta getur borið
dýrlega ávexti, sé Drottni treyst
Vér skulum því enn einu sinni
festa oss það í hug, að þrcytast
ekki að hiðja Guðs að hjálpa oss
í starfinu fyrir kristniboðið. Ef
vér biðjum og trúum er ekkert að
óttast. Þá munu hinir mestu erf-
iðleikar liverfa og þau mál, sem
óleysanleg virðast, munu leysast,
Drottinn mun koma því til leiðar.
Islenzkir kristniboðsvinir: Lát-
um bænakeðjuna aldrei bresta. Vér
höfum reynt það, að ef vér förum
þá leið, sem Guðs orð sýnir oss,
sem sé þá, að fela Guði vegu vora
og treysta honum, þá sér hann vel
fyrir vandanum.
Vér skulum Jirotlaust starfa að
kristniboðsmálefninu, fórna því
kröftum vorum, tíma og gjöfum,
eftir þvi, sem Guð gefur oss náð
til. En munum þó ávallt eitt:
Biðjum án afláts — og treystum
Drottni.
SAMBAND ÍSL.
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Skrifstofa:
Þósgötu 4 — Reykjavík.
Sími 3504. Pósthólf 651.
Bréf og gjafir
til starfs sambandsins
sendist til skrifstofunnar.
hreyfa mig eitthvað í kvöld. Það er
laugardagur, eftir þvi sem ég veit
bezt.
— Já, já. Það getur vel verið að þess
þurfi, en ég hafði hugsað mér, að út-
búa eitthvað hnossgæti til kvöldverðar.
— Hvað er það, mamma?
— Ég á sérstakar pylsur — og kál-
meti. Er það ekki eftir þínum smekk?
Hann smjattaði. — Þá kem ég í
kvöldmatinn. Við skulum nú sjá: Já,
ég kem áreiðanlega.
Gætum við þá ekki farið í gönguferð
fyrir matinn, Jans? spurði faðir hans
rólega. Þú manst, að það gjörðum við
oft, þegar þú varst yngri.
— Þakka þér kærlega fyrir, það gæti
verig gaman, en það stendur ekki vel
á í kvöld. Liði ykkur vel. Brúnaðu
pylsurnar vel, mamma. Jans flýtti sér
út.
Vordagurinn livarf í gráleita gröf
sina. Ennþá var gull-bláleit birta í
norðvestur átt. Stjörnurnar komu
smám saman í ljós, og i suðri gægðist
rönd mánans yfir fjallsbrúnina.
Jans teygaði svalandi loftið að sér.
Hann stóð hikandi. Ætti hann að fara
þessa löngu gönguferð með föður sín-
um?
Hann tók stefnuna allt í einu á
timburskúrana. Spilin drógu liann.
Hann stefndi á bæli Heis.
Það var einnig laugardagskvöld hjá
Hei. Allt angaði af grænsápu og öli..
Hrein gluggatjöld voru fyrir eldhús-
gluggunum. Frú Hei var nýþvegin,
bliðleg — og feit. Hei sat inni í stofu
með blöðin og sötraði öl. Hann byrj-
aði venjulega í smáum stil á laugar-
dagskvöldin, því að nægur var tíminn
til mánudagsmorguns.
Jans og Jónas byrjuðu með vindl-
ingunum og ræddust við í króknum
hjá eldhúsborðinu. Frú Hei skaut orði
inn i samtal þeirra við og við. Þeir
ættu ekki að reykja svona hræðilega
mikið. Það væri ekki holt fyrir börn.
Reyndar væru þeir nú orðnir upp-
komnir menn.
Orð og bros frú Hei liöfðu einkenni-
lega æsandi áhrif. Piltarnir hlógu og
reyktu í ákafa.
Svo var komið með spilin. Þeir settu
hvor sína smápeningahrúguna á borð-
ið. Þeir brostu með eftirvæntingu hvor
til annars. Og svo gleymdu þeir öllu.
Evan Reier kom inn í eldhúsið.
— Ha, ha, ég sé, að liann er inni,
sagði hann og tók stefnuna á Hei.
Jans lirökk við. Hann hafði ekki
gleymt ummælum Reiers í furuskógin-
um í fyrra sumar. Hann gjörði veika
en árangurslausa tilraun til þess að
fela spilin og peningana, en Reier lét
eins og hann sæi ekki piltana.
— Farðu bara inn fyrir, sagði frú
Hei, og röddin var eins og smjör að
mýkt. Allt lijá frú Hei var eins og
smjör.
Það var eins og Reier, sem var lang-
ur og slánalegur, væri korninn með
herðakistil. Brjóstið var bungumikið
öðrum megin, og þar sem rassvasinn
átti að vera var einhver hunga, sem af-
lagaði baksvipinn.
— Ha, lia, ha, skríkti Reier og töfr-
aði flöskur upp úr brjóslinu og bakinu.
Nei, hann var sannarlega ekki van-
skapaður, ef hann tæmdi vasana.
Ritstjórn: Bjarni Eyjólfsson, Gunnar
Sigurjónsson. — Áskriftargjald kr.
15.00 á ári. Gjalddagi 1. júní. — Af-
greiðsla: Þórsgötu 4. Simi 3504. Póst-
hólf 651.
Félagsprentsmiðjan h.f.